Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 11
SKINFAXI 109 eigi nema undirskriftir. Falast Jóhann nú eftir undirskrift hónda, en hann var eigi orðinn svo vitlaus, sem hinn hugði; reið- ist hann mjög, og rekur mág sinn burtu með harðyrðum. Jóhann heldur nú áfram för sinni og kemur að bæ þeim, er að Vatni heitir. Þar býr bóndi, Þórgrímur að nafni, heldur við aldur og fremur vel efnaður. Bróð- ur á hann annan, sem Björn heitir; býr hann þar allskamt frá. Jóhann kemur til Þor- gríms og situr yfir honum lengi dags með víngjöfum og fagurgala. Telur sig þurfa nokkur þúsund krónur í fáeina mánuði til vélbátaútgerðar, þar sem von sé afarmik- ils gróða. Býður hann bónda hlutdeild í ágóðanum ef hann geri sér þann lítilfjör- lega greiða að skrifa nafn sitt á pappírs- blaðið. Var nú bæði að bónda þóttu góð blíðmæli Jóhanns og gróðavonin, og hitt að vínið sveif á hann, enda ritar hann nú undir skjalið. Jóhann heldur nú áfram sínum fortölum, og bendir Þorgrími á, að óbróðurlegt sé af honum að leyna Björn þessa félagsskapar, því að sennilega mundi honum greiði ger með að veita honum hlutdeild í gróðanum. Þetta þykir Þor- grími þjóðráð. Ríða þeir til Björns, fylla hann og fá undirskrift hans. Gætinn mað- ur, aðkominn var þar staddur, og skyldi hann vera vitundarvotlur. Hann grunaði hvers efnis skjalið var og vildi lesa það. Eigi vildi Jóhann það, og kvað hann það engu skifta. En Björn lýsti þá yfir hátíð- lega, að það væri fús og fullur vilji sinn að undirskrifa skjalið, og að hann vissi vel hvað hann gerði. Þegar gengið hafði verið löglega frá und- irskriftunum fer Jóhann að gerast ókyr og heimfús. Skilur hann nú í styttingi við þá bræður og heldur til félaga sinna í borginni. Óliklegt þykir að Jóhann reyni að selja ábyrgðarskjalið í bönkum, því að þar er hann illa þokkaður; en búist er við að hann muni Iáta einhvern félaga sinn úr borginni ganga að bræðrunum nú í haust og gera þá öreiga. Kunnugir menn halda að þeir muni eiga um 12,000 kr. í; löndum og lausafé. Og það fer í sömu botnlausu svikahítina og allir þeir tugir þúsunda, sem Jóhann hefir sölsað undir sig, og eytt í óhófi og viðbjóðslegum nautn- um. Einum eða tveimur dögum síðar rann af bræðrunum sú blekkingarvíma, sem fagurgali Jóhanns hafði felt þá í. Héldu þeir þá á fund sýslumanns og annara lög- fi'óðra manna og báðu þá ásjár. En það var um seinan. Enginn gat hjálpað þeim. Þeir voru veiddir í gildru. Undirskrift þeirra var lögleg. Samningur þeirra við Jóhann varð eigi að lögum greindur frá heiðarleg- um og drengilegum viðskiftum algáðra manna. Ymislegt má læra af þessum atburði.. Hann sýnir, hvernig glæframaðurinn notar vínið með vísindalegri nákvæmni til að deyfa, þá, sem hann ætlar að féfletta. Vínausturinn er, frá hans hendi, eins og sprengikúluhríð árásarhers á umsetinn kastala, áður en sjálft áhlaupið byrjar. Og frá sjónarmiði bannvina er engin veru- leg ógæfa í því, þó fjársvikarar verði um næsta nýár sviftir þessu gamla meðali, vín- inu, sem verið hefir þarfasti þjónninn við að þrýsta drykkhneigðum mönnum niður í eymd og volæði. Og hann sýnir, hvih'k skammsýni er að spara eyrinn í uppeldinu lil að tapa síðan þúsundunum. Bræðurn- ir féllu í gildruna, mistu allan fjárhagsleg- an ávöxt æfi sinnar, af því þeir höfðu ó- nóga menningu. Þeir eru sagðir góðir menn og gegnir að náttúrufari, en þeir hafa alist upp innan um menn, sem höfðu gaman af að verða einstökusinnum viti sínu fjær af víni og orðið þeim líkir með blindri eftirlíkingu. Hinsvegar hafa þeir ekki átt kost á sæmilegri bóklegri fræðslu um félags- og viðskiftamál. Þeir mæta vélabrögðum nýja tímans bráðvita-þekking- ingarlausir um fjármálaástand nútímans

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.