Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1915, Side 7

Skinfaxi - 01.11.1915, Side 7
SKINFAXI 127 möununum og varað ókunnuga og hrekk- lausa menn við vélráðum þeirra. Alveg vafalaust var enginn málstaður þá eða nú íafn alment fyrirlitinn og fordæmdur eins og sá, sem hr. P. J. tók nú að sér að verja, nefnilega filistearmr, en þeim til liðs eru tvær síðustu greinar hans. Ræðst hann þar með staðlausum ókvæðisorðum á ungmennafélögin, blað þeirra og höfund filisteagreinanna og er aðalvopnið aðdrótt- awr um fjárglœfrar. I síðasta blaði var skorað á manninn að sanna orð sín eða heita opinber lygari ella, og hefir hano nú tekið síðari kostinn, enda var ekki önn- ur leið opin. Eru aðdróttanir hans því sjálffallnar og ómerkar orðnar. Annars er það einkennilegt að hr. P. J. virðist ekki hafa veitt því eftirtekt, að til þess að lofi eða lasti verði trúað um menn, þarf að vera einhver fótur fyrir skoðunmni. Heiðarlegum manni sem engan hefir prett- að um eyrisvirði, er alls ekkert tjón að, þótt honum sé brugðið um fjárglæfrar, ul- veg eins og t. d. hr. P. J. væri enginn sómi að, þótt einhver vildi hæla honum fyrir gáfur, eða mentun, eftir að Lögréttu- greinar hans eru búnar að sýna manninn. Samhliða þessari umgetnu bókmentastarf- semi, hefir hr. P. J. flult fyrir undir- og yfirrétti svonefnt Gaulverjarbcejarmál og orðið undir í bæði skiftin, því að mjög mun hafa farið saman málstaður og mál- færsla. Yfirrélturinn gerði í það sinn ekki endaslept við þann „lögvísa“, heldur verð- launaði málfærslusnild hans með því að sekta hann fyrir algerlega ósæmilegt orð- bragð fyrir réttinum, og mun það nú vera siðasta hrakfallið. En þó að svo virðist, sem þær hvatir, sem komu hr. P. J, til að verja filisteana, hafi ekki verið verðlaunaverðar, þá skal ekki neita því, að frumhlaup hans hefir orðið til nokkurs gagns óbeinlínis með því að skömm filisteanna er nú víðar þekt og viðurkend heldur en áðurvar. Fyrir þetta ætlar Skinfaxi að taka á sig nokkra ábyrgð og gleðja hr. ^P. J. með því, að uppfylla hans kærustu ósk, þá sem ráð- herrarnir hafa ekki viljað veita honum, nefnilega að koma honum á landsjóð■ inn. Mun þá verða valið það tækifæri, þegar sýsluniannsefnið er komið á „ör- væntingarár“ í embættaveitingum og hefir mesta þörf að] fá ókeypis fæði og hús- næði í fáeinar vikur. Að visu mun tæp- lega orka tvímælis, að fé landsins má verja. til niargra hluta, sem landsmönnum eru geðfeldari heldur en að fæða og hýsa hr. P. J. En þó mun vikið að þvi ráði i trausti þess, að landsmenn Iíti fremur á þörf en verðteika mannsins, og minnist þess, að kross hans mun nú þegar orðinn nægi- lega þungur fyrir ekki styrkari herðar. Samverjinn. Skuldheimtumaður einn, sem hugðist vera vitur, kom fyrir nokkru á sveitabæ til að krefja bóndann um fé upp í ábyrgð- arskuld, sem glæframaður hafði stofnað til, og hótaði að taka allar eignir bóndans. Mað- urinn var lasburða orðinn og tók sér nærri fyrirsjáanlega örbyrgð. Lagðist hann nú veikur og dó Iitlu síðar, en bú hans hrökk ekki fyrir ábyrgðarskuldunum. Þá vildi samverjinn láta ofsækja börn mannsins, með því að höfða sakamál móti þeim fyrir fjárdrátt úr búinu. En sýslumaðurinn gat þó hindrað miskunnarverkið. Félagsmál. U. M. F. B. hefir nú tekið húsbyggingarmálið til með- ferðar. Félögin tvö, Iðunn og U. M. F. R. eiga lóð á góðum stað í bænum en van- hagar stórum um hús. Hinsvegar vilja félagsmenn ógjarnan byggja fyr en þeir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.