Skinfaxi - 01.08.1914, Blaðsíða 14
112
SKINFAXI
stjórnar — en eftir þann bita: svarið aftur,
fer Satan i hana) að smeygja inn breytingu
sinni frá svo að segja einhuga vilja þjóð-
arinnar, og svo eru þeirn valin þung ámæl-
isorð fyrir smámunasemi og sundrungar-
anda. sem ekki vilja fylgja henni, heldur
halda fram Iang-almennasta viljanum. Og
það, sem undarlegast er, er að það er (af
ísafold að dœma) eins og nefndin hugsi
að þetta sjái ekki allir, eða hœgt sé að
villa sýn með leturbreytingu. — Ritgerð
Guðm. Björnssonar hefir sjálf kveðið upp
yfir sér dóminn. „Orð — (um öll ríki
veraldar og þeirra dýrð —) orð innantóm“
(bls. 37). Það er eins og öll sú demba
eigi að gera menn ærða og dauð-fegna að
segja „já og amen“ að lokum, til þess að
komast undan henni. — Eða samkvæmn-
in! t. d. gripið: Fánaritið kennir að fáni
sé ekki bundinn við þjóðliti þjóðar, en Isaf. |
flytur (líklega aðsent, en athugasemdalaust) |
að eigi sé að tala um þjóðliti fyrri en
ákveðnir séu litir fánans — Danski fáninn
talinn (að verðleikum) fegurstur allra fána
— hvers vegna? Væri það aðeins vegna
litanna: rautt og hvítt, þá mætti telja fána
Norðmanna jafnhliða — nei, honum er til
vansa einmitt það, sem verið er að koma
inn í okkar fána; Báða vantar einfald-
leikann í fögru fyrirkomulagi, sem mest
prýðir danska fánann, og prýða má okk-
ar bláa fána með hvítum hreinum krossi.“
FéiagsmáL
Þjóðfélagsfrœðin, sem verða á verð-
launarit Skinfaxa, getur að líkindum ekki
komið til kaupenda fyr en seint í haust
eða snemma i vetur, Höfundurinn getur
ekki til fullnustu lokið við handritið fyr
en konungur hefir samþykt stjóruarskrána,
eða neitað henni, og það mun ekki verða
fyr en einhverntima i næsta mánuði. Þá
tekur prentun og útsending talsverðan tíma.
En sambandsstjórnin mun leggja alla á-
herslu á, að koma út þessari þörfu og
góðu bók.
Færa samau kvíarnar.
Okkur ungm.féi. mun fara sem tleirum,
að fyrir dýrtíð og vandræði þau, er af
styrjöldinni leiða hér á landi, verður ýmis-
legt ógert á þessu ári, sem áformað var
að koma í framkvæmd. Ymsir gætnir
menn hafa þegar látið í Ijósi, að best
mundi að gera lítið að íþróttanámsskeið-
um og fyrirlestrum í vetur, ef harðæri
yrði. Fénu sem til þess væri varið, yrði
kastað á glæ að mestu, þar sem þjóðin
hefði i fullu tré með að draga fram lífið.
Við gerum vafalaust rétt í því, að líkjast
stráunum, sem bogna meðan stormurinn
geysar — en brotna ekki, og rétta sig
upp aftur, þegar lygnir.
Seinkun
getur orðið á útkomu næsta blaði Skin-
faxa vegna óþæginda á samgöngum við
útlönd með pappírs aðdrætti og myndir.
En það verður áreiðanlega að fullu bætt
fyrir áramót,
Utanáskrift
til sambandsstjóra er: Guðmundur Da-
víðsson, Frakkastíg 12, Rvík. Til hans
má senda öll skeyti og skilríki til sam-
bandsstjórnarinnar.
U. M. F. „Örn“
á Bildudal hefir gengið í sambandið.
Félagar eru 38. Formaður er Svafa Þor-
Ieifsdóttir kennari.
Námsskeið Sunul.l!j
Þrátt fyrir alt eru komnar býsna marg-
ar umsóknir um íþróttanámsskeiðið í haust.
Stjórn Sunnl.fj. undirbýr það sem best
hún má.
Bréfakvöld.
U. M. F. „Reykdæla“ i Borgarfirði hefir
ákveðið að hafa bréfakvöld 15. nóv. n. k.
Óskað eftir bréfum frá U. M. F. og ein-
stökum mönnum sem víðast að.