Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 12
110 SKINFAXI. og spila burtu aleigumri á einu andartaki í hendur hins fyrsta verulega, bófa sem verður á leið þeirra. Tólf þúsund krónur! Það er mikil upphœð — svo nrikil að engin sýsla á landinu mundi viija verja svo miklu fé til að útbreiða gagnlega þekkingu meðal tilvon- andi borgara sinna. En þeir sem Jjar halda fastast um skildinginn œttu að athuga, hvað það er mikil eyðsla á mannsafli og hamingju að kasta mönnum út í hringiðu mannfélagsins, alófærum og óundirbúnum til að rata innan um boðana og blindsker- in, inn í trygga höfn. Garðsstyrkurinn. Mörgum Islendingi væri gleði að, ef saít reyndist, að Danir hættu að veita ís- lenskum námsmönnuin Garðstyrk. Ekki ber að neita því, að fyr á tímum var styrkur þessi okkur neyðarúrræði. Hann tengdi okkur lítillega við menningu álfunn- ar. Vegna hans hefir margur Islend- ingur mentast meir og betur en ella myndi. En margt ilt hefir af honum leitt. Hann er og var veittur skilyrðislaust, og hefir dregið til Hafnar ýmsa menn, sem engin Jjjóðar- frægð var að hafa fyrir utan landstein- ana. Skugga þeirra lánleysingja hefir borið, bæði á hina nýtu Hafnarmenn og þjóðina i heild sinni. Næstum verra er þó hitt, að heimagorgeir Dana, fyrirlitning þeirra og skilningsleysi á íslensku lífi, hefir haft sýnilega óheppileg áhrif á flesta Is- lendinga er nám hafa stundað í Höfn. Fáum mönnum er sama um, hvort þeir lifa árum saman innan um menn, sem sí- felt sýna ótal merki um óvild og kulda, eða velvild og traust. Hér á landi er hug- arfar Dana auðsýnilegt á þeirri fyrirlitn- ingu, sem þeir sýna móðurmáli okkar. Þeir einir allra útlendinga bera varla við að nema íslensku, þótt þeir séu hér lang- dvölum. En íslendingar hafa svarað með því að dýika dönskuna, svo sem væri hún drotning allra tungumála. Danskir stúdentar munu heimta Garðs- dvöl Islendinga afnumda, en lævísir dansk- ir stjórnmálamenn, munu halda í þessi „sérréttindi“ af óvild til okkar. Þeir vita að háskólinn danski leggur okkur í danska menningarfjötra, og að eigi brestur sam- band landanna, meðan þær taugar hald- ast. Nú höfum við okkar eigin háskóla og það er golt. En við þurfum meira við. Efnileguslu menuirnir sem útskrifast úr háskólanum þurfa að fd ríflegan út~ fararstyrk að loknu námi í Rvík. Og fáum þeirra myndi bykja álitlegust veran i Höfn. Að minsta kosli álíta ekki aðrar þjóðir Hafnarháskóla neina yfirmenta- stofnun veraldarinnar. Ef Islendingum er alvara með sjálfstæðismálin, eins og þau eru rædd í blöðunum og þinginu, þá er mesta nauðsyn til að leysa embættismenn okkar og vísindamenn úr andlega klafan- um danska. iökulbrautin. Ég mun, það var sumar i sveitinni þá um sólleysi’ i dölunum þurfti’ ekki’ að kvarta. Á jöklunum þokan i lœðingi lá, sem löngunin sterka er bjó mér i hjarta — sú löngun er vakti þá hugsun mér lijá, að hefja nú för upp á jökulinn bjarta, Ég vissi’ að um jökulinn leiðin mín lá, sú leið var nú reyndar i þokunni falin. Og löngunin hvíslaði í liuga ntér þá að hugleysi og deyfð vairi kyrsetan talin: „En þokunni léttir, og það skaltu sjá, að þá verður gaman að sjá yfir dalinn.u Og vonirnar sögðu mér barnslega blitt, að best vœri þegar til ferðar að snúa: „í jöklinum dalverpi finnurðu fritt þar festir ei snjó, þar er gaman að búa, þvi engið er grösugt og glitblómum prýtt og gull er i holtunum, þvi máttu trúa.u

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.