Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI. hefir verið hrúgað upp ógrynni af auði og mannvirkjum, íburði og þægindum, og síðast en ekki síst morðvopnum og víg- föngum. Og einn góðan veðurdag eru þjóðirnir orðnar varnarlausar gegn þessu sköpunarverki sínu, umbúðirnar eru orðnar þeim ofviða. Hrísbagginn veltur af stað, enda verður margur maðurinn höfði skemri fyrir bragðið. Það er eitthvað bogið við framfarir, sem bera slíkan ávöxt. Það fer alt af eitthvað öfugt í lífinu, þegar menn gleyma orðum postulans og láta hlutina fá vald yfir sér í stað þess að hafa vald á hlutunum. Við megum ekki halda, að þetta mál sé okkur óskylt. Hér á bláfjöllin okkar slær að vísu engum vígroða né brunabjarma. Fjar- lægðin og smæðin hafa forðað okkur frá því. En það má fyr rota en dauðrota. I andlegum skilningi er hér fult af höfuð- lausum vesalingum, sem velta um í lirís- böggunum sínum, hvort sem baggarnir eru nú gerðir úr hégómagirnd, munaðar- sýki, auðfikn eða öðrum líkum efnum. Það er að vísu oft löng leið frá því að viðurkenna það, sem rétt er og breyta éftir því. Samt er viðurkenningin til alls fyrst. Þess vegna þykir mér vænt um, ef 17. júní hér á Islandi getur orðið árleg áminn- ing um, að manngildið er æðsta og dýr- asta takmark mannlífsins. Komi óáran í fólkið sjálft, kemur það að litlu haldi að eiga góða stjórnarskrá og fagran fána, þá stoðar lítið boð og bann laganna, þá eru allar framfarir til lands og sjávar unnið fyrir gíg. Þið kunnuð að sakna þess, að eg hefi ekki horft meira aftur í timann á þessum minningardegi. En eg hygg, að eg hafi þar ekki brotið á móti anda Jóns Sigurðssonar. Hann var að vísu sagnfræðingur og fór margar og langar ferðir aftur i liðnar aldir, en hann gleymdi þvi þó aldrei, að hann var að vinna í hag samtíð og framtíð. Þegar hann leit aftur, leit hann líka fram. Við skulum öll nota þennan dag til þess að hugsa um framtíð landsins og hvernig viS1 getum gert okkur hæf lil þess að eiga sem heiladrýgstan þátt i henni. Þar verð- ur hver að fara sína eigur götu. En eg vona að þið eigið öll samleið með mérr þegar eg bið ykkur að hrópa ferfalt húrra- um leið og eg segi: heill íslandi! Grundvöllurinn. Mér er forvitni á að vita, hverju þú) mundir svara, lesari góður, ef eg spyrði' þig að því, hver væri aðalorsök þess, aðr svo margt er lótið ógert, ár eftir ár, af því sem gera þarf til þjóðþrifa á landi hér. Eg býst við að margir mundu svara: efna- jeysi, aðrir framtaksleysi, enn aðrir mundu’ jíklega telja menningarleysi aðalorsökinar ]oks mun einhverjum detta í hug samtaka- leysi. Hygg eg að þeir munu flestir, er þar þykjast hitta naglann á höfuðið. Eg held eg verði að fylla þann ílokkinn og. byggja trú mína á framtíð landsins á þeirri von að takast megi að koma á samtaka baráttu gegn öllu því, er tálmar vexti og: viðgangi þjóðar vorrar, hvort heldur er í andleguni eða líkamlegum efnum, að allir beiti sér með einum hug fyrir framkvæmd- um þeim, er nægar reynast til að leggja grundvöll undir ávaxtasamt þjóðlif. Þessa von mína byggi eg öðrum fremur á ykkur ungmennafélagar. Eg veit að þið öll eruð' reiðubúin til að leggja hönd á þann plóg, er plægir sáðreit sannra þjóðþrifa og þjóð- dygða. Og þó vantar svo mikið á, að' ykkur verði það ágengt, sem ætla mætti. Mér finst eg sjá hvað veldur. Þessi sami* samtakaskortur, sem fær menn til að horfa á melana, gráa af gróðurleysi ár eftir ár, til að horfa á öll auðæfm, sem ónotuð' liggja á allar hliðar, á landi og með landi fram. Þessi sami samtakaskortur er ekki óþektur gestur innan ungmennafélaganna.-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.