Skinfaxi - 01.06.1914, Page 6
76
SKINFAXI
9. Kosnir á sambandsþing: Jakob Ó.
Lárusson, Andrés Eyjólfsson, Bjarni
Ásgeirsson, Guðm. Davíðsson, Sigurð-
ur Vigfússon, Oddur Sveinsson, Björn
Bjarnarson, Viktoría Guðmundsdóttir,
Páll Zóphóníasson, Páll Bjarnason,
Árni Böðvarsson, Jón Ivarsson.
10. Að fólög sem ekki gera fjórðungsstj.
skil í þrjú ár, skuli ræk úr samb.
11. Að U. M. F. í. geti gengið inn í
Heimilisiðnaðarfélagið i einni heild.
Svarað spurningu.
Sagnameistari nokkur, allfrægur, beindi
til mín spurningu íyrir skömmu út af grein-
inni: Auður og ættjarðarást. „Hverir eru
þessir ríku menn, hér á landi sem hætta
stafar af?“ sagði hann.
Fyrst er því að svara, að umrædd grein
beinist mjög lítið að ástandi hér, eins og
það er nú. Málefnið var rakið alment,
með erlendum dæmum, og úr sögu ís-
lands fyrrum. Þessvegna kemur það mál-
inu ekkert við, hvort hér eru nú auðmenn
eða hversu þeir haga sér. Hitt er annað
mál að hér er að byrja sú framþróun í
fiskiframleiðslu og verslun, sem er alveg
hliðstæð þvi, sem í öðrum löndum hefir
leitt til auðvalds og auðskúgunar. Það
sem hér kynni að verða gert, eða mætti
gera, er að hindra að myndast geti oll
þau mannfélagsmein, sem annars leiða af
samdrætti auðsins, ef alþýðan, þing og
stjórn hlutast ekki um. Og þegar minst
er á öfgar auðvaldsins í þessu blaði,
er það ætíð í því skyni að vekja einhverja
af lesendunum til að hugsa um þetta mál,
því hugsanir og orð eru til alls fyrst.
En þá er heldur ekki að dyljast, að þó
hér séu engir auðmenn, þá eru samt til
þeir efnamenn hér, sem vegna eigna sinna
freistast til, og fá tækifæri til, að gera at-
hafnir sem eru ósamrýmanlegar við sanna
velvild til ættlandsins. Af mörgum dæmum
vil eg einungis nefna þrjú. Þegar þingið
samþykti heimildarlögin um einkasölu á
steinolíu til varnar þjóðinni gegn dansk-
ameríska-kúgunarhringnum var einn efn-
aðasti kaupmaðurinn í Iandinu fullur inni-
Iegrar gleði og ánægju yfir því að þingið
„yrði sér til skammar", að „þjóðin yrði
hlægileg" að „þjóð og þing skyldi ekki
hafa annað en skaða og skömm af mót-
stöðunni". Maður þessi hafði stórmikinn
ágóða af skiftum við þetta félag. Þess-
vegna vildi hann, að það græddi. En þjóð-
in átti að verða fyrir sem mestri svívirð-
ingu til þess, að hann græddi sem mest.
Síðan hafa tvö erlend kúgunarfélög reynt
að ná tökum hér, þó leynt fari. Annað
mun vera á góðum vegi, hitt, „var staðið
að verki“ og tafið um stund. Tilgangur
beggja var að misbeita auðvaldi hér, kúga
og féfletta þjóðina, jafnvel svo áratugum
og öldum skifti. Föðuriandsvinir mundu
hafa hikað við, áður en þeir studdu slík-
an félagsskap. En halda menn, að þessi
félög hafi vantað íslenska hjálparmenn ?
Ónei, þeir komu fljótt. Það er opinbert
leyndarmál, að þau fengu fyrirhafnarlítið
nokkra af efnameiri mönnum í landinu til
að vera leppa, til að dulklæða ófagnaðinn,
til að leyna hættunni í sakleysishjúpi,
þangað til lásinn væri kominn á hendur
og fætur þjóðinni. Þessir dánumenu fengu
tækifærið, af því útlendingarnir vissu að
þeir gátu, vegna fjármuna sinna, haft mik-
il áhrif í landinu. En hins vegar ginu
„Iep]>arnir“ yfir silfurpeningunum, sem þeir
fengu fyrir „trygðina“ við ættlandið. Og svo
sljó er þjóðin og heimsk, að þó allir viti
um málavexti, njóta hinir brotlegu fullra
mannvirðinga.
Gjalddagi Skinfaxa
M er 1. júlí. M.