Skinfaxi - 01.07.1915, Blaðsíða 4
84
SKINFAXI
mátti endurgjalda það á þann hátt, að hann
mátti veita eina ósk. Kona ein óskaði
þess, að barnið, sem hún gengi með, hefði
æfinlega yndi af allri áreynslu. Þá er
Gabríel höfuðengill heyrir þetta, segir hann,
að barnið verði óviðráðanlegt, ósigrandi.
Jarðlífið verði þvi hvorki meira né minna
en að himnaríki. Við verðum víst marg-
ir samdóma um, að mikiH sannleikur sé í
orðum engilsins. Þótt við kunnum að ef-
ast um, að það auðnist nokkru sinni að
breyta jarðríki í himnaríki, verðum við að
fallast á það, að vér fengjum vart kosið
giftuvænlegri breytingu á mönnunum en
þá, að þeim þætti alment gaman að á-
reynslunni. En áreynslan verður nautn
þeim einum, er gæddir eru miklum vilja-
krafti. En það nægir ekki að dáðst að
fegurð hugmynda og kenninga, njóta þeirra
sem mynda á veggjum, heldur eiga þær
að vera oss sem uppdrættir, er smiðir
smíða eftir. Vér verðum að sníða líf vort
eftir þeim. En vér menskir menn þekkj-
um enga engla, er veitt geti oss þessar
óskir. Sjálfir verðum vér að skapa í oss-
það orkufjör, er yndi hefir af áreynslunni.
Og ráðið til þess er það, að temja æsku-
lýð vorum þá vinnu, er við þarf harðfengi
og áreynslu. Mannleg tregða veldur því,
að það verður að knýja mikinn fjölda
manna til slíkrar vinnu. Þetta ætla eg
þegnskyldunni að gera með oss Islending-
um - - hugkvæmist ekki betra ráð til þess.
Annað aðalmark þegnskyld-
Hlýðni UI1nar verður að kenna oss ís-
— ag1!.
lendingum hlýðni, aga. Marga
mun bresta skilning á því efni, telja ekki
nauðsyn á slíku. En því mun svo háttað'
um marga, að þeir verða fyrst að temja
sér hlýðni við skipanir annara, svo að þeir
öðlist þrek til að hlýðnast skipunum skyn-
semi sinnar. Menn ættu að lesa fróðlega
grein í „Eimreiðinni“ 1914 um HelenuKeller
eftir Björgu Blöndal. Kennari hennar,
miss Sullivan, varð að kenna henni að
gegna sér, áður en hún fengi nokkru til
leiðar komið við hana, nokkuð yrði ágengt
við námið. Að sönnu er Helenu Keller
ENSKUBÁLKHR.
The Destructlon of Scnnacherib.
By Lorcl Byron.
For the Angel of death spread his wings
on the blast
And breathed in the face of the foe as
he pass’d;
And the eyes of the sleepers waxed
deadly and chill
And their hearts but once heav’d and for
ever grew still.
And there lay the steed with his nostrils
all wide
But through it there roll’d not the breath
of his pride.
And the foam of his gasping lay white
on the turf,
And cold as the spray of the rock beating
surf.
Fall Senakeribs.
Matth. Joch. þýddi.
Þvi að fárengill guðs kom þá níðdymmu'
nótt
og blés ná-þyt í andlit á sofandi drótt;
á hvert andlit féll hræleiftur helkalt og
stirt
og hvert hjarta tók viðbragð og stóð
síðan kyrt.
Og með háflentar nasir lá hetstirður jór
út af hræköldum vitum rann náfroðu sjór
líkt og hruninnar brimöldu hrámjöll í vör;.
nú er hreystin á brott og hið stormóða
fjör
Framhald.
To be continued.