Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 12
54
SKINFAXI
U. M. F. í. svo: „Landinu skal skift í
fjórðunga eftir hinni nýrri fjórSungaskift-
ingu, og eru ungmennafélögin í fjórðungi
hverjum i sambandi, er nefnist fjórðungs-
samband“.
Eftir hreyting samhandslaganna 1911
var þetta ákvæði orðið í 2. gr. í stað
þeirrar 6. og var ])á svo: „Landinu skal
skift í fjórðunga, Sunnlendinga-, Vestfirð-
inga-, Norðlendinga- og Austfirðingafjórð-
ung. Sunnlendingafjórðungur nær frá
Skeiðará að Hvitá í Borgarfirði, Vestfirð-
firðingafjórðungur nær þaðan í Hrútafjarð-
arbotn, Norðlendingafjórðungur nær það-
an að Gunnólfsvík á Langanesi og Aust-
firðingafjórðungur nær þaðan að Skeiðará.
Ungmennafélögin i hverjum fjórðungi eru
í sambandi er nefnist fjórðungssamband.
Eftir tillögu aðulfundar U. M. S. B. ætti
2. gr. að vera svo: „Landinu skal skift
í héraðssambönd. Færri en 5 félög geta
ekki myndað lögmætt héraðssamband, nema
með samþykki sambandsstjóra. Nú er eitt
eða fleiri félög afskekt, svo héraðssambönd
vilja ekki veita þeim inntöku; geta þau
þá valið á milli í hvaða héraðssamband
þau vilja ganga og eru þá viðkomandi
sambönd skyldug að veita þeim félögum
inntöku, þó ekki fleiri en þremur.“
Samkvæmt þessu breytist 2. til 13. gr.
svo að í staðinn fyrir „fjórðungssambönd,
fjórðungsstjórn og fjórðungsþing“ komi
„héraðssambönd, héraðsstjórn og héraðs-
þing“.
Finst nú nokkrum að þetta sé að færa
í svipað horf og áður var, ]>. e. fyrir breyt-
inguna 1911 ? Mér finst það ekki. Og
mér er óhætt að fullyrða að okkur, sem
samþyktum hreytingartillöguna á aðalfundi
U. M. S B. fanst það ekki.
Enginn hefir mér vitanlega komið með
nokkra tillögu er fer í þá átt, að breyta
fjárforráðunum að öðru leyti en því, að
héraðssamböndin koma í stað fjórðungs-
sambandanna, en ef það á að vera hið
sama og færa forráðin úr höndum fjórð-
ungsþinga til sambandsþings, þá er líka
hvítt orðið sama og svart og vatn sama
og jörð.
Starfssvið sambandsþinga bi’eytist ekki
vitund þó tillaga U. M. S. B. verði samþykt.
Sambandsþing úthlutaði þá eins og nú
styrknum til smærri sambandanna og þyrfti
aðeins að skifta honum meira eftir þvi,
hve mörg sambönd væru í U. M. F. í.
þegar sambandsþing væri háð. Og milli
sambandsþinga gæti ekki orðið skifting á
smærri samböndunum.
Héraðssamböndin taka svo við styrkn-
um og skattinum og þing þeirra, sem yrðu
árlega, ráðstöfuðu honum eins og fulltrúar
þeirra hefðu best vit á.
Og eg er sannfærður um að héraðs-
samböndin ráðstöfuðu honum betur en fjórð-
ungssambandið; þó er ekki hægt að sanna
það eins og hitt, að horfið verður ekki
svipað og ’08. En reynslan mun gera það, þó
íhaldið fái því ráðið, að lögunum verði
ekki breytt nú, þá gera eftirkomendur okk-
at- það, því hið rétta hefir í sér lífsþrótt
sannleikans.
En benda vil eg á, að likindi eru til, að
héraðsþingin verði setin af áhugasamari
ungmennafélögum en fjórðungsþing, að
minsta kosti verður það ef lýsing fyrv.
formanns U. M. S. B. sem hann gaf á
aðalfundi U. M. S. B. 1913 er rétt, sem
eg hefi ekki ástæðu til að efa. Einnig
eru líkur fyrir því, að innanhéraðsmenn
viti best hvar fjárins er þörf og geti búið
til eins góð fjárlög fyrir sitt hérað og
fjórðungsþingin nú fyrir fjórðungana.
Það er því svo mikill misskilningur með
þetta, „svipaða horf“, að í stað þess
að færast nær forminu 1908“, þá er
það fjarlægst enn meir, og með breyt-
ingartiliigu U. M. S. B. fæst enn méiri
trygging fyrir því, að styrknum verði vel
varið, en nú er.
Hvanueyri, 13. inars 1914.
Páll Zóphoníasson.
p. t. fortnadur U. M. S, B.