Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 7
SKINFAXI
49
að standa nœr einhverri þessháttar mið-
■stöð eftir skiftinguna en fyrir hana, og því
að hafa betri skilyrði til að nota sér kosti
sambandsins. En vœru nú einhver félög
svo afskekt, að þau gætu með engu sam-
bandi starfað, þrátt fyrir skiftinguna, þá
má nærri geti að þeim er það fullkomlega
ómögulegt nú. Ástandið yrði því undir
verstu kringumstæðum eins og það er nú,
en undir flestum kringumstæðum betra. Og
hitt væri hægðarleikur að fyrirbyggja, að
einstökum félögum yrði sparkað úr sam-
bandinu, með þvi að láta þau, er svo af-
skekt væru, kjósa í hvaða sambandi þau
jhelst vildu vera, og skylda það svotil að taka
við þeim e/ til kæmi. Á þann hátt gætu þau
notið hinna betur stæðu sambanda, eftir
sem áður. En ætti eitthvert samband
öðrum fremur örðugt aðstöðu eftir skift-
inguna, þá mætti alveg eins styrkja það
með sérstöku fjárframlagi úr sameiginleg-
um sjóði, og gætu þannig þau félög, „sem
best eiga aðstöðu hjálpað hinum, sem ver
eru sett“.
III.
Eg heíi nú athugað öll þessi atriði sem
aðalágreiningnum valda í þessu máli
og komist að þeirri niðurstöðu, að þau öll
mæli med sambandsskiftingunni en ekki
móti.
Þá er að athuga hvort ekki muni enn
vera eitthvað sem hér er óialið, er fjórð-
tmgssamböndin hafi fram yfir hin.
Til þess nefna sumir viðkynninguna sem
af fjórðungsþingunum stafi. Seinastur
manna skal eg neita því, að viðkynning
við góða menn hafi mikla þýðingu fyrir
einstaklinga og geti því haft það líka fyr-
ir þau félög sem þeir starfa i. En hinu
neila eg afdráttarlaust, að sú ástæða sé
hér nokkurs virði, og liggja til þess góð-
ar og gildar ástæður. Fyrst er þess að
gæta, að það er eins með þessa kynningu
á fjórðungsþingunum eins og svo margt,
fíem lengst er sótt, að mönnum hættir við
að vaða yfir á í vatnsleit. Með því að
beina samvinnu sinni til svo fjarlægra
staða, þá fara þeir fram hjá mönnum á
næstu grösum, sem þeim gæti verið alt
eins mikil uppbygging að geta kynst, eins
og megininu af þeim mönnum, sem þeir
finna á tjórðungsþingunum; og gagnlegra
fyrir það, að þeir eru nálægari og eiga
hægara með að viðhalda kunningsskapn-
um og vinna saman Þannig standa þessi
víðáttumiklu sambönd í vegi fyrir varan-
legustu og gagnlegustu viðkynningunum i
félagsskapnum. Fyrir þessu hefi eg reynslu
frá stofnun Borgarfjarðarsambandsins. Fyr-
ir hana hefi eg kynst mörgum þesskonar
mönnum, sem eg annars trauðla vissi að
væru til.
En svo er og hins að gæta, að á fjórð-
ungsþingunum, sem haldin eru í kaup-
stöðununi, í Reykjavík, — svo eg snúi
mér að Sunnlendingafjórðungi, þá getur
engin veruleg viðkynning orðið. Menn
koma ekki saman nema rétt á meðan
á nefndar- eða þingfundum stendur, en
að þeim loknum týnir hver öðrum út í bæj-
armúginn, og heldur svo til þeirra kunn-
ingja sem hann átti þegar hann kom. Eg
teldi það því bera vott um miður góða fund-
arstjórn, ef mikil viðkynning meðal full-
trúanna gæti átt sér stað með þessu móti.
Yrði aftur á móti farið að halda þingin
austan fjalls og í Borgarfirðinum til skift-
is þá gæti þetta lagast. En eins og bent
hefir verið á, yrði ókleyft að sækja þau
þing að nokkru ráði, nema fyrir menn
úr því héraðinu, sem þau væru haldin i,
það og það skiftið. En þá hefðu þau enga
kosti fram yfir héraðssamböndin nema sið-
ur væri, því að á aðalfundum þeirra (hér-
aðssamb.) mætti eiga víst að sætu árlega
fleiri menn og betri en þeir sem nú geta
að jafnaði sótt fjórðungsþingin. — Eg
verð því líka að álíta þetta mæla fremur
með skiftingu en hitt.
En þó að nú fjórðungssamböndin stæðu
hinum fyllilega á sporði i þeim málum,