Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 1
9. BLAÐ o&\xv$ax\ REYKJAVIK SEPTEMBER 1915. VI. ÁR. Tryggingar. „Sjálfur leið þú sjálfan "þig" var orðtak íerfeðranna. Þá var öryggi mannsins bundið við hann sjálfan, við mátt hans, en lítið eða ekki neitt við félagsheildina. Margir menn fylgja enn þessari reglu, en með hverju árinu sem líður verður það örðugra. Andi tímans er að Siynviniia. yfjrgefa þá menn og þær sfefn- ur, sem lifa eftir siðgæðisregl- um víkingaaldarinnar. Kjörorð s;imtíðar- innar eru: Samvinna, öryggi. Menn búast við óhöppunum og gera ráðstafanir gegn þeim meðan tími er til. Menn vita að sífelt getur borið að höndum óáran, sjúkleika, atvinnuleysi, skiptapa, bruna, eða ótímabæran dauða. I stað þess að treysta á mátt einstaklingsins er í tryggingarlönd- unum treyst á mátt heildarinnar. Og þeg- ar áfall ber að höndum, bæta ótal einstak- lingar skaða þess, sem fyrir tjóninu verður, að svo miklu leyti, sem það verður bætt með fé. Útgjöldin við tryggingar geta verið mjög lítil, ef samábyrgðin er víStæk, því að undir venjulegum kringumstæðum eru óhöppin fá, þó að þau séu hins vegar þungbær þeim, er fyrir verður, og enginn styður. Tryggingar eru merki siðmenningarínn- ar, og eru því meira notnðar, sem menn og þjóðir komast á hærra stig. Á Islandi fara tryggingar í vöxt en þó Mrðuleysi. hægfara; menn ri7ggJa hus í kaupstöðum gegn eldi, og skip og vörur gegn eldi ogsjóhættu. Lífs- ábyrgðir fara í vöxt en eru þó allar í molum. En með þessu eru tryggingar Is- Iendinga hér um bil upptaldar. Harðæris- tryggingarnar lenda altaf í handaskolum og vátrygging sveitabæja er lítið annað en pappírslög. Og tryggingar gegn atvinnu- leysi og sjúkdómum eru næstum óþekt- ar. Þannig má segja að unga fólkið hafi hér ónumið land fyrir starfskraft sinn. Það getur látið tryggingarnar fara i handaskol- um eins og sú kynslóð gerir, sem nú ræð- ur. En i hlutverk unga fólksins getur ltka fallið sú mikla hamingja að koma trygg- ingarmálum þjóðarinnar i viðunandi horf og leggja með því næsta drjúgan skerf í viðreisnarstarf íslendinga. Það er tvent, sem mest ligg- SWpulal'. ur á ' Þessu máli- Annað er það að opna augu manna fyr- ir gildi trygginga, svo að sem flestir menn verði fúsir að taka á herðar sér örlitla byrði, meðan vel gengur, til að vera við búinn ókomnum óhöppum. Hitt er að koma á heppilegu tryggingarskipulagi. Skilningur manna í þessu efni mun vaxa að mun með viðskiftum okkar við aðrar þjóðir. En óneitanlega væri þörf á sér- stakri vakningu í þessum efnum t. d. tíma- rita- og blaðagreinum um tryggingarfyrir- komulag eins og það er fullkomnast í öðr- um löndum. Að því er sjálfar tryggingarnar snertir yrði auðvitað að mynda innlenda trygg; ingarsjóði, og gætu þeir allir haft sameig- lega yfirstjórn í Rvik, líkt og stórt og deildamargt vöruhús. Þar væri deild sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.