Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 4
102 SKINFAXI of kunnug sögu fánans árin 1913 og 1914. Araeríkuskip. I fyrsta sinni siðan Islendingar fundu Ameríku fyrir 9 öldum sendu þeir nú skip þangað, svo sem flestum mun kunnugt, til að sækja kornvörufarm handa lands- mönnum. Menn vona að þetta verði eng- um sérlegum vandkvæðum bundið. A þessari leið er varla að óttast nein ráns- skip, og þar að auki eru öll Norðurlönd hlutlaus. Hins vegar er ástæða til að vona, að þetta verði upphaf góðrar og heillavænlegrar stefnu í verslun þjóðar- innar. Hingað til höfum við fengið mestalla matvöru frá Rússlandi og Ameríku, en eftir ótal krókaleiðum gegnum danska milliliði, sem drjúgum hafa dregið í sinn sjóð. Nú getur þetta breyst. Nú getum við höggvið sundur þenna tjóðurhnút, sem bundið hefir okkur við Dani — ef við viljum, ef við höfum vit og manndáð til. Vill æska Islands vinna það sér til frægðar að hrinda þessu í framkvæmd? Kosnlngarrétturinn. Einhver hinn merkasti maður í þinginu (G. H.) hefir í þinglokin lýst yfir nokkrum kvíða um hinn aukna kosningarrétt, sem þjóðin fær með stjórnarskránni. Hann, og margir fleiri, efast um að hinir nýju kjósendur, karlmenn í vist, og kven- fólk, sé fært um að taka þátt í þjóðmál- unum. Hér skal ekki farið út í almapn- an samanburð á viti karla og kvenna, eða á viti karlmanna sem eru í vist, og þeirra sem lausamenn eru eða bændur, en að eins bent á einn meingalla sem er á allri þessari frelsisgjöf: að gefa mönnum vald í hendur, án þess að gera hið minsta til að húa hina nýju valdhafa undir að neyta þess skynsamlega. Á undan lýðstjórn nútímans var einveldi. Lands- stjórnin stýrði og bar vit fyrir þjóðinni. Þá þurfti þjóðin ekki annað að gera en hlýda og vinna. Nú er alt orðið breytt. Nú á þjóðin að ráða landsstjórninni. Þetta vald hata karlmenn smátt og smátt verið að fá í liðuga öld. En það hefir alveg gleymst að ábyrgð fylgdi valdinu. Ekkert hefir verið gert til að gera menn hæfa til að vera borgara. Uppeldi manna er i þeim efnum háttað eins nú, og meðan einveldið var. Þetta er aðalatriði málsins. Kosn- ingarréttur karla og kvenna, bænda, em- bættismanna og vinnumanna verður skrípa- leikur og hættuspil, uns menn sannfærast um að til að stjórna landi svo í lagi fari, þarf mikinn og góðan sérundir- búning. Um þetta mál hefir verið ritað nýlega i Tímariti kaupfélaganna. Enn- fremur verður það gert að umtalsefni í þessu blaði, áður langt um liður. Þjóðarauður og fóbaksbindindi. Tóbaksnautn er eitt af þeim málum, sem Skinfaxi hefir flutt hugvekjur um við og við. Auk þess, sem tóbaksnautn er heilsuspillandi, óþrifaleg, og upphaf annara lasta, kostar það þjóðina meira en x/z milj. króna árlega að halda henni við, og þessi upphæð er mestmegnis greidd af því fé, sem fátækir alþýðumenn vinna sér inn með súrum sveita. Þessi fjárdyngja er stórfengileg, þegar hún er borin saman við aleigu þjóðarinnar, sem er einar 60 miljónir; og ennþá stórfengilegri, ef hún er borin saman við árstekjur þjóðarinnar. Væri þessari ca. x/2 milj. bælt við þá upp- hæð, sem árlega er lögð fyrir til nýrrar framleiðslu og arðbærra fyrirtækja í íand- inu, mundi þjóðarauðurinn geta tvöfaldast á örstuttum tíma, en afleiðingin af bættum efnahag mundu verða hraðfara framfarir á öllum öðrum sviðum. Þing og stjórn brjóta heilann um það, hvernig auka megi atvinnuvegi og framleiðslu, svo þjóðin verði rík. Það er aðeins um eitt ráð að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.