Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 7
SKINFAXI 103 SKINFAXI. Mánaðarrit U. M. F. í. Terö: 2 krónur. Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35. Sími 418. Af'greiðslumaður: Egill Guttormsson. Skólavörðustig 16. Sími 144. á íslenskum skipum, og vér efumst ekki um mikil umskifti til stórra bóta. * * * , * íslendingar hafa nú eignast verslunar- flota þó enn sé hann ekki nema 2 skip. Óneitanlega er það eitthvert þýðingarmesta sporið, er vér höfum stigið í sjálfstæðis- áttina; en það er að þakka góðum sam- tökum að skipin eru nú komin upp og tekin til starfa, og sjáum vér þar eins greinilega hvað góður vilji getur gert þarft og gott að verkum, einsog rifrildi og sund- urlyndi valda- og peninga-gráðugra stjórn- málamanna getur lamað framsókn vora og dregið kjark og vit úr þjóðinni. Allir góðir drengir verða að skilja hversu áríðandi er að samúðin með flotanum okk- ar haldist vakandi og að útlend ásælni verði honum ekki að bráð. Ungmennafé- Iögin fá hér nýtt verkefni til að beina á- huga sinum að. Þau þurfa öll að gerast liluthafar í Eimskipafélaginu. Hluta- fjársöfnunin verður að halda áfram og og hvert heimili verður að kaupa að minsta kosti einn hlut (25 kr.) og efna heimilin helst árlega. Þannig geta skipin smám- saman fjölgað og verslun og flutningar orðið í vorum höndum. Við hátíðleg tækifæri tiðkast að tala fyrir minnum. Framvegis verður okkur einna ljúfast að minnast Eimskipafélags íslands um leið og vér árnum ættjörðinni allra heilla, með falslausrí ást og vona- þrungnum tilfinningum. Hamingjan fylgi flotanum okkar og gefi honum gnægðir góðra hluta. Valdimar Benidiktsson frá Syðri-Ey. Eining norrænna þjóða. Andleg eining og bróðurleg samvinna er kjörorð stúdentasambandsins norræna, sem hélt fyrsta ársfund sinn á Eiðsvelli í Nor- egi í sumar. Stefnuskrá sambandsins er að búa ungu kynslóðina — fyrst um sinn einkum mentamennina, — undir það, að koma á samvinnu meðal allra Norður- landaþjóðanna, á þeim grundvelli er trygg- astur reynist til frambúðar. Sambandið gerir sér því einkum far um, að synda fyrir þau sker, sem sameiningartilraunir Norðurlanda hafa strandað á um liðnar aldir. Innan sambandsins hefir hver þjóð sína deild, sem starfar inn á við, að þvrr að vekja athygii manna á menningarstefn- um frændþjóðanna og fræða um þjóðar- einkenni þeirra, skapferli og lifnaðarháttu. Aðalstjórn sambandsins, sem skipuð er 3 mönnum frá hverri þjóð, heldur uppi samvinnu meðal þjóðdeildanna, og á hverju sumri er haldin allslierjarsamkoma. Sem sýnishorn af mótum þessum, ætla eg að lýsa í fám orðum því síðasta, er háð var í Noregi í sumar. Boðsbréf höfðu verið send út til stúdenta i Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Islandi og Danmörku. Þann 14. júlí tóku menn svo að streyma úr öllum áttum, að lýðháskól- anum á Eiðsvelli, og að morgni þess 15. var mótið sett. Fánar dregnir á stöng, með hátíðlegri viðhöfn og þá sungnir þjóð- söngvar allra þjóðanna. Undir borðum voru síðan haldnar ræður, ein frá hverri þjóð. Mótið stóð siðan i 5 daga. Margir fyrirlestrar voru fluttir um ýmislegt, er of- arlega eru á dagskrá hjá hverri þjóð fyrir sig, Meðal fyrirlesara voru tveir Islend- ingar. Auk þess voru sýndar skugga- myndir frá Islandi, sem Hulda Garborg átti í fórum sínum, frá því hún var hér á ferð. Þá tók og aðalfundur sambandsins allangan tíma, en tímanum, sem afgangs var, vörðu menn til þess að kynnast hver

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.