Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 5
tíKINFAXI. 101 300,000 sprengikúlum á hálfum tíma til að undirbúa eitt áhlaup í vor sem leið, og var þá varla lifandi manneskja eftir á því svæði, sem skotunum var beint á, enda unnu þeir þar dálitla landspildu. Og þeg- ar Þjóðverjar brutu fyrst herlínu Rússa í vor sem leið eyddu þeir á litlu svæði 700,000 sprengikúlum á Rússana. Þess vegna er það nú viðkvæðið orðið, að enginn sigur geti unnist fvr en annar aðilinn hefir ótak- markaðar skotfærabyrgðir. Rússar. Þeir hafa beðið mesta ósigra af öllum styrjaldarþjóðunum, enda lítt verið harm- að af flestum mönnum í hlutlausum lönd- um. Það er alment álitið, að Rússar séu vond þjóð eins og stjórn þeirra og með- ferð á smáþjóðum. En þessi hugsunar- háttur er ekki allskostar réttur. Rússneska stjórnarfarið er með réttu illræmt og ráð- andi stéttir í landinu spiltar og grimmar, einkum aðallinn. En þjóðin sjálf er góð, friðsamt og mjúklynt bændafólk, sem minst af öllu þráir landvinninga og blóðsúthell- ingar. Það er meir að segja álitamál, hvort nokkur þjóðílokkur í álfunni er að eðlisfari jafn mjúklyndur og siðgóður eins og rússneski almúginn. En þessi mildi og undanlátssemi fólksins hefir einn stór- vægilegan galla, þann, að slík þjóð getur orðið að voða vopni í höndum ósvífinnar stjórnar. Friðsemi og draumlyndi fólks- ins veldur því, að það er jafn ófúst til að verjast ágangi eins og að sýna ójöfnuð. En þeir tímar munu koma, þó að þeirra verði líklega langt að bíða, þegar siðgæði og friðsemi rússnesku bændanna fær bet- ur að njóta sín, heldur en nú er. Kafbátaliernaðuriuu. Heldur virðist nú lát á Þjóðverjum í þeirri grein hernaðarins, og ber þar tvent til. Þeim tókst ekki að gera Bret- um neinn verulegan skaða, hvorki að hindra verslun þeirra eða aðdrætti svo að um munaði. En þó gætti meira af- skifta Bandaríkjamanna. Þeir hafa ætíð for- dæmt algerlega þá hernaðaraðferð að láta herskip (kafbáta) drepa varnarlaust fólk á kaupskipum. Og heldur en bæta Banda- ríkjamönnum við í tölu óvina sinna, hægja Þjóðverjar á sér með kafbátaárásir. Sum- ir menn í hlutlausum löndum hafa vor- kent Þjóðverjum einangrunina og álitið grimdarverk þeirra á sjónum eðlilega nauð- vörn. En þeir menn hafa ekki athugað vel aðferð beggja. Þegar herskip Eng- lendinga klófestu þýskt skip, hertóku þeir það eða söktu þvi. En þeir björguðu öll- um mönnum, hverrar þjóðar sem voru. Gagnstætt þessu tóku Þjóðverjar upp þá nýung að skjóta skip Englendinga fyrir- varalaust, og skeyttu oftast ekkert um, hvort mannbjörg varð eða ekki. Þessi grimd Þjóðverja hefir spilt meira fyrir þeim, en flest annað misjafnt, sem þeim hefir verið borið á brýn í þessum ófriði, En sem betur fer virðist reynslan nú hafa kent þeim, að þeim er sjálfum meira tjón að kafbátahernaðinum, heldur en óvinun- um. En rétt er að minnast Wilsons for- seta með þakklæti fyrir afskifti hans af þessu máli. Hefir hann lagt þar gott eitt til, sem hans var von og vísa, því að hann er einna vitrastur og bestur þeirra manna, sem nú fara með stjórnarvöld og manna- forræði. Bókafregn. Stefán Stefánsson: Plönt- urnar. Grasafræði. Bókaverzlun Gyldendals. N. F. Kaupmanna- liöfn og Kristjanía 1913. Verð kr, 2,50. Ný gersemisbók bætist Islendingum enn, þar sem er hin nýja grasafræði Stefáns Stefánssonar, er hér ræðir um. Hún er rituð af lærdómi og lipurð, á mjög góðu íslensku máli, svo að hana má lesa í lotu,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.