Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI. mennafélaga, sem hér eru fyrir, búsettir eða aðkomnir. Eg efast ekki um það, kæri félagsbróðir eða systir, að þér sé ljúft að gera þitt til að auka samúð ungmenna- félaganna. Gleymdu þá ekki, að þú ert velkominn gestur hjá sérhverju okkar, sem nefndina skipum, ef þú kemur hingað til Reykjavíkur. Við eigum erindi við ykkur öll og treystum því, að þið farið ekki fyrir ofan garð og neðan hjá okkur. Ekki svo að skilja að hér séu ekki aðrir ungmenna- félagar, sem fúsir eru að veita þér við- töku. Jú, þeir eru, sem betur fer, miklu fleiri, og við munum hjálpa þér til að finna þá. En okkur er sérstaklega umhugað um að ná ykkur tali, svo við vitum hverir koma og hverir dvelja hér. Eg hefi orðið var við það hjá allmörg- um ungmennafélögum, sem eg hefi hitt af tilviljun, að þeir hafa ekki þorað að koma á fund eða gefa sig fram við félagssyst- kini hér, af þvi þeir hafa ekki neitt fé- lagsskírteini. Eins og gefur að skilja, er þetta framúrskarandi óþörf samviskusemi. Engum mun detta í hug að rengja orð ykkar, er þið segist vera félagar einhvers sambandsfélags. Til þess er heldur engin ástæða. Ungmennafélögin eru ekki hrædd við njósnir. Þar er er ekki neitt í myrkr- unum hulið. Enginn gæti því haft ástæðu til að fara að smeygja sér þar inn undir fölsku Haggi þar sem öllum er tekið með opnum örmum. Engum getur komið til hugar að leita til okkar, öðrum en þeim, sem eitthvert erindi þykjast eiga til ung- mennafélaga. En þeir eru allir velkomnir, hvort heldur eru karlar eða konur, þó ekki séu meðlimir neins sambandsfélags, ein- hverra orsaka vegna. Eg vona að þessi nefndarskipun geti orðið til að greiða fyrir samvinnu i fram- tiðinni, ef henni verður nokkur gaumur gefinn. Eg veit það af eigin reynslu, að það er hægt að gróðursetja víðtæka við- kynningu á þennan hátt. Komið þið bara og lofið okkur að spyrja ykkur að öllum þessum spurningum, senr allir Islendingar þekkja svo vel: Hvað heiturðu? Hvaðan kemurðu? Hvert ætÞ arðu? o. s. frv. Fyrir hönd nefndarinnnar Steinþór Guðmundsson. Gestanefnd ungmennafélaganna £ Reykjavík tekur á móti ungmennafélög- um, er til bæjarins koma. Eru allir að' komnir ungmfél. ámintir um, að finna eitt- hvert okkar að máli. I nefndinni eru: Steinþór Guðmundsson Vesturgötu 29r helst heima kl. 6—8. Eygló Gisladóttir Norðurstíg 7. Guðmundur Kr. Guðmundsson Lauga^ veg 56, virka daga í klæðaverksmiðjunni Iðunni. Sigurður Ó. Lárusson Spítalastíg 6, helst heima kl. 4—6. Guðmundur Jónsson Grjótagötu 4. Ingibjörg Benediktsdóttir Skólavörðu- stíg 8. Ólafía Guðmundsdóttir Alþingishúsinur heima kl. 5—6. Heima og erlendis. Þegnskylduvinnau. Eins og öllum er kunnugt, samþykti síð- asta alþingi að fram skuli fara almenn at- kvæðagreiðsla um þegnskylduhugmyndina, samhliða alþingiskosningum að hausti. Jafnframt munu orð hafa fallið um þaðr að þetta væri gert að vilja og áskorun* ungmennafélaganna. Málið horfir þó eigi- allskostar svo við frá okkar hálfu. Mjög margir ungmennafélagar hafa verið hlyntir hreyfingunni frá upphafi. Hún hefir verið* rædd á fundum víðsvegar um land, og ritað dálítið um málið í Skinfaxa. En þær umræður hafa yfirleitt altaf verið bygðar át

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.