Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 3
SKINFAXl
45
fyrir glaumi höfuðborgarinnar. I þriðja
lagi af því að jarðir skortir í sveitinni
handa öllum þeim körlum og konum, sem
lifa vilja fjölskyldulífi. Þetta er sterkasta
ástæðan, en sú sem minst hefir verið gaum-
ur gefin. I Rvík tóku bankarnir opnum
örmum við þessum farfuglum úr sveitinni
og Jánuðu fé til húsbyggingar. Þar með
fékst fjölskyldulíf, en um leið helst til oft
sífeldur skortur og neyð, götulíf fyrir börn-
in, úrkynjun og afturför í kynslóðina.
Fátæktin í Rvík og öðrum sjóþorpum þessa
lands, og alt ilt sem af henni leiðir, er eitt
af mestu vandamálum þjóðarinnar. í næsta
blaði verður bent á nokkrar leiðir til að
bæta bölið á heppilegri hátt en með ölm-
usu og sveitastyrk, þó að til slíkra bráða-
byrgðaráða verði að grípa einstaka sinnum.
Um breytingar á sambandi
U. M. F. (.
i.
A báðum sambandsþingunum sem hald-
in hafa verið síðan samband U. M. F. I.
var stofnað, hafa verið gerðar allmikil-
vægar breytingar á fyrirkomulagi þess;
og enn eru komnar fram tillögur um að
breyta núverandi fyrirkomulagi þess, á
næsta sambandsþingi.
Eg ætla ekki að fara að lýsa þessum
nýju breytingartillögum, það eru aðrir bún-
ir að taka það ómak af mér hér í Skin-
faxa, og býst eg þvi við, að öllum lesend-
um bans, sem láta sig ungm.félagsmál
nokkru skiita, séu þær kunnar.
Breytingar þessar Iiafa verið mér tölu-
vert áhugamál, siðan að eg fór að taka
þátt í ungmennafélags-starfseminni til sveita
og sömu skoðunar veit eg að er fjöldi
ungm.félaga þar sem eg þekki til. Samt
hafa þær mætt nokkurri mótspyrnu, og
hefir sr. Tryggvi Þórhallsson sérstaklega
gert allharða árás á þær nú í janúarblaði
Skinfaxa. Við þá ritgerð langar mig nú
til að gera nokkrar athugasemdir.
Ein af aðalmótbárum höf. gegn þessum
tillögum er sú, að félagsskapnum stafi blátt
áfram stór háski af því að breyta til með
fyrirkomulag sitt. En við þcið, að breyta,
álít eg í sjálfu sér ekkert að athuga. Hitt
finst mér aðalatriðið, hvort breytingarnar
stefna til (jóðs eða ills. Engan hefi eg
heyrt halda því fram, að goðgá hafi verið
að breyta fyrirkomulagi þessa sama sam-
bauds á undanfarandi þingum; heldur hafa
breytingarnar þvert á móti verið taldar
sjálfsagðar, vegna þess, að bæturnar við
þær voru svo auðsæjar. Og ef menn kæm-
ust að eitthvað svipaðri niðurstöðu nú, er
þá ekki sama ástæða til að breyta og
fyr? Svo virðist mér. Eg skal raun-
ar viðurkenna það, að viðsjárvert getur
það verið að gjörbreyta skyndilega gömlu
og rótföstu skipulagi, þótt gallað sé.
En þetta á ekki við hér, vegna þess, að
fyrst er nú þetta fyrirkomulag svo ungt,
að það er engri verulegri rótfestu farið að
ná, og í öðru lagi eru þessar breytingar
sem hér um ræðir alls engar gerbreyt-
ingar, heldur eitt spor í sömu áttina og
undanfarandi sambandsþing hafa gengið í
breytingum sínum, eins og eg mun sýna
fram á síðar. — En þó að þetta fyrirkomu-
lag sé nú svona ungt, þá eru nú þegar
komnir í ljós allmiklir annmarkar á því.
Og þetta er ósköp eðlilegt. Félagsskap-
urinn er enn í bernsku, og skipulag hans
því einungis á tilraunastigi. Hann liefir
verið að þreifa sig áfram með það hingað
til, og það verður hann að gera hér eftir
þar til nokkur vissa er fyrir að það sé
kornið í það horf að við væri unandi og
réttmœtt sé að rótfestist. Þangað til
að svo er, verður sama nauðsyn fyrir
hann að breyta fyrirkomulagi sinu, eins
og fyrir bóndann að breyta um rekstur
bús síns, ef hann ekki hefir i upphafi haft
vit eða reynslu til að sjá hver búgrein