Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.07.1914, Blaðsíða 8
92 SKINFAXI. lega í sömu aðstöðu og fjórðungarnir nú. Til að slík skifti geti farið fram, þarf 3/5 hluta félaga á skiftingarsvæðinu með breyt- ingunni. Svið tilvonandi héraðssambanda ákveðið í lögunum, j)ó þannig að takmarka- lög geta ráðið að hvoru af tveimur næstu samböndunum þau vilja halla sér. Er með því girt fyrir að umgjörð þessi þrengi bagalega að nýju samböndunum. Svæði þessi eru miðuð við það að félags- menn í héraðssambandinu geti náð saman kostnaðarlítið á einhvern einn samkomu- stað innan héraðs. Venjulega er hverju héraðssambandi aatlað að ná yfir eina sýslu eða sem því svarar. Þó eru sumstaðar tvær sýslur saman, þar sem svo eru stað- hættir að því verður við komið. Þessi breyting. sem nú er heimiluð með lögum þessum, heíir verið mikið þrætu- epli víða í félögunum. Breytingamenn- irnir hafa orðið hlutskarpari í þetta sinn og vona fastlega, að reynslan muni sýna að þeir hafi haft á réttu að standa, að undir þessum nýju lögum muni ung- mennafélagsskapurinn breiðast út um alt land, og verða öflug lyftistöng í viðreisn þjóðarinnar. En til þess að svo verði, mega félagarnir ekki láta smávægileg forms- atriði verða að sundrungar- og misklíðar- efni. Fáninn. Álitið loks komið, of seint fyrir þing- málafundi. Lítur út fyrir að þjóðinni sé ekki ætlað að ráða fram úr málinu. Nefnd- in leggur til að Iöggilda ekki bláhvíta fán- ann, heldur gera nýjan fána, líkan hin- um norska að Iitum og gerð. Ástæðnr til dauðadómsins eru að sögn tvær: 1. Konungur neitar bláhvíta fánanum staðfestingar. 2. Hann of líkur sænska fánanum. Þriðja ástæðan, þó hún sé ekki nefnd í álitinu er sú, að þeir íslendingar, sem elskir eru að litum Dana, og hafa veifað þeim í tíma og ótíma, vilja ef þeir hætta við danska fánann, hafa einhvern „bræð- ingsfána“, ekki hinn íslenska, bláhvíta. Nefndin virðist vona að úr „landsfána“ þeim, sem nú má fá viðurkendan, muni innan skamms spretta alviðurkendur sigl- ingafáni. Hún beiðist fylgis og aðstoðar á þeim grundvelli. Sú hagnaðarvon á að vera afsökun þess að bláhvita fánanum er fórnað. Enn er ýmislegt við málið að athuga. 1. Að alt skraf um of mikla líkingu við gríska fánann er rokið út í veður og vind. Gríski fáninn er mjög ólíkur fána okkar, og stjórn Grikkja tjáði nefndinni, að okkur væri guð vel komið að Iöghelga bláhvíta fánann sín vegna. 2. Um líking við sænska fánann var ekki talað fyr en gríska hættan var úr sögunni. Sú ástæða er gild fyrir litblinda menn, aðra ekki. Okkur er ekki vand- ara um en Rúmenum og Fröklmm. I ára- tugi hafa þeir notað fána með sömu gerð og litum, nema að gult er í öðrum sem hvítt er í hinum. Tilraunirnar um, hvort hr. P. H. gæti vilst á hvitu og gulu, voru gerðar i hálfmyrkri, í fjarðlægð óþarílega mikilli, og með lélegum sjónpípum. Og þó sá hr. P. H. stundum rétt! Því meir sem hugsað er um þetta atriði, því ljós- ara verður manni, að sænska grýlan er bláber yíirskinsástæða. 3. Neitun konungs að staðfesta þann fána, sem þjóðin vill, og ekki rekur sig á neinn annan fána, eins og nefndin hefir sannað, er versti þröskuldur á leið nefnd- arinnar. I þingfrjálsu landi er alt stjórn- arfarið bygt á því, að stjórnandinn hafi enga skoðun á landsmálum, en undirrita það sem þingið samþykkir. Nú Ieggja Is- lendingar, ráðherra og nefndin, málið í hönd konungs; og hann ræður málinu til lykta, alveg eins og hér væri einveldi, eins

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.