Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1917, Síða 5

Skinfaxi - 01.03.1917, Síða 5
SKINFAXI 21 þjóbfélagsins og láta sér skiljast, að það er andlegi þroskinn, sem mest ríður á og að hann eykst með betra uppeldi, betri heimildum, skólum og félagslífi. Hann mundi reyna að lækna siðgæðislegu veil- urnar með þjóðinni, glæða ljósið, sem á að vera ljós, en er myrkur, efla andlegt sjálfstæði landsins og sannarlegt frelsi, tryggja menn gegn andlegri elli og and- legum hordauða, ef unt er, fjölga fögrnm, síungum sálum undir silfurhærum. Jön Kjartansson íslensk náttúrufræði 00 Eggert Ólafsson. 1 Niðurl. Upphaílega var svo tilætlast að Náttúru- fræðisfélagið gæfi út vísindalegar ritgerðir um íslenska náttúrufræði, en sökum fjár- skorts, hefir það lítið sem ekkert getað gert í þá átt. Er það mjög bagalegt. Flestir sem eitlhvað hafa ritað í þeim greinum, hafa því nær eingöngu orðið að rita það á dönsku eða öðrum erlendum tungumálum, og birta ]>að á víð og dreif í erlendum timaritum. En það er stór- skaði fyrir islenska tungu og íslenskar bók- mentir, auk þess sem það er til mikils baga fyrir náttúrufræðinga vora að það sem fyrirrennarar þeirra rita um íslenska náltúrufræði, skuli vera þannig dreift í hin og þessi erlend tímarit án þess að það helsta geti orðið birt í einni heild hér heima. Nú eru bráðum (1926) liðin 200 ár frá fæðingu Eggerts Olafssonar. Þjóðin befir einróma talið hann meðal sinna ágætustu manna, mun því óhætt mega treysta )>ví, að það sé samhuga ósk allra Islendinga, að hans verði sómasamlega minst á 200 ára aímæli hans, En þó að Eggert Ólafsson hafi starfað allmikið 1 ýmsum greinum og orft djörf- ung og dygðir í þjóðina, hefir hann þó í engu afkastað eins miklu og i íslenskri nátlúrufræði. Var hún hans ljúfasta við- fangsefni og aðalstarf hans, enda varð hann þar sannur brautryðjandi. Fyrir þessar sakir hefir „Hið íslenska náttúrufræðisfélag“ séð sér skylt, að gang- ast fyrir því, að Eggerts yrði sérstaklega minst sem náttúrufræðings á 200aðasta afmælisdegi hans. Á aðalfundi félagsins 5. febrúar var því haldið fram: 1. Að það væri vel við eigandi að Al- þingi og stjórn landsins mintust Eggerts með því að taka við náttúrugripasafninu á 200 ára afmæli hans. 2. Að þjóðin sjálf gæti best heiðrað minningu Eggerts, með því að skjóta sam* an fé í sjóð til minningar um hann, er hefði það markmið að efla íslenska pátt- úrufræði með því að gefa út vísindalegar ritgerðir um náttúrufræðisleg efni, islensk, og styðja að rannsóknum á landinu í þeim greinum. Var talið æskilegt að sjóðurinn gæti verið orðinn svo öflugur á 200 ára afmæli Eggerts að þá mætti hefja starf- semi í þessa átt fyrir vextina af honum, með því að gefa út myndarlegt minningar- rit um hið mikla starf Eggerls sem nátt- úrufræðings. En með því að þetta þarf allmikinn undirbúning, þótti fundinum ekki rétt að fresla þessu máli lengur, og var því sam- þykt að Náttúrufræðisfélagið tæki þegar í stað að sér forgöngu þessa máls, og var kosin nefnd manna til þess að undirbúa það og standa fyrir fjársöfnun til slíks sjóðs á næstu árum. Vér undirritaðir, sem kosnir vorum í nefnd jiessa, treystum því að minning ]>essa ágæta merkismanns sé mönnum svo kær, að þeir bregðist vel við þessu máli, og leyfum vér oss að beina þeirri áskor- un til landsmanna, að slyðja þetta mál

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.