Skinfaxi - 01.06.1914, Síða 7
SKINFAXI
77
Tveir starfsmenn.
Altaf vaknar meiri áhugi og skilningur
á gildi iþróltanna hér á landi, og þeim
fjölgar meS hverju ári, sem efla sig og
styrkja með íþróttum. En þó viljinn sé
góður, þá er aðstaðan erfið. Við erum
byrjendur í öllum íþróttum, við erum fjar-
lægir heimsstraumunum í þessu sem öðru;
]>eir fara fram hjá okkur, og við verðum
að láta okkur nægja þá mola sero
tilviljunin skolar upp að landinu. Öðrum
þjóðum fer fram hraðfara; þær bera sig
saman” hver við aðra með stöðugum náms-
ferðum og kappraunum. Og ef íþróttalif
okkar á ekki að verða kyrkÍDgslegur
útkjálkagróður, verðum við að komastinn
í alheimsstrauminn.
Það sem við þurfum mest með er að
lœra sjálflr; fá einn duglegan og alhliða
íþróttakennara, sem heíir kynl sér ræki-
lega alt íþróttalíf forustuþjóðanna í þessum
efnum, hefir ljósa og glögga þekking á
hverri íþrótt, sem stunduð er hér eða mætti
stunda, og er fær um að kenna hana rétt.
Þessi maður ætti að vera ráðanautur í. S. í.,
fastur starfsmaður þess. Hann ætti að
vera lífið og sálin í íþróttaframförum
höfuðstaðarins fyrst og fremst, og ferðast
um til annara staða, eftir þörfum. En
aðalstarf hans, fyrir Iandið alt, yrði í Rvík.
Til að vera fær um að inna þetta starf
af hendi er vandfenginn maður. Hann
þarf að vera áhugasamur, vel að manni
Jíkamlega og andlega, þrautseigur, og fús
að taka á sig hættu og vanda brautryðj-
andans. Hann yrði að byrja með
að [dvelja langdvölum erlendis, í Noregi
(skíðamenska), Svíþjóð, Frakklandi, Eng-
landi og Bandaríkjunum. Slíkt nám væri
ókleyft nema með talsverðum styrk af lands-
fé. I. S. í. á vitaskuld að beitast fyrir
þessu máli, og má vænta alls góðs af því.
Þetta mál liggur í loftinu meðal íþrótta-
manna^og íþróttavina víða um land. Menn
finna, að þetta er vegurinn áfram, en ekki
hitt að verja of fjár til að senda menn á
Olympiu-velli til að sýna þar það eina sem
við kunnum — glímuna.
En við U. M. F. þurfum annan starfs-
mann, mann sem lærir af hinum fjölfarna
íþróttakennara, og öðrum fremdarmönn-
um okkar, og gerir sér síðan að vetrar-
atvinnu að fara milli U. M. F. leiðbeina
þeim, halda námsskeið, sjá um skiðaskóla
í snjóhéruðum o. s. frv. Enginn gæti gert
sér þetta að aðalatvinnu, né sinnt því ár-
um saman; til þess yrði kaupið of lágt.
En margir mundu túsir að sinna slíku
fáein ár, sér til gagns og fremdar og þjóð-
inni til hamingju.
íþróttakeuslau.
Yfirleitt hefir U. M. F. geðjast vel að
þeirri breyting að hafa námsskeið i Rvik
(og er nú umtal urn annað á Akureyri)
til að undirbúa starfsmenn fyrir félögin.
Margar raddir heyrast um, að eigi nægi
einn iþróttakennari fyrir hverja sýslu.
Helst þurfi hvert félag að hafa sinn eig-
inn leiðtoga, sem þá rnundi að sjálfsögðu
starfa kauplaust, nema ef félagið hefði
styrkt hann til náms. Umtai er að hafa
mætti stutt námsskeið fyrir Suðurland í
Rvik snemma í haust, svo að þátttakend-
ur gætu kent í átthögunum, aðallega, áð-
ur en fé verður tekið í hús næsta velur.
Þá hafa sveitamenn mestan tima til þeirra
hluta. Sunnlendingafjórðungur mundi
borga alla kenslu, og veita einhvern styrk.
En vafalaust yrðu félögin að styrkjahvert
sinn mann að nokkru.