Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1917, Side 3

Skinfaxi - 01.10.1917, Side 3
SKINFAXI 75 Kveðja vestur umfhai. Stephan 6. Stephansson Stephan G. Stephansson lagði af stað héðan frá Reykjavík með „Gullfossi“ 24. þ. m. áleiðis til Vesturheims. Hann kvaddi föðurland sitt og hélt heim til fósturlandsins. Hlýjar og innilegar árnaðaróskir frá okkur ungmennafélögum fylgja honum vestur yfir hafið. Hann er skáld okkar, skáld æskunnar. „Láttu hug þinn aldrei eldast, eða hjart- að“. Þannig hefir hann kveðið, og þann- ig hefir hann lifað sjálfur. * * * Það var í fyrra haust i nóvember, sem samfundur okkar ungmennafélaga var haldinn hér í Reykjavík, fundurinn, ]>ar sem fyrst var hafist handa í þessu máli. Mér verður það kvöld lengi minnisstælt. Eg hefi setið á mörgum ungmennafélags- fundi, en aldrei vitað neinu máli tekið þar með slíkri hrifningu, slíkum samhug. Margir töluðu, hver og einn kom með sína uppástungu til að koma málinu i framkvæmd sem best og sem fyrst. Sam- skotalistinn gekk um salinn og safnaðist þegar um hálft fimta hundrað krónur. 011 trúðum við því, að innan skamms auðnaðisl okkur að sjá Stephan hér heima, heilan og hraustan og að hann fengi loks að sjá æltjörð sína og æskustöðvar. Feg- urstu kvæði Slephans voru rifjuð upp og síðast var fundi slitið um nóttina með því að nllir sungu langspilsljóð skáldsins hin fögru: „Hver er alt of uppgefinn eina nótt að kveða og vaka?“ * * * „Það er holt að hafa átt heiðra drauma vökunætur“ getum við ungmennafélagar nú sagt. Vöku- draumarnir okkar á þeim fundi hafa nú ræst, og það betur en flestir draumar eru vanir að rætast. Stephan hefir komið, ferðast um landið, allsstnðar verið tekið

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.