Skinfaxi - 01.05.1917, Qupperneq 8
40
SKINFAXI
Fjórðungsstjórn næsta árs var kosin:
Fjórðungsstjóri Erlingur Eriðjónsson, Ak.
—ritari Árni Jóhannsson, —
— „— féhirðir Jóhannes Jónasson, —
Bókafregn.
Guðm. Finnbogason: Vinnan.
Guðmundur Finnbogason hefir marga
einkennilega kosti til að vera rithöfundur,
Hann kann allra manna besl að fara með
smellnar líkingar og tilvitnanir, og hann
kann óvenjulega vel að velja bókum sínum
heiti: Síðasta bókin heitir „Vinnan“. Ekk-
ert nafn er látlausara eða Ijósara. Þetta
eru allmargir fyrirlestrar, sem höf. liélt
síðastliðinn vetur um vinnuvísindin svo-
nefndu. Frágangur allur er vandaður,
efnið nýstárlegt og þó gamalkunnugt, bún-
ingurinn auðveldur og einfaldur. Hver
sem les bókina með athygli veitir sjálfum
sér ánægjustund og er víðsýnni maður.
eftir.
Efni hennar verður ékki rakið hér, en
bent á eitt atriði, sem allir menn í land-
inu verða að vita. Það er þreytulögmál-
ið. Gamla lagið var það að gera daginn
sem lengstan, og hvíldarstundirnar sem
stystar. Klukkunni stundum ílýtt á morgn-
anna og seinkað á kvöldin. Því er nú
löngu hætt, en andinn lifir enn, á þann
hátt, að fjölmargir menn spilla heilsu sinni,
stylta æfina, og minka árangur iðju sinn-
ar með heimskulegri vinnu og ónógum
hvíldum. I þessari bók geta menn kynt
sér úrslit síðustu rannsókna um þetta
mál.
Vinnuvísindindin hafa verið hædd og
smánuð af fjölmörgum mönnum, ekki síst
af sumum þeim, sem halda sig vera vitra.
Smátt og smátt mun þetta breytast.
Hleypidómarnir hjaðna niður og verða að
engu, en vinnuvísindin tekin í þjónustu
SKINFÁXI.
Mánaðarrit U. M. F. í.
Verð: 2 krónur.
Ritsljóri: Jónas Jónsson, Skólavörðuslíg 35.
Sími 418.
Afgreiðslumaður: Egill Ghittormsson.
Skólavörðustig 8.
þjóðarinnar bæði við líkamlega og and-
lega vinnu.
Mörgum þykir það sjálfsagt ótrúlegt, en
alt bendir þó i þá átt, að uppeldismál og
vinnubrögð hér á landi komist hvorugt í
viðunanlegt horf, fyr en þau eru bygð á
„hagnýtri sálarfræði“. Rannsókniraf þessu
tægi ætlar G. F. að gera að æfistarfi sínu.
Byrjunin hefir verið erfið, eins og eðlilegt
var, þar sem um jafn mikla nýjung var
að ræða. En ötrauður brautryðjandi
skeytir því engu, og þá er siguriun viss.
Eftir fáein ár mun öll þjóðin verða þakk-
lát þeim manni, sem flutti vinnuvísindin
inn í landið.
Félagsmál.
Utanfarir.
Allmargir ungmennafélagar eru nú er-
lendis við nám og á ferðalagi. T. d.
Axel Thorsteinsson, Ásgeir Ásgeirsson
guðfræðingur og Bjarni Ásgeirsson í
Knararnesi. Hafa þeir allir verið i Dan-
mörku, Svíþjóð og Noregi síðan í sumar
og haust.
Pappírinn.
Skinfaxi varð fyrir því happi að ná í
pappír frá Noregi með Flóru síðast, næg-
an til næstu missiranna.
Ritstóri: Jónas Jónsson frá Hriflu.
Félagsprentsmidjan