Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 7
SKINFAXI 105 Nú er mikið talað um að nema óbygt land og rækta og er það ekki að ástæðu- lausu. Velmegun jijóðarinnar er undir ræktun landsins komin að miklu leyti og þörfin fyrir einstaklinga er mikil — að hafa land og láta það veila sér lífsnauð- synjarnar. Eg ætla einungis að tala um mitt hérað, Skagaströndina, þar sem eg þekki vel til. Nú um nokkur ár hafa menn á hverju vori verið i mestu vand- ræðum með að fá jarðnæði og þó um eitt- hvert kot hafi verið að ræða, hefir eftir- gjaldið verið hækkað svo gífurlega, að engri ált nær. Þetta vor voru sumir bændur húsnæðislausir með mikla fjölskyldu fram á fardaga; urðu þá ýmist að sæta neyð- arkjörum eða fara í kaupstað. Skaga- strandarkaupstaður (Hólanes og Höfða- kaupstaður) er lítið sjávarþorp og að ýmsu erfitt að lifa þar fjölskyldulífi; heyskap verður þar að kaupa dýru verði í forar- ílóum graslitlum, hagagöngu fyrir skepn- ur, mótak, lóðargjald o. s. frv. Skepnu- rækt er þar eðlilega lítil og líklega íbúun- um aðeins til byröi, en það sem verst er, er að fiskur er mikið að leggjast þar frá og verður þá lítið um bjargræðisvegi. Þrátt fyrir þetta eru margir, einkum í vor, að byggja hús, án þess að hafa nokk- urt land til ræktunar nema ef til vill und- ir lítinn matjurtagarð. Aftur á móti hátt- ar viða svo til að hægt er að fá mikið og gott graslendi með bestu kjörum til eignar við litlu verði (eða lifstíðarábúð með litlu eftirgjaldi) bæði á ströndinni sjálfri og einkum í fjalllendinu, sem er stutt frá. Þarna eru gömul sel eða eyðijarðir á fall- egum stöðum með gömlum túnum, nóg- um engjum og ágætri hagbeit. Væri nú ekki ráðlegt að menn, einkum ungu menn- irnir, legðu fram tíma sinn og krafta til að fá sér þannig land og gera það að góðri ábúðarjörð, eiga hana sjálfir og vera þar frjálsir og sjálfstæðir bændur? Snjórinn á vetrum er engin frágangssök, þar sem hægt er að heyja nóg á sumrin og í þessu fjalllendi sem hér er rætt um. Skagastrandarfjöllum, er þar að auki víð- ast hægt að ná til beitar. I kaupstað er hægt að fara með lest á tveim tímum og þar í kring. Þetta virðast mér glæsilegir kostir, sem framtakssamir og viljagóðir menn eiga völ á, en hitt finst mér ófært að lifa á húskofa í kaupstað eða vera á sífeldum hrakningi með bú sitt og fjöl- skyldu. Valdimar Benediktsson frá Syðri-Ey. Ungmennafélagsmál. IV. Öll þau félög, sem einhverju hafa vilj- að til vegar koma: húsbyggingu, trjárækt, íþróttaæfingum o. s. frv., hafa rekið sig á fjárskortinn. Ársgjöld félagsmanna hafa sagt litið í allar þaríirnar. Mjög ott hefir fjárskorturinn orðið þess valdandi, að góð en afskekt félög hafa látið undir höfuð leggjast að ganga í sambandið. Þau hafa óttast kostnaðinn. Góðkunningi minn á Vestfjörðum sagði við mig í vor: „Við erum 18 í félaginu, og árstekjurnar 18 kr. Þyngra gjald má ekki leggja á fólkið. Ef við göngum í sambandið, borgum hæfilega i fjórðungssjóð og sendum mann til ísa- fjarðar á fjórðungsþing, þá er sjóðurinn eyddur og við líklega komin í skuld". Svo er nú það. Fjárleysið stendur slikum félög- um algerlega fyrir þrifum; þau geta ekk- ert verulegt aðhafst, nema að reyna að lifa. Annarsstaðar hafa verið reyndar aðrar fjársöfnunarleiðir. Hærra árgjald, en það er óvinsælt, og vinst aldrei mikið á þann veg. Hlutaveltur hafa gefist betur fjárhags- lega. Félögin i Rvik hafa á ári hverju

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.