Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 Þegar læknir fær sjúkling til umönnun- Æir, pá verður honum að vísu fyrst fyrir, að lina pjáningarnar, ef þess gerist brýn pörf, en siðan gerir hann sér far um að komast að orsök sjúkdómsins og nema hana í burtn. Þá fyrst kemur batinn, er það hefir tekist. Mér finst eg geta líkt ykkur við lækni, félagar góðir. Fyrir fótum ykkar liggur landið, nakið og bert og hlaðið kaunum. Við ykkur blasir þjóðfélagslíkaminn, er jþjáist af ýmsum kvillum. Ykkur blöskra meinsemdirnar og þið hlaupið til að mýkja Aíiðkvæmustu kaunin, með því að rækta móa og iðka ýmislegt, er til þjóðþrifa horfir, en ef þið ætlið ykkur að lækna einhverja af sjúkdómum þessum, þá verðið þið að nema orsök þeirra á burt. Sé það rétt ályktað, að samtakaleysið sé orsök margra þessara meina, þá verðið þið auðvitað að ,'beita ykkur gegn því. Þetta vitið þið öll- sömun, og til þess hefir samband verið stofnað meðal ungmennafélaga um land alt, að með því var talinn lagður grundvöllur að samvinnu æskumanna að framtíðarmál- um. En eg hefði vonast eftir að samvinnan yrði meiri en raun hefir á orðið. Mun mega segja með sanni, að fjórðungsstjórn- um og sambandsstjórnum sé að nokkru leyti um að kenna, hve lítið hefir áunnist i þessu efni. En orsökin liggur áreiðan- lega dýpra, liggur i fljólfærni og van- rækslu allflestra ungmennafélaga. Hvað höfum við þá vanrækt, það er ,réttlætt geti jæssa ásökun? Við höfum vanrækt að nota sambandið. Hættir altof mikið við að hugsa sem svo: Nú erum við i sambandi og sambandsstjórnin hugs- ar vonandi til okkar með fyrirlestramann, íþróttakenslu eða eitthvað þess háttar. Þetta er enginn samvinnugrundvöllur, og því fer sem fer, að þeir eru of margir, sem ekki gera aðrar kröfur til sambandsins. En þá fyrst nær sambandið tilgangi sínum þegar jþað nær til allra félaganna þannig, að hver einstakur félagi sé lifandi limur á starfandi líkama, svo að hver limur skilji og þekki aðra limi. Það er hvívetna viðurkendur sannleikur, að viðkynning sé örugt meðal til sam- vinnu. Þvi er það eðlilegt og sjálfsagt, að vér ungmennafélagar leitumst við að þekkja hvert annað, svo vel sem auðið er. Það er að vísu ekki hægt til þess að ætlast, að allir ungmennafélagar þekkist í jafn stóru landi og ógreiðu yfirferðar. En eg held að menn leggi alment of litla áherslu á það, að eignast kunningja í fjar- lögum héruðum. Það er enginn vandi að halda við og jafnvel slofna kunningskap með bréfaskriftum og engum ungmenna- félaga er ofvaxið að ná í félagsbróður til bréfaskrifta, hvar á landi sem er, þar sem sambandið nær yfir. Bæði stjórnir héraða- sambanda, fjórðungssambanda og einstakra félaga munu fúsar að leiðbeina mönnum i þessu. Ef menn aðeins hætta að skoða félagssystkin sin, sem ókunnugt fólk, held- ur snúa sér til þeirra sem kunningja og leita þau uppi, þar sem þeirra er von, þá fyrst er réttilega grafið um hyrningarstein allra framkvæmda, samtökin. Hér í Reykjavík er meira ábótavant í þesu efni en vera þyrfti. Hingað koma ungmennafélagar hvaðnæfa aflandinu, og dvelja hér lengri eða skemri tíma. Sumir koma á fundi í ungmennafélögunum hér, sitja á aftasta bekk, eða standa ennþá aftar, og fáir eða engir af oss vita hvaðan fólk þetta er komið eða hvert það fer, aðrir koma ekki einu sinni á fund og vita ekki neitt af ungmennafélögum hér að segja. Oss Reykvíkingum dylst ekki, að að hér gefst oft tækifæri til víðtækari og nánari viðkynningar, en raun verður á. Ungmennafélögin hér, hafa því gripið til þess ráðs, að skipa nefnd þá, sem frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu. Nefndin á að taka á móti öllum ungmennafélögum, sem að koma og til hennar leita, greiða fyrir þeim eftir föngum og sérstaklega koma þeim í samband við sem flesta ung-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.