Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 5
SKINFAXI 103 velja, sem verulegt gagn er aS, og það er sparsemi. Landið okkar er ónotað, fólkið er vinnulaust. Það vantar auð, en auður fæst ekki nema hann sé sparaður saman, og séu peningarnir fengnir að láni, sem er fyrsta sporið til að gera okkur að undir- lægjum annara, fást þeir ekki fyrir minna en það, sem eigandinn gerir sér von um að hafa upp úr þeim með því að nota þá sjálfur. Orsökin til framfaraleysisins heima og kyrstöðunni í öllu er það, að við eyðum hverjum eyri, sem við eignumst. Þegar féð sparast, leitar það ut í fram- leiðslu og viðskifti, þar sem það gefur best- an arð, og framleiðsla og viðskiftamagn margfaldast. Verksmiðjur eru reistar, vatns- veitur gerðar, skipum fjölgað, lönd tekin til skógræktar o. s. frv., en eldri atvinnu- fyrirtæki eru aukin og bætt. Þessu sam- fara er aukin eftirspurn eftir vinnu, og kaupgjald hækkar. Renta af peningum Iækkar, af því mikið er til af þeim. Af líkum ástæðum lækkar verð á nauðsynja- vöru, svo fólk getur veitt sér meiri þæg- indi fyrir sama tilkostnað og áður, og sé það heil þjóð, en ekki aðeins nokkrir ein- stakir menn, sem hafa vit á því að spara dreifist auðurinn á margar hendnr, og mik- ilvægt skilyrði er fengið fyrir því, að sam- vinnufélagsskapur geti blómgast og trygt vinnandi mönnum mestan eða allan arðinn af vinnunni. Þjóð eða einstakir menn, sem spara íé, geta neytt þess sama íjár margsinnis. I landi þar sem arðinum af atvinnurekstrin- um er eytt, safnast ekki auður. Þar blómg- ast spjátrungsháttur þar verður framfara- Jeysi, siðferðisleg og andleg niðurlæging. Sultur er fyrir hvers manns dyrum, kaup- gjald er lágt en vinnnleysi er alment og öll hlið opin fyrir erlendu auðvaldi og áþján. Ekki er þó ráðlegt að spara alt. Ef fæði er ónógt tapast afl vinnufólksins. Ef húsrúm er lélegt er heilsunni teílt i •voða. En nokkrar af þeim vörutegundum, sem þjóðin kaupir, má fella algerlega burtu, og þar er tóbakið efst á blaði. Ef tóbaks- nautn væri hætt, sparaðist ekki aðeins tó- baksverðið, heldur líka það vinnutap, sem tóbakseitrið í likamanum veldur daglega, ásamt heilsuleysi og aldursstytting af þess völdum; og enginn veit hve mikils virði það er. Ef tóbakseyririnn væri sparaður, er ekki Iíklegt, að öllu því fé yrði dembt samstundis framleiðslufyrirtæki óskertu. Einhverju yrði ef til vill eins illa varið og áður. Fátæklingar og verkamenn mundu verja því til að bæta sultarkjör sín, en af- leiðing af bættum kjörum er meiri vinna. Sumu yrði varið til mentunar, en einnig það miðar ekki síst að því að auka vel- sæld, auð og krafta þjóðarinnar. Landið okkar er mikið, auðugt að góðri, auðræktaðri jörð, fossum, ám, höfnum, hinum ágætustu fiskimiðum og aðeins 2 daga sigling frá heimsmarkaðinum. Þó flykkist fólkið vestur í afkyma veraldar. Einasta skiljanleg orsök til þessa er fjár- leysið, og þar af leiðandi framkvæmda- og vinnuleysi á Islandi. Og fjárleysið kreppir hart að, af því að meiri auð þarf til að drotna yfir náttúru Islands, en náttúru nokkurs annars lands. En i hverjum landa, sem flytur vestur, missir þjóðin ekki að- eins það fé, sem kostað hefir að ala hann upp, heldur líka allan þann styrk og gagn, sem hann og hans niðjar kynnu að veita þjóðinni, ef þeir væru heima. Utlent auð- vald nær nú meira og meira tökum á at- vinnurekstri í landinu og stærri og stærri hlúti af framleiðslunni fellur því í skaut. Vitandi alt þetta brennir þjóðin roiljónum króna í tóbaki, veiklandi með því krafta sína andlega og líkamlega. Þetta mál kemur hverjum Islendingi við. En stendur það ekki sérstaklega nærri ungmennafélög- um, sem hafa boðið sig hátíðlega fram, sem sjálfboðaliða til að vinna að heill og sóma hianar íslensku þjóðar? Jón Dúason.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.