Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1915, Side 6

Skinfaxi - 01.09.1915, Side 6
102 SKINFAXl eins og bestu skemtibók. Verður unga íólkið - - einkum í sveitunum — ekki hvatt um of til að lesa þessa bók í kjölinn, jjví, „MeS nýrri sjón yfir hauSur og haf sá horfir, sem blómin skilur“. (E. B.: í Slútnesi). Höfundurinn skiftir bók sinni í 16. kafla, og er 15. kaflinn, um skipulag jurtaríkis- ins, veigamestur. En maSur getur ekki notiS hans aS fullu, nema Flóra Islands sé viS hendina. — Sægur af nýjum orS- um er í bókinni, og flest góS; svo sem „smásæjar“ verur o. m. fl. En nafn bók- arinnar fellur mér ekki viS; mér finst „planta“ vera á íslensku s. s. ung jurt, og aS „jurtir“ sé þaS orS sem best svar- ar til nafnsins. Þá kann eg líka illa viS „sellu“ (= frumlu) og kím (= frjó, kím- blöS = frjóblöS o. s. frv.). Skollafótur (bls. 141) er kallaSur góu- beitill á SuSurlandi, og svo er hann nefnd- ur í Landnámu (S. Kr., bls. 162). Annars tel eg mig ekki færan til aS- finninga viS höf., en leyfi mér aS þakka honum sem best fyrir bókina. — Eg mintist áSan á „Flóru íslands“. — Hverju sætir það, að hún er ekki gefin út í annað sinn ? Hún er þó nauðsynleg hverjum þeim, sem vill kynnast gróðrar- ríki íslands til hlítar, og eg trúi ekki öðru en að ný útgáfa seldist vel. Bókin er ger- sainlega ófáanleg, og verður vöntun henn- ar þvi tilfmnanlegri, sem fleiri þurfa aS nota hana. En þeim fer nú óðum fjölg- andi með hverju ári, sem leggja stund á grasafræði og vilja fræðast um íslenskt gróðrarfar. Siyurður Vigfús'ion. Jón H. Þorbergsson: Frá SJcotlandi. Reykjavík. Útgefandi Fjallkonuútgáfan 1915. Verð kr. 1,50. I bækling þessum lýsir höf. ferS sinni til Shetlands og Skotlandseyja og dvöl sinni þar sumariS 1914. Skýrir hann síð- an frá búnaðarháttum Skota og kynbóta- tilraunum þeirra á búpeningi, og hvaða árangur þær hafa borið. Standa Skotar framarlega í þeirri grein, enda hafa þeir lagt mikið fé til þeirra tilrauna. Síðan lýsir hann landssýningu á búpeningi sem haldin var þar meðan hann dvaldi þar, og ennfremur ýmsum búnaðarfélagsskap, sem mikið er af meðal Skota. Álítur höf. að við íslendingar gætum lært margt af búnaðarháttum þeirra, og er eg honum sammála um það, og vil eg hvetja sem flesta að eignast ritið og kynna sér það sem best, og mun enginn iðrast þess. I kverinu eru 12 myndir af ýmsum búpen- ingi. J. F. Goðafoss á Skagaströnd. Þriðjudaginn 6. júlí 1915 lagði eimskip- ið Goðafoss fyrsta sinni leið sína inn á Húnaflóa, í kyrru veðri en fremur dimmu fyrir þolu sakir. Margir Skagstrendingar lögðu á liesta sína og riðu í kaupstaðinn til að sjá og skoða skipið, og láta allir mikið vel af því og skipsmönnum. Þetta eru engin látalæti í fólkinu. ÞaS voru hlýrri og helgari tilfinningar, er bærð- ust í hjörtum vorum þennan dag, er vér litum eimdrekann okkar synda inn fjörð- inn, en þegar önnur verslunarskip koma á hafnir vorar, og þykir það þó jafnan góð sýn. Og með þakklæti minnumst vér þeirra skipstjóra er kappkostað hafa að komast inn á hafnir vorar með nauðsynj- ar til okkar; oft gegnum hafís og storm- bólgnar öldur. Eg get þó ekki gleymt því, að eg hefi þráfalt orðið var við ruddaskap og ógreið- vikni danskra skipstjóra og skipverja, og með því meiri gremju hefi eg séð Islend- inga yfirleitt gera sér það að góðu. Nú verður samvinnan við islenska menn

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.