Skinfaxi - 01.05.1917, Page 6
38
SKINFAXI
hendur úr vegi. Til þess þarf óskiftan
mátt heillar þjóðar.
Vitaskuld verður altaf skoSanamunur
um stefnuskrá viðtækra félagsheilda. Svo
er og um skuldbindingaskrá ungmennafé-
laganna. En þau tvö atriðin, sem mest
er haft á móti, kristilegi grundvöllurinn
og bindindisheitið, hefir reynslan helgað.
Það væri misskilningur að halda því
fram, að ungmennafélagsskapur væri sama
og félag æskumanna. Þau eiga ekki er-
indi til annara en þeirra, sem hafa til
brunns að bera álvöru og áhuga, þeirra
sem vilja vinna að því að tvö strá vuxi,
þar sem áður var eitt. Annað skilyrðið
krefur af félagsmönnum, að þeir sýni
sidlega álvöru í orði og verki, hitt að
þeir sneiði hjá áfengisnautn. Síðara at-
riðið leiðir af hinu fyrra, og er eitt af
ótalmörgum, sem í því felast. Áhugasömu
mennirnir hafa svo margt um að hugsa
og við að glíma, að þeir komast ekki til
að fást við víndrykkju. Hins vegar er það
vanaviðkvæði hjá þeim, sem ekki vilja
bindindi, í skuldbingaskránni, að það sé
ekki af því að þeir ætli að drekka vín,
heldur af þvi, að þeir vilji hafa rétt til
þess, ef þá langar til. Og þetta frelsi á
að vera svo dýrmætt, að þess vegna megi
ekki vinna að bindindi í ungmennafélög-
unum. Fáir verða til að trúa þessari
rökfærslu. Þeim einum þykir vænt um
að hafa réttinn til víndrykkju óskertan,
sem vilja vera við því búnir að geta fært
sér hann í nyt.
lléraössamböudiu.
Reynslan er farin að skera úr því, að
í verki reynast héraðssamböndin betur en
fjórðungarnir gömlu, eiga betur við lands-
hætti og ástæður. Þegar héraðssamband
var stofnað í Múlasýslum, bættust 4 ný
félög við í sambandið, og er von á fleir-
um. í Skaftafellssýslum báðum bættust
télög við, þegar unt var að koma þar á
sýslusamböndum. A Norðurlandi var
fjórðungssambandið aldrei nema tómt nafn;
var i verki héraðssamband Eyfirðinga og
blómgaðist vel á þeim grundvelli. Og
meiri líkur eru til að félögin í hinum þrem-
ur sýslum Norðurlands mundu nú vera í
sambandi U. M, F. I., ef kostur hefði ver-
ið á því frá upphafi, að koma við héraðs-
samböndum, sem ein áttu þar við stað-
hætti. Umtal var í vetur sem leið að
sambandið sendi Húnvetningum fyrirlestr-
armann, en fórst fyrir, vegna harðindanna
og mannleysis. Hefði sambandið haft á
að skipa föstum starfsmanni, mundu Hún-
vetningar hafa fengið fyrirlestra og -
sambandið Húnvetninga.
Iþróttlr og- víuuautu.
Hvar sem íþróttir eru iðkaðar, í heitum
löndum og köldum, er algert bindindi
eitt af þeim skilyrðislausu boðorðum, sem
hver sá maður er gerir sér von um fremd
og sigur, verður að beygja sig fyrir. Á-
stæðan er auðsæ. Reynslan hefir sýnt og
sannað að vínið veiklar líkamann, jafnvel
þótt í hófi sé drukkið. Nú eru þessi
sannindi orðin svo alviðurkend, að enginn
ber við að neita þeim. En afleiðingin er
auðsæ fyrir ungmennafélögin. Þau vilja
vera íþróttafélög, að því leyti sem það er
samrýmanlegt efnum og ástæðum félags-
manna. Og samt halda sumir menn, að
þau þurfi ekki að vera bindindisfélög sam-
hliða, skilja ekki sambandið sem er á
milli þessara tveggja hluta. Það ælti þó
að vera full-ljóst. Lengra framundan er
önnur spurning: „Ur því að vínnautn er
skaðleg iþróttamönnum, þá hlýtur hún
lika að vera hættuleg fyrir litla, aflvana
þjóð, í stóru, erfiðu landi, þar sem þjóð-
lífið er enn í bernsku, og þörf viðreisnar
á ótal sviðum?“
Hvað finst „vormönnunum11 um það?