Skinfaxi - 01.04.1914, Blaðsíða 5
SKINFAXI
47
vegurinn útúr þessum ógöngum beinn og
breiður, og ekki nema einn: að hafa sam-
bandið eitt og óskift, því að þá væri það
stærst. En það fyrirkomulag er nú þegar
fordæmt af öllum, sökuni ]>ess að gagn
þess var svo lítið, en það var látið ráða.
Það var því og er „aðalbugsunin“ með
samböndunum. Vegna þess viljum við
breyta fyrirkomulaginu, og vegna þess vilja
hinir halda öllu óbreyttu. Tilgangur okk-
ar allra snýst ]>ví algerlega um söniu aðal-
lmgsunina. En um hitt erum við ósam-
mála, hvernig þessari aðalhugsun verði
helst komið í framkvæmd.
III.
Páll kennari Zóphoníasson befir nú hér í
Skinfaxa borið fram aðalástæður okkar
fyrir breytingunum og heíir sr. Tr. Þ.
viðurkent þær að miklu leyti. Aftur á
móti telur bann svo marga og mikla ó-
kosti því samfara að skifta samböndunum
að af því stafi félagsskapnum stór voði,
og vill hann ]>ví heldur leita annara ráða
til að bæta úr göllunum.
En þar sem nú meginágreiningur okkar
byggist á kostum og göllum smásamband-
anna, þá verð eg hér að snúa mér aðal-
lega að því, sem hann finnur þeim til for-
áttu. Það eru einkum 6 atriði og skal eg
nú athuga þau lið fyrir lið. —
1. ástæðan: „Kostnaður verður hlut-
fallslega meiri en gagn hlutfallslega minna“.
Þessi ástæða er bygð á þeirri fullyrðingu,
að ])ví fleiri sem félögin séu í samband-
inu, því minni verði kostnaður þess hlut-
fallslega. En það getur ekki staðist nema
því að eins, að sambands-svœdíd stækki
ekki þótt félögunum fjölgi; því það er í
rauninni svo að stœrð þess ræður meiru
um gagn og kostnað sambandsins en fjöldi
félaganna. Annars befði borið bér að
sama brunni og áður, að best heíði verið
að hafa sambandið ekki nema eitt. En
af þessu leiðir svo það, að samband á
litlu svæði, með fáum félögum getur
orðið bæði hlutfallslega ódýrara og
gagnlegra en annað með mörgum félög-
um, ef sambands-svæðið er mjög stórt.
Auðvilað geta samböndin líka orðið of
smá. En það er nieðalvegurinn milli þess
og hins sem nú er, sem á að finna og
fara í myndun binna nýju sambanda.
2. óstæðan: „Kostnaður verður líka
beinlínis meiri, með því að þá þarf að
launa“ fleiri stjórnum. — Ef hér væri um
að ræða stjórnir sem launaðar væru með
peningum, þá gæti þetta bugsast. En nú
yrðu störf þeirra ekki launuð þannig, svo
að kostnaðurinn yrði einungis einhver ó-
verulegur pappírskostnaður, ásamt bréf-
burðargjöldum. Og kostnaður sá er nú
liggur í þessu hjá fjórðungs-samböndun-
um, skiftist síðan á milli héraðs-samband-
anna eftir stærð þeirra, en yrði í heild
sinni mjög svipaður með sömu starfsemi,
og síst meira, því að ekki getur verið kosn-
aðarsamara fyrir neina stjórn að koma
bréfum sínum eða boðum til nálægra félaga
en fjarlægra. Samanlögð fyrirliöfn allra
stjórnanna getur auðvitað orðið meiri eftir
skiftinguna en áður; en hún yrði minni hjá
hverri.oger það kostur, þar sem öll þessi
verk eru unnin í bjáverkum, og endurgjalds-
laust. Og það hljóta allir að sjá, að kostn-
aðarminna er að sækja aðalfundi smásam-
bandanna innanhéraðs en nú er fyrir flesta
að sækja fjórðungsþingin, og ætti því að
vera hægara að velja úr mönnum á þá.
Yrði því reyndin sú að kostnaðurinn ykist
beinlínis við skiftinguna, ])á gæti það tæp-
ast stafað af öðru en aukinni starfsemi;
en það gæti auðvitað margborgað sig.
3. ástæðan : „Miklu verður hættara við
að árekstur verði um fyrirlestrastarf íþrótta-
kenslu og annað“ hjá mörgum stjórnum
en fáum. — Við þessu er það að segja
að varla er um að ræða nema vissan tíma
á ári liverju, sem menn almennt geta notað
sér íþróttakenslu. Og þar sem búast má