Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1915, Blaðsíða 3
SKINFAXI 99 ummæli rakalausa lygi, og höfund þeirra opinberan ósannindamann. Enn eina lýgi ber hr. P. J. á borS í grein sinni, þá að Skinfaxi lýsi því yfir að greinarnarum „Jóhann Markússon“ eigi við Jón Magnússon frá Gaulverja- bæ. í Skinfaxa er ekkert orð, sem stað- fest geti þessi ummæli, og mundi þykja ótrúlegt að höf. skuli hlaupa á slíku hunda- vaði, ef hann lýsti því ekki yfir að hann hefir ekki einu sinni lesið frásögnina um fjársvikarann Jóhann Markússon. Dómaraefnið P. J. er ekki vandvirkara en það að byggja þannig upp ályktanir án forsenda. Hitt er annað mál að í ágúst- blaði Skinfaxa er téður Jón Magnússon nefndur filistei og sagt að eitthvað 10—20 bændur austanfjalls mundu verða öreigar hans vegna. Og ef hr. P. J. vili stefna blaðinu fyrirþessi ummæli, þáer honum það guðvelkomið. En kunnugir menn giska á að slík málssókn yrði hættulegri fyrir ein- hvern annan en Skinfaxa. Að öðru leyti verður í þetta sinn gengið framhjá vaðli hr. P. J. Skinfaxi telur sér m. a. ekki beri skyldu til að leiðbeina sýslumannsefninu um það, hvaða félags- skapur sé honum samboðinn. Það mun hann best finna sjálfur. En blaðið get- ur ekki annað en lýst ánægju sinni yfir því, ef hr. P. J. ætlar í alvöru að taka að sér að verja málstað filistea. Þeir «ru þó manneskjur, þrátt fyrir alt, en bág- staddir og raunamæddir menn, sem fáa oiga að. Og mótlæti hr. P. J., sem hann hefir áður lýst skilmerkilega í Lögréttu, hefir ef til vill aukið samúð hans með ol- hogabörnum þjóðarinnar. Tveir góöir. Eitt sinn gerðu tveir ungir lögfræðingar •samning með sér um að reka málfærslu- störf í félagi. En fáir leituðu til þeirra og kendu þeir hvor öðrum um. Vildu þeir þá slita félagsskapnum en urðu ekki á- sáttir og vildu fara í mál. En þá var samningurinn ógildur, þótt gerður væri af tveimur lögvitringum. Heima og erlendis. Norska byg-g-ing-arefuið. Fyrir nokkrum mánuðum ílaug sú fregn um landið, að norskur verkfræðingur hefði fundið upp ágætt og ódýrt byggingarefni, sem bráðlega mundi komast langt fram úr steinsteypunni. Þetta vakti stórmikla eftir- tekt hér á landi, sem von var, þar sem lé- leg en dýr húsakynni eru eitt af aðal- meinum þjóðarinnar. Og nú í sumar sem leið fór einn Islendingur utan til að kynna sér þetta mál. Það var Guðjón Samúeis- son húsgerðarmeistari. Búnaðarfélagið styrkti för hans eitthvað og mun hann gefa þvi skýrslu, er síðar verður hirt. En svo mikið má fullyrða að hr. G. S. leist vel á þessa byggingaraðferð, og sýndist að hún gæti verið mjög ódýr. Póstgöngur í sveitum. í mörg ár hafa ekki verið jafnillar sam- göngur með ströndum fram eins og nú í sumar. Það er ef til vill þessvegna, að nokkrum yngri mönnum norðanlands hefir komið til hugar að bæta eitthvað póst- sambandið i einu héraði í sumar sem kem- ur. Þeim er ekki nóg að fá póstinn einu- sinni í mánuði. Þeir vilja fá póstinn viku- lega með því að koma á nokkurskonar sjálfboða póstferðum. I miðju héraðinu verður aðalstöð þessa póstsambands. Þang- að er fluttur vikulega allur póstur sem kemur á næstu höfn. Á hverjum sunnu- dagsmorgni koma póstar úr nágrannasveit- unum og hittast allir á póststöðinni, skifta bréfum sem þeir koma með og taka blöð og bréf hver í sína sveit. Að því búnu skilja þeir, hverfa heim og skila bréfum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.