Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1917, Síða 4

Skinfaxi - 01.03.1917, Síða 4
20 SKINFAXI örvast við dvölina í skólanum og þeir orðið marghæfari til þess að verða félags- skapnum að liði. Og hvernig má öðru- visi fara? Gerum ráð fyrir unglingaskóla í hverri sýslu landsins og að J/4 hluti allra æsku- manna sæki þá. Hugsum okkar að skól- ana skorti eigi sæmileg húsakyni, né rekst- ursfé, séu utan við hringiðu bæjalífsins, á fögrum stöðum í sveitum, hafi yfir höfuð öll skilyrði til að vera áhrifamiklar upp- eldisstofnanir, þar á meðal vel mentaða kennara. Ungmennaféiög séu í hverri sveit og úr hverju þeirra sæki einhverjir árlega skólana. Kennararnir gera sér að skyldu að kynna nemendum sínum andleg- ar hreyfingar og stefnur og benda þeim á göfugar hugsjónir að berjast fyrir. Þá treysti eg þeim til að muna eftir ungm.” fél. hreyfingunni og kjarna hennar. Nem’ endurnir fara að líta til veðurs og vakna og koma aftur endurfæddir á sál og lík” ama, fullir helgum guðmóði göfugra hug" sjóna, með aukna starfsgleði og starfs þrek. Og hinir, sem heima sátu megna ekki að hefta framsóknina, heldur hrífasf með, fram til meiri starfa, meiri menning' ar og tignara takmarks. Þegar svo hinn heigi eldur er kviknaður, mun það reyn- ast nauðsynlegt, að æskumennirnir eigi 1 sveitinni sinni einhvern Amlóða, Hálfsterk eða Fullsterk, sem treysti sál og líkama og geri þá menn að meiri. En þeir finnast í hverju góðu ungmannafélagi. Sú er og reynsla undirritaðs að dvöl sumra ungra manna i Kennaraskólanum, hafi gert þá færa til að verða nýtir æsku- leiðtogar. Virðist því óliætt að fullyrða að hann ásamt unglingaskólunum varðveiti í eski sínu epli þau, er ungmennafélögin skuli á bíta, er þau eldast og verði þá öll ung, og að skólarþessir og ungmennafélögin varð- veiti í sameiningu epli þau, er öll þjóðin skuli á bíta og yngjastaf. Væri óskandi að þess- um stofnunum tækist að geyma vel eplanna og tækist að fá þjóðina til að „bíta á“. Mun svo verða ef þær leggja saman og vel er til þeirra vandað. Þær eiga að bera menning alþýðu á herðum sér. Ekk- ert er því fráleitara, en að sjá eftir hverj- um eyri, sem til þeirra gengur. Þjóðinni er bráðnauðsynlegt eins og nú standa sakir, að hlúa að þeim sem best, og verða þar allir að vera samtaka. Þing- ið verður að styrkja þær með góðum lög- um og nægu fé, og allir vinir meiri menn- ingar, allir ættjarðarvinir, vinir æskunnar, en hatursmenn kyrstöðunar, verðaað heimta fylgi uppeldismálanna af þingfulltrúum sínum. Félögin eiga engu síður skilið ríflegan opinberan styrk en skólarnir. Svo verður við úthlutun fjársins, að gæta þess að leggja eigi að jöfnu gagnslitla dvergskóla og máttlitla til góðra áhrifa — í kaupstöð- um og þorpum, þá sem sakir ónógra kenslukrafta, umhverfis og annara ástæða eigi geta sint nema þekkingarhlið sálar- lífsins og orka litlu til góðs á tilfinningar og vilja — við vel skipaða og áhrifamikla heimavistarskóla í sveitum. Tvæi* stcfnur. Ef þjóðin væri núna spurð um, hvað væri henni hið allra nauðsynilegasta nú sem stendur, mætli ætla að menn greind- ust nokkuð í tvo flokka. Annar vildi um fram alt bæta atvinnuvegina til lands og sjávar, leggja járnbrautir, heisla foss- ana og koma upp verksmiðjum, efla tog- araútgerð og hundraðfalda ávöxt síld- veiðinnar. Hinn flokkurinn mundi vilja varast dæmi bóndans, sem hugsaði um það eitt, að borga ábúðarjörðina sína, bæta hana og auka önnur dauð efni sfn, en tímdi ekki að kaupa ofn, til að verma bæ- inn, svo að konan hans misti heilsuna, og krakkarnir urðu táplitlir smælingar. Hann mundi og vilja rækla landið og efla alla alvinnuvegi, en meta mesl af öllu ræktun lýðsins, alefling allra einslaklinga

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.