Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 8
50 SKINFAXI sem þau nú hafa meS höndum, þá má ekki gleyma því, að þau eru samt ónóg. ÞaS sést best af því aS mynduð eru sum- staðar önnur sambönd innan þeirra, utan- anum mál, sem félagsskapnum fylgja, en annars yrðu að vera út undan, sökum nú- verandi skipulags. Má þar tilnefna íþrótta- mót, sem eg verð að álíta ekki þýðingar- minsta liðinn í íþróttastarfseminni. Og þar sem nú reynsla er fyrir því, að fjórðungssamböndin geta ekki tekið að sér þessi mál héraðssambandanna svo að nokkurt lag sé á, en líkur til að hér- aðssamböndin geti fyllilega komið í hinna stað, þá get eg ekki verið í efa um, hver eigi að víkja. Þesskonar sambönd eru ekki víða enn; samt má ganga að því sem gefnu að þörf þeirra sé lík um alt. En núverandi fyrirkomulag hefir staðið í vegi þeirra annarsstaðar en þar sem hægast hefir verið að koma þeim á. Nú munu sumir segir að þá megi láta hvortveggja samböndin standa. Þeim er því að svara, að eins og eg mintist á áð- ur, þá er starfsemi ungm.félagannu að mestu kauplaust hjáverkastarf og má því ekki gera það flóknara né erfiðara en hægt er að komast af með. En það verða þau með svona margbrotnum hálfverkssum- böndum. IV. Þá skal eg nú líta á „leiðir“ þær, er höf. bendir á til að losna við þá galla, seni hann viðurkennir að séu á sambandi Sunnlendingafjórðungs. Önnur er, að skipa fjórðungsstjórnina „hæfum“ mönn- um, sem kunnugir séu í fjórðungunum, og starfandi félagar. Pétt er það, að þetta samband, eins og öll önnur, kemur að betri notum undir góðri og duglegri stjórn en illri og ónýtri; enda býst eg við að undanfarandi fjórðungs- þing hafi, eftir sínu viti, valið í stjórnirn- ar þá bestu menn, er kostur var á í það og það skiftið. En hafi þeir nú allir ver- ið óhæfir menn, sem af sér hafa leitt þetta vandræða-ástand í fjórðungunum að fjöldi manna þykist eigi mega við una, þá get eg búist við því, að ekki verði heldur eft- irleiðis um svo marga að gera til þess starfa, að stjórnin geti ekki alveg eins orð- ið óhæf, þó að góðir menn ráðleggi að láta hana ekki verða það. Og satt að segja álít eg alls ekki kost svo „hæfra“ manna, að þeir geti með stjórn sinni bætt úr öllum þeim göllum, er það fyrirkomu- lag hefir. Hin leiðin er það, að halda eitt fjórð- ungsþingið fyrir austan, annað í Borgar- firði og þriðja í Rvík. A hinu fyrstnefnda sætu aðallega austanmenn; ættu þeir þá láta greipar sópa, og ráðstafa féuu að mestu eftir sínum hentugleikum. I þeirra spor fetuðu svo Borgfirðingar á sínu þingi og svo kæmi Reykjavíkurþingið til jafn- vægis. Þelta álít eg beina afturför frá því sem nú er. Það er einhver vissasta „leiðin“ til að koma hreppapóiitík og sundrungu í félagsskapinn að leggja slíkan ránsanda til grundvallar í skiftingu hins sameigin- lega fjár: að láta hendur skifta. Yrði svo ágreiningur um fjárveitingarnar, væri auð- velt fyrir þann hluta sambandsins, sem fjöl- mennastur er eða hægast á með að sækja þingið, að hafa þar töglin og hagldirnar í höndum sinum. Að vísu er nokkur hætta á þessu undir núverandi kringumstæðum. Sambandið er svo yfirgripsmikið, að hags- munir allra félaga þess geta ekki farið saman. Það er því nokkuð eðlilegt, að hvert reyni að skara eld að sinni köku. Því verður heldur ekki neitað með réttu, að á því hafi brytt, og heitir þó svo að sanngirni ráði í fjárskiftunum. En væri nú þetta fyrnefnda fyrirkomulag lögleitt, þá mætti vel skipast ef fjármál sambauds- ins yrðu ekki öflugur brenniköstur ulan um þennan neista. En þó að ekki þyrfti nú að óttast það, þá hlyti þetta að koma ruglingi og festuleysi i starfsemi félaganna.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.