Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 8
104 SKINFAXI. <iðrum, spjalla saman, seðja forvitni út- lendinganna, og láta þá gjalda í sömu mynt. Er það ótrúlegt, hve mikið er hægt að læra á svo stuttum tíma, þegar eins vel er á haldið, og gert var á Eiðsvelli. Þá var og margt til skemtunar, og að lok- um fór allur þingheimur skemtiför á eim- skipinu „Skiðblaðnir11, upp eftir ánni Vorm- en og stöðuvatninu „Mjösen“. Var það að kvöldi þess 19. Daginn eftir heldu menn af stað í smærri og stærri hópurn. Mótinu var lokið, en bréf og bréfspjöld bera nú kveðjur og vinaspjall milli vina og kunningja, er aldrei höfðu sést fyr en á Eiðsvelli. Á þann hátt ætlar norræna stúdentasambandið að leggja grundvöll undir bróðurlega samvinnu Norðurlanda- þjóðanna. Eg ætla ekki hér að lýsa stefnuskrá nor- ræna stúdentasambandsins nánar, en að- eins að geta þess, að hreyfing sú, sem nú liefir fætt af sér samband þetta er ekkert annað en ungmennafélagshreyfing, með Jítið eitt víðtækari hugsjónum. Enda hef- ír höfundur hreyfingarinnar, norski blaða- maðurinn Hermann Smit-Ingebretsen, val- ið henni nafnið „norræn ungmennahreyf- ing“. Hver og einn á að vinna þjóð sinni alt, sem honum er unt. Hver þjóð á um- fram alt að varðveita sjálfstæði sitt og sér- einkenni, en frændþjóðirnar eiga að taka höndum saman, ekki aðeins til að verja sig gegn árásum utan að, heldur einnig til þess, að fá meiru áorkað, í þarfir menn- ingar og mannúðar. Hreyfingin er því ekki handa stúdentum einum. Henni er ætlað að ná til allra þjóðanna í heild sinni. En stúdentasambandið er fyrsti sýnilegi ávöxturinn. Steivþór Ouðmundsson. Auglýsingar um félagsmálefni, sem koma í Skinfaxa, eru teknar þar ókeypis af sambandsfélög- unum. Félagsmál. íþróttamót hafa verið haldin í sumar bæði við Þjórs- árbrú og Hvítá í Borgarfirði, og er vel yfir Iátið. Skinfaxa vantar frásögn um þessa mannfundi báða, frá einhverjum fé- lagsmönnum sem viðstaddir voru. Þingið hefir hækkað styrkinn til ungmennafé- laganna um 500 kr. árlega næsta fjárhags- tímabil, og má ekki hvað síst þakka þá viðbót þingm. Birni Kristjánssyni og Sveini Björnssyni. Neðri deild vildi hækka styrk- inn um 1000 kr. en sú tillaga var feld í efri deild. Þar munu ungmennafélögin lika hafa átt a. m. k. einn óvildarmann og er jafnan úlfs von, þar sem á eyrun sér. íþróttanámsskeið á Akureyri verður haldið fyrri partinn í vetur, lik- lega fyrir jól, að tilhlutun fjórðungsstjórn- ar nyrðra. Ekki er enn alveg fastákveðið hver verður kennari þar en að líkindum verður það einn hinn best æfði iþrótta- maður á landinu. Þjóðfélagsfræðin fær hvarvetna hið besta orð. Á Akur- eyri hefir Stefán skólameistari Stefánsson tekið hana sem kenslubók í Gagnfræða- skólann og má telja víst að aðrir stærri skólar landsins fylgi þar dæmi hans, eða svo ætti það að vera. Hún þarf inn í hvert heimili, ekki sist til unga fólksins með nýfengna atkvæðisréttinn. Káinsskeið Sunnlendlnga sem fyr hefir verið auglýst hér í blað- inu er mæta vel undirbúið af stjórnarinn- ar hálfu, en fáir hafa sótt enn þá. Von- andi rætist úr þvi. Ritstjóri: Jónas Jónsson frá Hriflu. Félagsprentsmiðjan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.