Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1915, Page 3

Skinfaxi - 01.11.1915, Page 3
SKINFAXI 123 |>eir þjóðinni, sem elur, þá nokkurt gagn nieð vinnu sinni, og eiga viðunanlega ■daga sjálfir. Þá vantar ekkert netna frelsi og því eru ]>eir sviftir, ekki af löngun til .að kvelja þá, lieldnr til að firra þjóðfé- lagið vandiæðum. Áhugamálin. I heimi þessum er stór flokkkur manna ■sem á engin áhngamál. Þeim er sama um alt, nema munn og maga og líðan þeirra á liðandi stund. Það eru ,.mínus“ stærðir í höfðatölu þjóðanna, ekki menn, rema að nafninu til. Annar tlokkur manna á málefni, sem þeim er ekki sama um, en þeir hugsa lítið um þau, gera sér ekki ljósa grein fyrir gildi þeirra. og gera þeim ekki gagn nema þeir séu knúðir til þess af ytri á- stæðum. Þessir menn eru aldrei nema brot af því sem þeir gætu verið. Eins- konar núll, sem eitthvað verður að setja framan við, til þess að gefa þeim gildi. I þriðja flokknum eru menn, sem eiga áhugamál, sem þeir unna og vinna fyrir. Mál sem eru sjálfum þeim, þjóðfélaginu sem þeir lifa 1, eða öllu mannkyninu til velferðar. Það eru hugsjónamenn og hrautryðjendur þjóðanna, þeim mun stærri sem þeir eru meiri gáfum gæddir, vinna fyrir stærri og göfugri rnálum og verður meira ágengt. Af hverjum þessara flokka eiga Islend- ingar mest? Af hverjum eiga ungmenna- télögin mest? — Best að hver stingi hend- inni i sinn eiginn barm. Skinfaxi er merkis- heri ungmennafélagsskaparins og ef hann hefir fjöldann á bak við sig, þá er vel á haldið. Skinfaxi hefir jafnan haft á dagskrá þýðingarmestu mál íslendinga, þeirra er Jandið byggja og þjóðinni unna, og þau mál hefir hann flutt með afli lifandi sann- færingar og bjártsýni á framtið þjóðarinn- ar, hvortveggja bygt á raunverulegum hæfileikum og eðlisfari hennar og á hinum nothætu öflum og náttúrugæðum] lands- ins. í júníhefti Skinfaxa (hvítu kolin) er minst á einn af þessum möguleikum til framfara. Það er vatnsaflið i landinu. Sá tekjuliður í framtíðinni sem aldrei verður áætlaður of hátt. Og þess verður eflaust skemra að bíða en margur hyggur, að allar sveitir og þorp landsiris verði hituð og lýst með rafmagni, sem þá að sjálf- sögðu yrði líka notað til allskonar vinnu. Það er einn aðalkostur rafmagnsins að því má breyta á ótal vegu, láta það gjöra svo að segja alt hugsanlegt. Meðal annars hefir með ýmsu móti verið reynt að láta það hjálpa jurtagróðri og siðustu tilraunirnar hafa tekist vel. Sjálfur hefi ég gert nokkrar tilraunir á ýmsum tegundum með góðum árangri. Það virðist því mega ætla bæði af þessu og öðru sem nýustu rannsóknir hafa leitt í ljós, að raf- magnið muni einmitt verða bændunum þarfasti þjónninn, þegar fram líða stundir. Eg hefi sett þetta fram hér til árétt- ingar því sem höfundur fyrnefndrar grein- ar segir í niðurlagi hennar. Hann segir mikið eri satt eitt og stefnan er rétt. Sannmentun fólksins er fyrsta málið. 011 hin koma á eftir. Winnipeg, í sepleinbermánuði 19l5. Eiríkur Hjartarson. Heima og erlendis. Ellitryeging. Þingið i sumar fól landstjórninni að láta rannsaka meðalaldur íslendinga, svo að byggja mætti tryggingarlöggjöf á þeim skýrslum. Stjórnin hefir falið dr. Ólafi Daníelssyni að gera þetta verk, enda var

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.