Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1914, Síða 8

Skinfaxi - 01.08.1914, Síða 8
100 SKINFAXI 1 fengið þannig drjúgan skilding í húsbygg- ingarsjóð og til annara þarfa. En þó að hlutaveltur séu ágætt fjársöfnunarmeðaþ þá eru þær óyndisúrræði. Þær eru skatt- ur, sem kemur þyngst niður á hinum fá- tækustu. Þær venja reynslulausa menn og fáráðlinga á að treysta á tilviljun og hend- ingu. Þær eru bygðar á því að taka úr vösum náungans meira en þeir fá í stað- inn, því að svo verður ætíð þegar á heild- ina er litið. Þá hata enn nokkur ungmennafélög fundið ólíkt heppilegri gróðaveg: Að lieyja í félagi einn dag á sumrinu. Engi er fengið á einhverjum heppilegum stað i sveitinni. Þangað fara félagsmenn, karlar og konur, einn sunnudag, slá þar og raka daglangt, og fá síðan einhvern bónda þar i nágrenninu til að þurka heyið, binda það og þekja, fyrir einhvern ákveð- inn hluta þess, þriðjung eða fjórða hluta. Síðan er heyið sell um veturinn eða vorið. Ekki ósjaldan hefir það orðið til bjargar í heyþröng. Þessi fjársöfnun hefir þann kost, að eins og hlutaveltan, er hún gerð í góðu skyni. En hún er bygð á heilbrigðri framleiðslu, en engum spilabrelium. Félagsmennirnir leggja á sig dagsvinnu og gera með því náttúru gæði að verðmætum varningi. Þegar heyið er selt, þá er hvorugur gintur, kaupandi né seljandi. Móti þessari vinnu er það haft, að hún sé helgidagsbrot, því að yngra fólk á ekki öðrum tíma yfir að ráða til þeirra hluta en hvíldardeginum. Og eftir bókstafnum er þetta rétt. En hér þarf á fleira að líta. Sunnudagurinn er mjög óvíða notaður sem hreinn og beinn hvíldardagur, sem hann þó á að vera. Bændur hirða um hey sín, og þykjast ekki að verri menn. Þeir fara kaupstaðarferðir um helgar, og það er líka vinna. Menn flakka sumstaðar á sunnu- dagana milli góðbúanna, drekka kaffi og vín. Fyrir einum mannsaldri var alsiða víða á landinu að karlmenn riðu um helg- SKINFAXI — raánaðariit U. M. F. L — kemur út f Reykjavík og koatar ‘i lir. árgangurinn, erlendis 3 ltr. KiTSTJÓRI: Jónns Jónsson frá Hriflu. Skðlavörðustig 35. blmi 418. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Magnússon Skðlavörðustig 6 B. Kitnelnd: Agúst Jósefsson, Guðbrondur Magnússon, Tr. Þórhallsson. I 4 ar í stórhópum um héruðin, blindfullir, með áflog og illindi eins og fylgir slíkum lifnaði. Nú eru sunnudagarnir í sumum sveitum allra erfiðustu dagarnir fyrir kven- fólkið, vegna óþarfra og óviðeigandi veit- inga til allra sem koma. Þannig er óneit- anlega komin hefð á alment að nota sunnu- daga til margskonar vinnu, stundum til lítils sóma eða gagns. Á þá helgi sunnu- dagsins að hindra hraust og heilbrigt ungt fólk frá að verja nokkrum hluta eins ein- asta livíldardags á árinu til menningar- þarfa í héraðinu? Einn einasti heystakk- ur getur í öðru eins vori og því, sem nú er liðið, forðað mörgum skepnum frá hung- urdauða. Og finst mönnum það beinlínis óguðlegt? Tökum heldur undir með einum ágætis presti, sem fremur fylgdi anda lögmálsins en orðum þess. Einn sunnudag um hey- skapartímann var góður þerrir, en áður gengið óþurkar. Einir fjórir menn konm til kirkju. Prestur bað þá bera þeim kveðju sína, sem heima sætu, og það með, að sam- kvæmt skoðun sinni gerðu þeir kristilegra verk þann dag, með því að bjarga heyjum sínum, heldur en með kirkjugöngu.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.