Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 11
SKINFAXI 53 til Frankfurt og réðist í vinnu þar. Um það bil, sem Ársæll kom til Frank- furt, sendi aðal tímarit bókbindara á Þýska- landi út meiriháttar verðlaunaútboð fyrir best bundnar bækur, hét ríílegum verð- launum og skyldi öllum jafnheimil sam- kepnin. Margir agnúar voru á því fyrir Ársæl að geta tekið þátt í þessari samkepni; hann vann hjá öðrum, átti engin áhöld og nauman tíma. En samkepnin freistaði. Hann kaupir sér nauðsynlegustu áhöld fyrir bróðurpartinn af því fé, semeftirvar af iðnnemastyrknum, og tekur að vinna verkið. Bókin sem hann batt var Isl&ndische Dichlerfíslensk skáld) eftir Poestion. Alls komu72 bækru til dóms; Ár- sæls bók hlaut fjórðu verð- laun af fjórtán, sem voru veitt. Verðlaunin voru 40 mörk. Hér er mynd af bókinni. En þessi eru ummæli dómnefndarinnar: „Bandið er ágætlega unnið og meðferð- in á skinninu góð. Hin mjög vandasama og fyrirhafnarmikla gylling á einnig lof skilið. Sömuleiðis hið handsaumaða enda- bindi. Sniðgyllingin hefði getað hepnast belur. Teikningin er fyrirtak og í ágætu samræmi við efni bókarinnar11. Upphaflega mun Ársæll hafa ætlað sér að ná meistaraprófi í iðn sinni, en síður hafa kært sig um það eftir að hafa hlotið þessa viðurkenningu. Eftir þetta fór Ársæll til Sviss og vann þar; þaðan ferðaðist hann um Paris og Hamhorg til Stokkhölms og vinnur þar árlangt. Þá vann nann og i Kristjaníu. Og eitthvað mun hann hafa lært á hverj- um stað. En sneytt hefir hann hjá Dan- mörku, og mun það ekki tilviljun ein. Er ekki ólíklegt að honum, eins og mörgum öðrum, standi stuggur af hinu óskifta út- streymi til Danmerkur, ef áhrifa og þekk- ingar á að leita. Heim kemur Ársæll í byrjun iðnsýningarinnar 19 tl, læturþang- að bækur og hlýtur fyrstu verðlaun. Eftir ár fer Ársæll aftur utan og þá til Stokk- hólms, en það var um það bil sem Ólymp- íuleikarnir stóðu þar. Ársæli er fleira vel gefið, en að vera góður bókbindari. Hann er óvenju næmur á tungumál, kann vel þýsku og sænsku, enda hefir hann lesið mikið á þeim málum. Hann er ritfær vel, og mun meira til eftir hann á prenti, en margan grunar. Ár- sæll er meðalmaður á vöxt og að öllu svo, að konum þykir hann hinn eigulegasti. Nú vinnur Ársæll að iðn sinni á vinnu- stofu landsbókasafnsins. n Siærð fjórðunganna. Leiðréttur misskilningur. „. . . og færa aftur í svip- að horf og áður var“. Einn góðkunningi minn austur í Árnes- sýslu skrifar mér: „Ekki skil eg, hvað’ þeir bréfhötundarnir, sem sendu okkur austanmönnum bændanámsskeiðsbréfið, meina, þegar þeir segja, að við, sem vilj- um hafa samböndin innan U. M. F. I. minni, viljurn færa í svipað horf og áður var. Mér hefir aldrei komið það til hug- ar og hefi eg þó fylgt fjórðungaskiftunum síðan 1909, því þau eru tilorðin hjá okk- ur, hér fyrir austan, en ekki ykkur þar í Borgarfirði“. Eg tek undir þetta með honum og vildi gjarnan mega gera það að mínum orðum.. En úr því að bréfhöfundarnir, sem eru,- sumir að minsta kosti, velgefnir, skynsam- ir menn, hafa misskilið þetta mál svo hraparlega, þá get eg búist við að ýmsir aðrir hafi gert það og því vil eg biðjæ Skinfaxa að leiðrétta þetta. Málið horfir svo við: Árið 1908 var 6. gr. í sambandslögurrk

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.