Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 3
SKtNFAXl 101 verða óvenjulega erfiður öllum kaupstab- arbúum. Þetta er sagt sem beniling til ungra manna og kvenna í sveit, sem kynnu að fiyggja á að leita sér veturvistar við nám eða vinnu í einhverju kauptúninu. Þeim rnundi sennilega betra, ef ekki ligg- ur ])ví meira við, að fresta heimanförinni um eitt ár. Eftir skúr kemur skin. „Sá er vinur, sem í raun reynlst“. Lengi hefir verið við brugðið drengskap og ósérpl&gni kaupmannastéttarinnar hér á landi, og hefir nú raun borið vitni um. Þegar stríðið hófst, og hræðsla um bjarg- arskort gagntók hugi manna svo að eftir- spurnin varð mun meiri en framboðið, voru flestir kaupmenn óseinir að hækka verðið og það eigi lílið. Tveir kaupmenn í einu þorpi norðanlands hækkuðu kolin um 100°/0, og flesta nauðsynjavöru eftir þvi. Einn þessara dánumanna tjáði sig þurfa að græða 500 krónur á dag! Enga sanna, drengilega ástæðu var hægt að gefa fyrir þessari verðhækkun. Allur varningur sem til var í búðum hér í byrjun ágústmán. var keyptur erlendis áður en nokkur verð- hækkun var vegna styrjaldarinnar. 011 verðhækkun á þeirri vöru sem til var þá, var röng, var að nota sér neyð manna. Sú stétt, sem þannig fer að, virðir að engu dóm almenningsálitsins, né óskrifuð lög vel siðaðra manna. Þeir beygja sig ekki nema fyrir valdi. Yfir slíkum mönn- um, sem reyna að fremja nauðungarsölu, þyrfti að vofa ógnun um eignarnám: Að sú vara sem reynt væri að selja með okurkjörum, væri tekin af umboðsmönnum stjórnarinnar og seld fyrir sannvirði. Nöfn þessara okurkarla hafa ekki verið birt hér (eins og gert er í sumum öðrum löndum). En í hverju héraði þekkjast þeir. Og ef menn hugsa dálílið um mál- ið gæti svo farið að þeim fjölgaði, sem ekki vildu nota kaupmenn fyrir milliliði framar, heldur hallast að kaupfélögunum, og koma þeim í heppilegt horf. Fánamálið í þinginu. Nú er þingi slitið. Og á þeirri löngu þyrnibraut, sem fáninn hefir farið, var þessi þingtími einhver erfiðasti hlutinn. Nú eru fánaféndur samt kampakátir, því þeir þykjast vita með vissu, að þeir hafi gengið af bláfánanum dauðum. Niðurstaðan varð sú, að þingið mælti með tveim gerðum: Bláfánanum og hin- um þrílita fána nefndarinnar, og á kon- ungur að skera úr hvor gerðin verður notuð. Stjórnmálamenn Islendinga hafa hnigið að sið feðra okkar á 13. öld að færa æðsta úrskurðarvaldið um málefni landsins í hendur konungs. Hvert þing I leggur nú eitt mál að hásætisskörinni og biður um „góð ráð“. Þessum mönnum virðist ekki sjálfrátt með óhöppin. Hvorki ófarir Sturlunganna, fyrir samskonar er- lent daður, né sú alráðandi stefna nútim- ans að gera konungsvaldið að skugga ein- um, getur leitt forsjármenn Islendinga á réttan veg. Ef nokkuð átti að gera í þessu máli á þinginu, var auðvitað sjálf- sagt að löggilda einhverja eina gerð, og og láta samþykkja hana eða fella. Þing ið er að gera sig að „ráðgefandi sam- komu“. Hinir gömlu danafánavinir hrósa nú happi, telja bláfánanum dauðann vísan hjá konungi. En í danadaðri sínu sást þess- um mönnum illa yfir, að þriliti fáninn minnir mjög, á fána Norðmanna, en það er Dönum harla illa við. Þykir því vafa- samt, hvort konungur líti nú með mikilli blíðu á alla undirgefnina í þeim mönnum, sem sýndu á sér sannar heimildir er þeir veifuðu þjóðlitum Dana, þótt íslendingar væru þeir kallaðir. Hitt er annað mál, að úrþvísem kom- ið er munu fánavinir hætta deilum um málið. Það er útkljáð um sinn. Líklega vex hér upp kynslóð, sem ann og virðir þann fána, sem dansklundaðir íslendingar og danskur konungur skapar handa Is- lendingum. En sú kynslóð má ekki vera

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.