Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 2
98 SKINFAXI hefði með höndum skipatryggingar; önnur sem trygði gegn eldsvoða o. s. frv. Skal ekki frekar á það minst í þetta sinn, enda eru til stofnanir, sem heitið geta vísir í þessa átt. En aðalsjóðurinn ætti að vera manntrygging, einn sjóður fyrir alt land og fyrir alla menn, unga sem gamla, ríka sem fátæka. I þann sjóð skyldu allir vera skattskyldir, en fá þaðan aftur fjár- gjald í veikindum, atvinnuleysi og vandamenn eftir andaða framfœrslu- menn. Þá hyrfi ótti fátæklingsins, sem sér í anda kjör niðursetningsins, hvenær sem honum skrikar fótur. Þá þyrftu ekkjurn- ar ekki að kvíða því að sjá börnin hrifs- uð úr faðmi sér og dreift milli vanda- lausra og misjafnra manna, því að í Iandi með góðu tryggingarfyrirkomulagi sæi líf- tryggingarsjóðurinn um heimilið, ef fyrir- vinnan félli frá. Þá þyrftu ekki gamal- mennin, sem hafa slitið kröftunum fyrir börnin og landið að leita kaldra griða í „horninu" eða á sveitinni. Þau ættu sinn varasjóð geymdan frá blómadögum æfinn- ar og gætu lifað óháðu og frjálsu lífi með- an dagarnir endast. Enginn getur gert sér í hugarlund, hversu öllum þeim sem bágt eiga í landinu væri mikill hamingju- auki að lifa undir slíku skipulagi. Hver veit nema við, sem nú lifum, fáum að minsla kosti að horfa úr fjarlægð inn í hið fyrirheitna land trygginganna ? Svar til Páls Jónssonar. Ef til væri hér á landi sjóður, sem verðlaunaði þær blaðagreinar, sem ófull- komnastar eru að efni og formi, þá mun tæplega orka tvímælis, að hr. Páll Jóns- son, hið tví-hryggbrotna sýslumannsefni, ætti skilið hæstu verðlaun fyrir greinina „Filisteinn á Skinfaxa" í 43. tbl. Lögréttu þ. á. Grein þessi er bæði fávísleg og óverðskulduð árás á Skinfaxa, og virðist helst vera rituð til að reyna að hefna fyrir það ógagn, sem blaðið hefir unnið filiste- unum. Hr. Páll Jónsson þykist sjá árásir á sig í ágústblaði Skinfaxa. Þar var sagt, sem dæmi um fjárglæfrar, að Jón nokkur Magn~ ússon hefði vafið marga menn í Arnes- sýslu í ótrúlegum ábyrgðarfjötrum, og nú væri lögfræðingur að innheimta þessar skuldir. Hr. P. J. tekur þetta til sín, því að hann var sá lögfræðingur sem austur fór. En eins og allir sjá, sem lesið hafa Skinfaxa er Jóni ámœU fyrir að stofna til þessara miklu skulda, sem hann ekki gat greitt sjálfur, en ekki þeim manni, sem af tilviljun var notaður til að inn- heimta. Að vísu eru margir menn svo gerðir, að þeir hefðu alls ekki viljað hafa slíka innheimtu fyrir atvinnu. En Skin- faxi mun láta það mál liggja milli hluta, en er þakklátur hr. P. J. fyrir að hafa nú staðfest þá umsögn blaðsins, að lögfræð- ingur fór austur og vasaðisl í skuldasúpu Jóns Magnússonar, því að það var alt og suml, sem sagt var um það atriði. Annars skal hér stuttlega minnst á fá- ein önnur atriði í grein hr. P. J. Fyrir- sögnin er annaðhvort vitleysa eða aðdrótt- un um, að filistei (fjárglæframaður) sé rið- inn við Skinfaxa. Slík aðdróttun um fjár- svik við blaðið fellur til jarðar jafn mátt- laus, eins og ef höf. vildi telja litskygnum mönnum trú um, að hvítt væri svart. Ei> þó að þessi árás sé blaðinu ósaknæm, þá varðar hún engu að síður við lög og má minnast þess, þó síðar verði. En höL virðist jafn ófróður um lög, eins og hann er illa fallinn til ritstarfa og rökfærslu. Þá ber hr. P. J. það á Skinfaxa, að sumt af efni hans sé þannig að það „að sjálf- sögðu innrætir og elur á yfirdrepskap og óhreinlyndi óþroskaðra lesenda“. Þessari aðdróttun ber ekki að svara nema á einn veg. Ef hr. P. J. vill ekki eða getur ekki sannað hana fyrir rétti, lýsir Skinfaxi þessi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.