Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1917, Side 3

Skinfaxi - 01.11.1917, Side 3
SKINFAXI 81 fólginn vandinn að koma verslun þessari í framkvœmd. Er þess arna gelið til þess að sýna hvert traust menn hata bor- ið til Tryggva Gunnarssonar þegar á unga aldri. Enda hrást hann ekki þessu trausti. Kak hann þetta erindi alt með svo frá- bærum dugnaði, að sist má þann kafla vanta í verzlunarsöguna íslenzku eigi hún að geta lalist að fullu sögð. Það, hvernig Tryggvi Gunnarsson leysti þetta verk af hendi, mun hafa valdið því að honum var falin framkvæmdarstjórn Gránufélagsins þegar það var stofnað, fyrstu vemlegu og merkustu viðleitninnar um að ná verzluninni úr klóm erlendra sel- stöðuverzlana, í hendur landsmönnum sjálf- um. Að öðrum kosti mundi naumast hafa verið valinn bóndi til þessa starfa, þótt aldrei nema fyrirmyndarbóndi væri. Og svo var þarna við mikla og margskonar örðugleika að stríða að mjög virðist manni óvíst hvernig farið hefði um viðleitni þessa, ef einmitt Tryggva Gunnarssonar hefði ekki notið við. En tilganginum varð náð. Með Gránufélaginu hófst sjálfstæð innlend verzl- un og síðan hefir hún færst í hendur landsmönnum sjálfum meir og meir. Af kaupstjórastaríinu og ýmsum fram- kvæmdum sem Tryggvi Gunnarsson fékk til vegar komið á þeim árum, jókst nú álit hans svo mjög, að auðskilið er að hann hlaut að verða einn þeirra manna sem þjóðin beitti fyrir sig til trúnaðar- starfanna og einn þeirra sem best var aö beita fyrir sig til slíkra hluta. „Besti drengur og lykill að Norðurlandi“, segir Jón Sigurðsson um Tryggva í bréfi 29. sept. 1870. Framkvæmdasaga Tryggva Gunnarsson- ar er nátengd framfurasögu ])jóðarinnar á æfi hans. Hann var mestur srniður og mikilvirkastur um skeið, efnilegastur bóndi og athafnamestur meðan við það er ált. Þá koma verzlunarafskiftin, Norðlending- um kennir hann að verka saltfisk og gufu- bræða lýsi, bvorttveggja stórviðburðir i afkomusögu þjóðarinnar, hann beitist fyrir brúargerð og má telja hann föður þeirra samgöngubóta hér á landi. Með banka- stjórn Landsbankans styrklist aðstaðan til þess að fá hrundið á veg framkvæmdun- um. Þá eru það auðæfi sjávarins sem Tryggvi Gunnarsson leggur alt ka])p á að náist, hann hleypir miklum vexti í þil- Tryggvi Gunnarsson. skipaútgerðina og kemur á fót ýmsum fyrirtækjum henni lil stuðnings, svo sem þilskipaábyrgðinni, líftrygging sjómanna, íshúsinu og viðgerðarstöð fyrir skipin. Þá á hann sinn þátt i framförum Reykjavík- ur á sinni tíð, enda löngum í bæjarstjórn og fremstur i llokki mjög margra félaga sem unnu að almennum framförum. Á þingi átti hann löngum sæti og var þar eins og annarstaðar meir við riðinn það sem eitthvað var á borði, en hitt sem að- eins var i orði. Hann var aðalstofnandi Þjóðvinafélagsin? og formaður þess óslitið frá því er Jóns Sigurðssonar misti við að heita má. Tryggvi Gunnarsson var fæddur í Lauf-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.