Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 4
76 SKINFAXI SKINFAXI — mánaðarrit U. M. F. i. — kemur út f Reykjavík og koatar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu, Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Magmísson Skólavörðustlg 6 B. Ritnetnd: Agúst Jósefsson, Guðbrondur Magnússon, Tr. Þórhallsson. íþröttamótið í Borgarfirði eftir Bjarna Asgeirsson. I. Til þess efndi ungmennasamband Borg- arfjarðar, en í því eru ílest sambandsfélög í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Var það haldið að Hvítárbökkum 10. ág. síðastlið- inn bjá skólasetri Sig. Þórólfssonar. Dag- urinn var einn af þeim fáu þurru dögum, sem þeim héruðum hlotnaðist á þessu sumri og var þar því, eða þó, saman kominn fjöldi manna. Enda er staðurinn sjálfkjör- inn samkomustaður þeirra héraða fyrir margra hluta sakir. Bakkar eru þar mikl- ir og því einkar hentugir fyrir svona leik- mót. Einnig er héraðið- þar umhverfis mjög fagurt og aðlaðandi, og vegir að staðnum góðir, nema hvað Hvítá er nokk- ur farartálmi fyrir þá, sem vestan að koma. En úr því er auðvelt að bæta með nokk- urri fyrirhyggju. Mótið setti að líðandi hádegi Bjarni Ás- geirsson í Knarrarnesi, en ræður fluttu þeir síra Tr. Þórhallsson á Hesti, Halldór skóla- stjóri á Hvanneyri og Valtýr Nielsson bóndi á Grímsstöðum. Að endingu skýrði for- maður sambandsins, Jón Hannesson bóndi í Deildartungu frá vinningum á mótinu og sleit þvi síðan. Þess á milli voru þessar íþróttir háðar: Sund, íslensk glíma og hlaup, 100 m. og 500 m. Auk þessa sýndi flokkur manna leikfimi undir stjórn Einars Jónssonar leikfimiskennara á Hvann- eyri og voru það aðallega skólasveinar þaðan. Synt var í Hvítá sjálfri með því að ekki fékst annar staður heppilegri. Um 20 menn tóku þátt í þvi. Svámu þeir200m. í blágráu, járnköldu jökulvatninu, en áhorf- endur röðuðu sér á bakkann með- fram ánni. Syntu ekki nema einn eða tveir í senn. Vegna þess að straumur var með, gekk sundið fyr enn ella, en af því að hann var fremur jafn breytti hann ekki öðru en því að hraðamunur manna varð nokkru minni en annars hefði orðið. Af- girt svæði var fyrir glímur og leikfimi, og stóðu menn umhverfis og horfðu á. Hvert félag sendi 3 menn til glimunnar, og voru þeir táknaðir, eftir gæðum, með tölunum 1, 2 og 3. Þegar til mótsins kom, var svo glímt i þrennu lagi. Saman glímdu allir þeir er táknaðir voru sömu tölu; allir bestu glímumenn hvers félags í 1. flokki o. s. frv. Að loknum glímunum voru lagðir saman vinningar hvers félags í öllum flokk- unum, og bar það félag sigur úr býtum, sem tlesta hafði vinningana, eða með öðr- um orðum, sem átti jafnbesta glímumenn. 8 félög tóku þátt í glímunni, en 7 í sund- inu sökum þess að einn mann vantaði frá einu félaginu. Allvandaðir verðlaunaskild- ir vorn veittir fyrir glímur og sund, og hlaut U, M. F. Reykdæla þá báða. Eu fullkom- in eign þess verða þeir ekki, nema það vinni þá þrisvar í röð, en þau afdrif ætlar þeim víst ei nema eitt félag. Verðlauna- skjölum var útbýtt til besta glimumanns, sundmanns og hlaupara. Bestur glímu- og sundmaður var Sigurður Gíslason úr U. M. F. íslendingur. í 500 m. hlaupinu var Karl Guðmundsson hlutskarpastur, en Bjarni Hallsteinsson í 100 m. hlaupinu; þeir eru báðir í U. M. F. íslendingur. Þetta var hið fyrsta opinbera íþróttamót, sem haldið hefir verið i þessum héruðum á síðari tímum; var þvi auðvitað þar meiri

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.