Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1914, Síða 1

Skinfaxi - 01.07.1914, Síða 1
7. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚLÍ 1914. V. ÁR Stjórnarbreytingin. Nú í sumar eiga þingskörungar okkar enn einu sinni að gera verk, sem þeim mun allgeðfelt, og sem þeir hafa tals- verða œfingu við. Þeir eiga að fást við yfirgripsmikla stjórnarskrárbreytingu og þeir eiga að dubba nýjan ráðherra. Landsstjórn En við ungmennafélagar ogr sambauds- höfum líka okkar þing og stjórn. okkar stjórn. Og eins og gömlu og reyndu mennirnir skiftum við um stjórn og lög, eins oft og við getum. Þingið okkar er nýbúið að ljúka störfum sínum, og kemur ekki saman aftur fyr en eftir þrjú ár. Alt gekk eins og von er til og vera ber í þessu landi. Gamla stjórnarskráin var tekin til umræðu og henni breytt. Gamla stjórnin fór frá, og önnur ný var valin. Og til að gera lík- inguna enn fullkomnari við stjórnarhætti þá, sem hér munu brátt komast á, þá höf- um við fjölgað „ráðherrum“, fengið þrjá í staðinn fyrir einn. En þá kemur ýmislegt, sem ólíkt var á okkar þingi og Alþingi. Hjá okkur var „stjórnarskráarbreytingin“ ekkert verulegt bitbein, ekki kosninga-agn, sem mátti nota eða íleygja eftir vild. Það var alvarleg tilraun til að bæta og fullkomna sambands- lögin, lil að létta fyrir útbreiðslu og sannar- legu gagni félagsskaparins Meira Og um gamla leiðtogann voru samlyndi nienn miklu meira samdóma, en gerist í hinu þinginu, þegar verið er að breyta um. Á okkar þingi voru allir þakk- látir fráfarandi sambandsstjóra fyrir það, hve vel og óeigingjarnt hann hafði unnið allan sinn valdatíma. Hann gat því mið- ur ekki verið í sambandsstjórn lengur. Hann er nú alfluttur úr höfuðstaðnum austur að Holti undir Eyjafjöllum. Þar byrja nú búskap i vor einhverir áhuga- sömustu og atorkumestu ungmennafélagar sem til eru, fyrv. sambandsstjóri, Guðbrand- ur Magnússon og sr. Jakob Ó. Lárusson. Fylgja þeim þangað óskir um heill og ham- ingju, flestra ef ekki allra, sem þá þekkja. I nýju stjórninni sitja reyndir og mætir menn, en þeir eiga erfitt og vandasamt starf fyrir höndum, það að blása anda lífsins í bein hinna nýju sambandslaga, gera að raunveruleika þá hugsjón, að ung- mennafélögin blómgist sem best, þar sem þau nú eru komin, og að þau útbreiðist, uns þau verða starfandi í hverri sveit, og hverju kauptúni landsins. Eríitt En það er ekki nóg, að þau út- verkefui. breiðist og og starfi. Þau verða, ef blessun á að þeim að verða, að starfa að því sem gott er og gagnlegt. Þau eiga að búa ungu kynslóðina undir að berjast með drengskap og atorku í þessu harða, en yndislega landi. Og þau eiga ekki að vera dans- eða drykkjufélög. Nú stendur svo á, að U. M. F. hafa náð verulegri útbreiðslu í sumum sýslum, eru þar í hverju bygðarlagi, hafa gert þar mikið til gagns og gleði, hafa mjög mörg þeirra bygt sér samkomuhús, komið upp gróðurreitum og sundstöðvum, látið halda

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.