Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1916, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1916, Blaðsíða 7
SKINFAXi 127 ástur taflmaður hár á landi. Er rillingur þessi því, sem vænta mátti, einkar Ijós 0£> skipulega saminn. fflanfred. Þýðing Matth. Joch. G. Gamalíelsson Rvík 1915. Verð 1,25. I ár eru nákvæmlega 100 ár síðan Byron kvað Manfreð suður í* Sviss, en 40 ár siðan Matth. Jochumson lauk þýð- ingu sinni, og þýðandinn sjálfur 80 ára. Manfred á þessvegna í ár margfalt afmæli. Kvæði þetta er eitt af snildarverkum heims- bókmentanna, og þýðingin svo aðdáanleg, að allmörgum mönnum, sem bæði málin kunna, þykir hún jafnvel enn snjallari en frumritið. Manfred var orðinn ófáanlegur í eldri útgáfunni og munu bókamenn því fagna þessari útgáfu. A kápunni er mjög fögur mynd eftir Ríkharð Jónsson. Magnús Gíslason: Rúnir. Kvœði. Brynj. Magnússon gaf út. Verð 1 kr. M. G. er enn lítt þektur, hefir brotist áfram af sjálfsdáðum, fátækur og umkomu- lítill. Kvæðin hans eru einkar létt og lip- ur ab formi, en að efni kennir víða ádeilu. Fáein dæmi segja meira en lýsing. Kvæðis- lok um Þorgils gjallanda eru svona: „Þorgils dýrum krýna krans, konur lands og synir, lengi munu minnast hans manna- og dýra-vinir". „Ófriðurinn mikli" byrjar svona: „Heimur er á báli og bræðrum slegin und. Bani fer um löndin með skjóma' í hægri mund Ógæfunnar nornir, sem ógna hverri þjóð. Álfan næstum sokkin í hraustra sona blóð". Þetta er byrjun á mjög góðri dans- Iýsingu: „Hýru brosin, Amors örvar ótta kveikja og bál; hrífur alla yndisþrungið ástaguðsins mál; þegar strengir hörpu hljóma, hugðnæmt, fjörugt milt; seiðir mær og dreng í dansinn dularatlið vilt". Annað eins hefir komið fyrir og það, að Magnús Gíslason geri einhverntima ljóð, sem þjóðin nemur og man Iengi. Félagsmál. II. M. F. Díigrenniug í Lundarreykjadal í Borgarfirði hefir bygt sér samkomuhús úr steinsteypu í sumar sem leið. Efni til hússins var keypt fyrir hlutafé, er safnað var meðal félagsmanna, en vinnuna hafa félagsmenn annist sjálfir að mestu. Varaformaður félagsins, Þorsteinn Tómasson á Skarði, veitti smíðinu forstöðu og félagsmenn lögðu lil minst 2 dagsverk hver. Auk þess er sagt, að ýmsir utanfélagsmenn hafi rétt hjálparhönd ótilkvaddir, þar á meðal ýmsir bændur, er lánuðu hesta og menn til að flytja byggingarefnið frá sjó. I Dagrenn- ingu eru um 50 félagsmenn. Margt af því unglingar, eins og gerist í ungmenna- félögum, og ástæður manna þar ekki betri en víða annarsstaðar. En áhuga og sam- tök þarf til þess að ráðast i slikt fyrir- tæki núna í dýrtíðinni, og Dagrenning hefir sýnt það í verkinu, að ungmenna- félög geta áunnið sér samúð sveitunga sinna. Nú eiga öll ungmennafélögin i Borgarfirðinum þak yfir höfuðið, ab und- teknu einu, sem þó á ávalt víst húsaskjól fyrir fundi sína og samkomur, enda mun mega segja, að framtíð félagsskaparins á því svæði só að fullu trygð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.