Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 4
100 SKINFAXI. og blöðum á hvern bæ, a. m. k. í einhverjum hluta sveitarinnar. Allir eða flestir hæir í hverri sveit verða að vera í þessu póstsamhandi. Að öllum jafnaði yrði þessi kvöð ekki nema eitt dagsverk á heimili árlega. Væri það tilvinnandi til að fá póstsamband vikulega innan einnarsýslu? ítýja skipið. Stjórn Eimskipafélagsins sendir nýtt út- boð um fjársöfnun, svo að félagið geti sem fyrst eignast priðja skipið. Vonandi láta menn góðærið verða til þess að greiða götu þessa fyrirtækis. Að vísu er ekki al- ment góðæri í landi og sumstaðar hallæri. En margir framleiðendur munu þrátt fyrir alla dýrtíð vera betur staddir nú en venju- lega. Frá þeim mun mega vænta stuðn- ings í nýja skipið. Strandferðirnar hafa verið illar og litlar í sumar. Næsta sumar tekur Eimskipafélagið þær að sér og mun þá hafa tvö skip í förum með ströndum fram og verður eitthvað meira en ein ferð á mánuði um sumartímann en engar ferðir tíma úr vetrinum. Þetta kall- ar þing og stjórn viðunandi nú sem stend- ur og verður varla á betra völ meðan stríðið stendur. En til frambúðar verða slíkar sjósamgöngur alveg óviðunandi. Við þurfum fyrst vikulegar strandferðir og síðan fjórða Jivern dag. Kastalur nútímaus. Ófriðurinn virðist aldrei ætla enda aðtaka, og má segja að allur gangur styrjaldarinn- ar sé mjög á annan veg en búist var við. Menn áttu von á, að styrjöld í Evrópu nú á tímum, hlyti að verða mjög skammvinn og viðburðarík. Heraflinn væri nú svo ægilegur að hver þjóð mundi hm'ga dauð- þreytt að velli eftir nokkrar vikur undan slíkri voðabyrði. En aldrei fyr hefir nokk- ur ófriður verið þvílíkt jafntefli. T. d. á vestur vígstöðvunum hafa miljónir manna staðið svo að segja í sömu sporum í heilt ár og háð sífeld hjaðningavíg. Astæðan til þess, að styrjöldin gengur svo í þófi er fyi'st og fremst það, að andstæðingarnir eru mjög jafnir til vígs. Þjóðverjar og þeirra bandamenn eru að vísu ver settir, inni- luktir og útilokaðir frá öllum aðdráttum, úr hlutlausum löndum, en þeir vóru hins vegar betur undir ófriðinn búnir, og hafa ágætt skipulag á öllu, sem styðja má að sigri. En önnur ástæða veldur þó meiru um jafnteflið. Það er skotgrafahernaður- inn. Fyrrum reistu menn kastala á sér- stökum stöðum, sem vel voru fallnir til varnar, og herirnir studdust við þá. Þeg- ar kastali var unninn, féll landið alt um- hverfis í hendur sigurvegarans, því að varn- arherinn hafði þar þá enga fótfestu. En nú eru skotgrafirnar samfeldir kastalar, hver skurðurinn bak við annan með ótal jarðgöngum og jarðhúsum út frá og marg- földum gaddavírsgirðingum ofanjarðar milli skotgrafanna. Þó að ásóknarber hafi kom- ist yfir eina eða fleiri skotgryfjur, þá gref- ur varnarherinn undir eins aðrar ogbætir skarðið. Herlínan hefir þá bognað örlítið á einum stað, en er jafnsterk og áður. En til að vinna það á, þarf oft að fórna þús- undum mannslífa. Alilaup. Gaddavirsgirðingarnar eru til þess að tefjaárásarherinn,halda honum dálitlastund í skotfæri á bersvæði og brytja hann síðan nið- ur með einskonar marghleyptum riflum, sem skjóta má með mörg hundruð skot- um á mínútu. Með slíku voða vopni get- ur einn maður felt tugi manna á einu andartaki. Hvert verulegt áhlaup er þess vegna undirbúið með stórskotahríð. Þá dregur árásaherinn að sér fallbyssur og skotfæri svo að firnum sætir, og steypir yfir varnarherinn eld- og kúlnaregni þar til búið er að tæta sundur varnarlínuna, slíta gaddavírinn í tætlur og fylla skot' grafirnar. Þannig eyddu Englendirigar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.