Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.06.1914, Blaðsíða 11
SKINFAXI 81 Víkurskólinn. Um nokkur undanfarin ár hafa Skaft- fellingar haldið unglingaskóla í Vík. Þeir hafa verið heppnir með kennara, og gott orð farið af skólanum. Margir þar eystra gera sér jafnvel von um, að úr þeim vísi verði síðar myndarlegur alþýðuskóli, sem fullnœgi mentaþrá fólksins í þessum hér- uðum. Hvort sú von rætist er komið undir því, hve mikla framsýni og festu sýslubúar sýna, meðan skólinn er að kom- ast í fastar skorður. Nú á timum er víst óhugsandi að gera sæmilegan skóla, sem fullnægir sanngjörn- um kröfum manna, ef námstiminn er styttri en tveir vetur fullir, enda færist Víkur- skólinn nú í það horf. Þá gerast menn nú og óánægðir með skóla, sem eingöngu hafa bóklegt nám, helst misjafnlegan nyt- saman utanaðlærdóm, upp á að bjóða. Menn vilja fjölbreytt nám, bóklegt og verk- legt, sem sé sniðið eftir þörfum sveitalífs- ins, eins og það er nú, eða getur verið. Til að vinna við slikan skóla, svo að gagn sé að, þarf myndarlega og vel menta menn. En þeir fást ekki til lengdar, nema þeim séu veitt sómasamleg lífskjör. Slíkum mönnum standa opnar margar leiðir, þó kenslunni sleppi. Þessi atriði öll þarf m. a. að athuga, þegar verið er að koma upp skóla, sem á að vera meira en nafnið. Nú er skólinn í Vík. Það er kauptún, sem á fyrir sér að vaxa að mun, einkum þegar höfnin verður bætt, sem vonandi verður áður langt líður. Skólinn á ekk- ert hús enn, Iifir á moðum barnaskólans. Nemendur búa hér og þar í þorpinu, og hafa ekki mötuneyti eða félagsbú saman. Ef námstíminn er lengdur í tvo vet- ur heila, eins og þarf kenslunnar vegna, þá fer kostnaðurinn brátt að verða bænd- um tilfinnanlegur, og mun fara sívaxandi, eins og í öðrum bæjum. Gæti svo farið innan skamms að hálfu dýrara yröi fyrir kennara og nemendur að lifa í Vík, held- ur en ef skólinn væri á einhverjum bæ í sveitinni. En sá óþarfa kostnaður kæmi niður á vandamönnum nemendanna, og á kennurunum, sem þá yrðu að Iifa öreiga- lífi. Af því leiddi fyrst og fremst sífeld starfsmannaskifti, og að festu og áliuga vantaði i verkinu. Þá er Vik og þorp, þó lítið sé, og sem von er eigi laus við þá annmarka, sem fylgja þvílíkum stöðum. Ber nú þegar á, að ýmsir foreldrar austan Mýrdalssands senda eigi börn sín i skól- ann, af því þeim fellur eigi staðurinn. A£ fjárhagsástæðum, þó eigi sé fleira til tekið, er þvi beinlinis varhugavert að festa skól- ann í Vik. Fjölbreytni í kenslunni verður eigi kom- ið við sem skyldi í þorpa- eða borgarskól- um. Til að geta haft úti-íþróttir, þavf leik- velli; fyrir vinnukenslu þarf verkstæði, og fyrir garðyrkju þarf nokkurt landrými. Nú er land að jafnaði rándýrt í bæjum, eða þar sem búist er við að bæir muni myndast, og vantar skólana þá ætið hæfi- lega mikið land til nauðsynlegra afnota; þar verða allar hyggingar einnig stórum dýr- ari en í sveitum. Fyrir kennarana hefir bæjavistin þær alleiðingar, að þeim verð- ur lítið úr sumartímanum, geta ekki haft upp úr honum nema með ílækingi eða annarlegum störfum, og hljóta því að krefjast hærri launa. Þetta atriði í kenslu- málum okkar eiga menn heldur erfitt með að skilja: Að þá rnenn, sern eftirsókn- arvert er að hafa fyrir kennara er ekki hœgt að fá til lengdar upp á þœr spítur að gera þá heimilislausa lands- hornarnenn. Góðum kennara verður að bjóða þau kjör, að hann geti lifað sóma- samlegu lífi alt árið á þeim stað sem hann vinnur. Ef ókleyft þykir að borga vinnu kennarans þannig beinlínis, þá er það ráð að leggja til skólajörð, svo hann geti stundað búskap samhliða kenslunni. Þetta er það sem best á við hér. Víkurskólinn er nú svo heppinn að hafa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.