Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 2
44 SKINFAXI. FæSi 84 au. á dag, 12 au. á mann, 4 au. máltiðin..............kr. 306 Fyrir sveitamenn, sem lifa að miklu leyti af óverðlagðri heimilisframleiðslu, þurfa sumir þessir liðir útskýringar. Fyrir 144 kr. á ári eða 12 kr. á mán. má fá tvö smá- herbergi í kjallara, undir þaki eða móti norðri, þar sem aldrei sést sól. Mjög oft er heilli fjölskyldu hrúgað saman í eilt herbergi. Þar búa 4—7 manneskjur. Þar var unnið og sofið, soðinn og geymdur mat- ur, hafst við dag og nótt. Mér mun lengi minnisstæð ein slík ibúð í rakri kjallara- holu. Þar bjuggu hjón með 4 börn. Loft- ið var ilt, og ekki hægt að opna glugga; húseigandinn bannaði það, svo að síður yrðu brotnar rúður. Yfir allri fjölskyld- unni var sultar- og rænuleysisbragur. Þá er fæðið. Samkvæmt skýrslunni verða 7 menn að lifa af 84 au. á dag. Það er mun minna en einn maður fær dagsfæði fyrir í algengum matsöluhúsum. Það er 12 au. á mann eða 4 au. máltíðin. Þó er miðað við 738 kr. tekjur en ekki við 450—500, eins og margir verða að lifa við þetta ár. Allir sjá, að hvernig sem að er farið, hlýtur þetta fólk að lifa hörm- ungarlífi allan ársins hring, og þó eink- um á veturnar. í 2—4 au. máltíð er hvorki um mjólk, kjöt eða smör að tala, heldur ódýrasta fisksmælki, brauð, smjör- líki, svart kaffi, sykur, kálmeti og hafra- grauta. Eg held, að ef haframél væri ekki til, mundi hungurlíf fátæklinganna vera hálfu verra nú en er. Það er besti hlutinn af fæðu þeirra. * Og í aðra liði þessa reiknings er ekki meira borið en hús og fæði. Með helmingi hærra kaupi en nú fæst, gætu verkamenn lifað * Fjöldi íuanna svelta og líða í kyrþey, og þiggja ekki ölmusu, þó boðin sé. En margir Jeita vitaskuld til sveitarinnar, þegar um harðn- ar ; góðgerðafél. „Samverjinn" gaf 2—400 manna tæði um 10 vikna skeið í vetur, og þar auki i'œddi sveitin 210 skólubörn í 3 mánuði. blátt áfram sómasamlegu lífi, og þó með sparneytni. Af því sést, hve mjög er nú á- bótavant fjárhag verkam. í Rvík. Andlegt Ekki verður sagt, að andlegt eymdarlíf. Hf fátæku verkamannanna sé fjölbreylilegra. Þeir eru sí sundurþykkir og sundruðir, því þeir verða að berjast um hvern brauðmola. Þótt þeir séu fjöl- mennastir allra stétta í bænum, hafa þeir með naumindum komið einum manni úr hóp sínum í bæjarstjórniua, og dreymir ekki um að senda fulltrúa á þing, eins og aðrar stéttir keppast um. Þeir þola dönskum verkstjóra að reka menn úr bafnarvinnunni hópum saman og dögum oftar, án allra orsaka. Fyrir hverja eina af óteljandi ágangstiltektum hans hefðu erlendir verkamenn svarað með verkíalli, og kúgað þennan geðilla Baunverja til að halda lög og sanngjarnar venjur. „Verka- mannablaðið“, sein ræddi alvarlega mörg nauðsynjamál fátæklinganna lifði ekki nema fáa mánuði. I þeim þrem stjórnmálafé- lögum, sem nú eru til hér í bænum eru mörg hundruð verkamenn, en þeir láta sér nægja að hlusta á flokksforingjana, og hafa engu við að bæta. Enginn þeirra heldur nokkru sinni ræðu á opinberum fundum. Þetta hlutleysi ber vitanlega vott um getuleysi, enda mætti kraftaverk heita, ef menn, sem eru beygðir og niðurbrotn- ir af sífeldum ósigrum, væru í góðum fær- um til að taka skynsamlegan þátt í um- ræðum og framkvæmdum opinberra mála. f því liggur einhver mesta hættan við fá- tækt, eins og þá, sem hér hefir verið greint frá, að hún dregur úr mönnum mátt og megin, líkamlega og andlega svo að þeir eru eins og lik í lest þjóðfélags- ins, nema sem framleiðslutól í höndum einstakra manna. Farfuglar Hversvegna streyma menn úr sveituuum. þá svo mjög í vísa ógæfu í Rvík? Fyrst af því að næsta lítið hefir verið talað um skuggaldiðar bæjalífsins. I öðru lagi af því að unga fólkið gengur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.