Skinfaxi - 01.11.1917, Síða 6
84
SKINFAXI
samtaka áhugi og sainúð geta veitt æsku-
mönnum við skjóta viðkynningu. £n þeir
eru of fáir, sem áhrifanna hafa notið á
þennan hátt, og ekki hægt til þess að
ætlast, að þeir geti miðlað öðrum af þess-
um áhrifum, að minsta kosti ekki í þeirri
mynd, sem þeir hafa sjálfir notið þeirra.
Það er einkennilega fjörgandi og hressandi
fyrir ungt fólk, að hitta menn, sem vissa
er fyrir að hafi áhuga á ýmsu því, sem
manni er sjálfum Ijúfast að hugsa um og
ræða. Þegar menn vita, að innan skamms
eiga þeir að skilja aftur, þá verður kynn-
ingin miklu örari en ella, og það er eins
og hver og einn keppist við að bera sem
fyrst á borð það besta, sem hann á til,
í hugsun eða í þekkingu, i lundarfari eða
viðmóti yfirleitt. Og sá vinnur flesta og
besta vinina, sem mest og best hefirfram
að bera og er um leið næmastur til að
veita viðtöku því, sem aðrir hafa á boð-
stólum. Á þessum þingum, og við það
að koma til ungmennafélaga úli um sveit-
ir, hefi eg sannfærst um það til fulls, að
samband ungmennafélaganna þarf að vera
sem mest samband milli manns og manns
persónulegt samband milli sem flesti .
félagslima.
Það er auðvitað ekki ætlun mín, að allir
ungmennafélagar verði svona nánir vinir.
Skaplyndi manna er svo misjafnt, og á-
huginn á þeirri hugsjón, sem allir ung-
mennafélagar eiga saman, getur varla
verið syo mikill hjá öllum, að hann einn
geti jafnað allar misfellur. En allir menn
þurfa að eignast vini, og allir menn geta
eignast vini. Auðvitað er þeirra helst að
leita í hóp þeirra manna, sem á einhvern
hátt hafa' fylkt sjer undir sama merki.
Ungmennafélagar ættu ekki að geta vænt
sjer betra samræmis annarsstaður en inn-
an síns Áélagsskapar. Þessvegna verður
að krefjast þess, að samband ungmenna-
félaganna geti fjelagsmönnum sínum kost
á afla sjer vina í sínum hóp, — gefi
mönnum kost á að leita sem víðast og
sem best eftir þeim mönnum, sem best
fullnægi þeim kröfum, er hver og einn
gerir til vinar síns.
Um það leyti sem jeg fór að ’gefa mig
af alvöru við ungmennafélagsmálum,
komst eg í kynni við annan’ félagsskap,
sem færði mér til fulls heim sanninn um
það, hve sterkt afl þessiýpersónulega við-
kynning getur verið f lífi mannsins, ' og
]>að einmitt ekki síst sú kynning, sem
stofnuð er í skyndi, þegar menn koma
saman til þess að kynnast. En ég fékk
Iíka í þeim félagsskap bendingu um það,
hvað ungmennafélögin hér á landi geti
gert, til að gefa sem flestum kost á að
kynnast, ekki einungis nágrönnum sínum,
heldur einnig þeim, sem fjær búa. Orugg-
asta ráðið er, að gera ungmennafélögum
sem greiðast að heimsækja hver annan.
Láta þá vera gesti hvern á annars heimili,
boðna og velkomna til félagssystkina
sinna, þótt þeir hafi aldrei séð þau áður.
— Þetta er það, sem eg kalla kynnis-
.ir.
Bergþór hefir lýst því svo vel í fyr-
nefndri grein, hvers virði ferðalögin eru
fyrir þann sem ferðast. Með því sem hér
hefir verið sagt, er bent til þess, hvers
virði það getur verið, fyrir þann sem
heima situr, að fá á heimili sitt samhuga
gest, er hann verðnr að kynnast lljótt.
Og flestir íslendingar þekkja hvað það er,
að fagna góðum gesti. Eg tel því víst
að kynnisfarir meðal ungmennafélaga ættu
að geta orðið tíðar fyrir þær sakir, að
nógir vilji fara í kynnisfarir og nógir
verði til að taka á móti þeim. En það
er þó ýmislegt sem athuga þarf, til þess
uð kynnisfarir geti gengið greiðlega og
orðið að fullum notum á báðar hliðar.
Skal eg nú reyna að lienda á vanda-
mestu atriðin og um leið gera grein fyrir
hvernig ég hugsa mér að úr þeim verði
ætt.