Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1915, Page 7

Skinfaxi - 01.07.1915, Page 7
SKINFAXI 87 hygg að allir athugulir menn hafi hlotið að veita því eftirtekt. Veikleiki viljanna er ein orsök þess, að svo margir góðir kraftar fara hér í súginn. Mesta velferðarmál vort er því liklega það að styrkja viljana. Nokkur rök hafa verið leidd að þvi hér á undan, að þegnskylduvinnunni muni takast það. Bent hefir og verið á, að sá heimspekingur vorra tíma, er einna best hefir kannað mannlega sál, ætli, að þesskonar útboð sem þegn- skyldutillagan fer fram á efli í oss harð- fengi og hugrekki, með öðrum orðum stæli viljakraftinn. Það ætti því að vera meira en draumórar og barnaskapur að vona, að færri íslenskir hæfdeikar og ís- lenskir hæfileikamenn fari forgörðum, er þegnskylduvinnan er komin á, heldur en títt var meðal feðra vorra og samtíðarmanna. Sigurður Guðmundsson. Hvað hafast ungm.félögin að? ii. Þótt skiftar kunni að vera skoðanir manna um það, hve mikils virði starf það er, sem ungmennafélögin inna af hendi, þá álít eg að þessi útdráttur nægi til þess, að færa mönnum heim sannin um, að hér eru int störf af hendi, sem óunnin mundu vera, ef ungmennafélögin hefðu ekki tekið þau á sinar herðar. Það er því sýnt, að ungmennafélögin vinna tyrir hugsjón sína, sem eg hefi heyrt svo marga efast um að þau gerðu. En getum vér ungmenna- félagar gert oss ánægða með það sem gert er? Gerum vér skyldu vora? Mér dettur ekki í hug að neita því, að vér gætum komiö miklu meira til leiðar, ef áhuginn væri óbilandi, viljinn eindreg- inn og enginn skærist úr leik. Stefnu- skráin markar brautina svo skýrt og ljóst að engum er ofvaxið að sjá hvert stefnir. Steinarnir í götunni eru svo margir, að allir geta fengið nóg að tína á burt, enda sumir steinarnir svo stórir og rótgrónir, að margar samtaka hendur þarf til að ryðja þeim úr vegi. En berlegast verður sam- takanna þörf, er kemur til að fylla í hob urnar og byggja upp. Að því ldýtur starf- semi ungmennafélaganna því að miða. Á þeim svæðum verður ávaxtanna leitað. Ekki alls fyrir Iöngu flutti einn af yngri kennurum höfuðstaðarins erindi á ung- mennafélagsskemtun þar. Ræðumaðurinn er ekki ungmennafélagi, en fór þó mjög hlýum orðum um félagsskap vorn og við- urkendi nytsemi hans til að róta i rústum fornrar framtakssemi og starfsfýsnar og hvetja menn til að hefjast handa. En mörgum ungmennafélaga er viðstaddur var, mun hafa fundist verða vart hjá honum misskilnings á anda og stefnu félaganna, er hann talaði um „hugræktarfélögin“, sem X hann nefndi svo. Hann virtist líta á ung- mennafélögin sem skógræktar og iþrótta- félög, er styddu að því að fegra og hreinsa móðurmólið og hefja til vegs og virðingar oJt sem er gott og gagnlegt. En hér þarf meira að gera. Það þarf að rækta hug- arfarið, hreinsa hjartaþelið, reisa úr rúst- um fornan drengskap og gróðursetja sam- úð og bróðurkærleika i hjörtum einstak- linganna. Ræðumaður virtist ekki hafa veitt því eftirtekt, að ungmennafélögin eru einmitt þessi hugræktarfélög. Að verk- legu framkvæmdirnar eru ekki aðeins til- gangur félaganna, heldur eru þær eðlileg- ur ávöxtur bróöernisstofnsins hreina og frjóþrungna, sem gróöursettur er í gróður- mold göfugra hugsana og fölskvalausrar ástar á öllu, sem gott er og fagurt í nátt- úrunni og í fari mannsins. Eg efast ekki um það, að frumherjum ungmennafélagsskaparins hafi verið þetta ljóst þegar í byrjun, og eg veit að allir ungmennafélagar, sem nokkuð hafa skift sér af starfinu. hafa rekið sig á það, að verkin eru unnin fyrir gíg, þar sem hug- arfarið lagast ekki að anda hugsjónarinn- ar. Félögin veslast upp og deyja, ef hjört-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.