Skinfaxi - 01.02.1918, Síða 4
12
SKINFAXI
rétt framan viö tær fremri fótar. Mestur
hluti líkamsþungans hvílir á aftari fætin-
um og höndunum. í þessari stellingu bíö-
ur hann rólegur næsta merkis ræsis, sem
er: Eruö þiö til? Þá breytir hann stelling-
unni; réttir úr fótunum til hálfs og stend-
ur nú sem stööugast í báða fætur og hall-
ast fram á hendurnar, svo mikið, að ef
hann slepti jörðu með þeim, mundi hann
falla áfram. Höfuðið veit beint fram þó
án sveigju í hálsinum, bakið beint og lá-
rétt. Athyglin er nú ö 11 dregin saman
um þetta eina: viðbragðið, því á (eftir
næsta hrópi ræsis : Búnir! ríður s k o t i ð
af og kapphlaupið byrjar. Um leið og skot-
ið heyrist, kastar hann sér áfram — ekki
upp —, fyllir um leið lungun og notar nú
hendur og fætur sem ákafast, til þess að
ná sem fyrst fullri ferð. Á meðan verið er
að auka ferðina (8—io fyrstu metrana)
réttir hann sig smám saman upp, þar til
hann er næstum beinn, með höfuðið dálítið
beygt áfram. Þannig er hlaupið fyrstu 6q
m., eða þar í kring. Þegar þangað er kom-
ið, munu lungun vera sem næst tóm, og er
þá tekin ný aðöndun, og á hún að vera
nægileg á skeiðsenda (á vegal. ioo yards
ioo m. eða 120 yards). Ef hlaupið er 200
m. eða lengra, þá andar maður að sér eða
frá, þegar þörf gerist. — Þessi regla, að
anda svona sjaldan á stuttum sprettum, er
kend af þvi, að manni hættir við að hægja
ósjálfrátt á sprettinum, þegar maður andar
að sér; verður því að hafa sérstaka athygli
á því, ])egar þetta er gert, aö herða sem
mest á sér. — Um leið og maður dregur
að sér andann í seinna skiftið, byrjar það
sem kallað er ,,finis“ á erlendu íþrótta-
máli, — sem kanske mætti kalla „herslu-
sprett“ á íslensku. Það er að herða enn
á sér, þó hlaupiö sé með fullri ferð; og er
]>að þyngsta þrautin.
Það er gert ])annig: Líkamanum er lyft
svo hátt á tá sem auðið ér.höfuðiðlátiðfalla
dálitið áfram — þó ekki niður á bringu —
og likaminn hafður allur meira álútur en
áður. Höndunum er líka oft á síðustu metr-
unum lyft upp fyrir höfuðið. Áhrifin á
hlaupið verða sú, að jafnvægispunktur lík-
amans verður alt af framan við fæturna,
og njóta þeir sín því betur en ella. Þannig
ig er hlaupið á enda skeiðsins. — Gæta
]>arf þess, að hægja ekki á sér, þegar kom-
ið er að markinu, heldur halda fullri ferð,
þar til komið er 4—5 metra aftur fyrir
endastólpa.
*
Öll spretthlaup eru hlaupin svo hátt á
tá, sem mögulegt er; helst á blá tánni.
í ö 11 u m h 1 a u p u m og sömuleiðis
g ö n g u, á að setja fæturna b e i n t hvorn
fram fyrir annan, (þ. e. maður á aö hlaupa
og ganga eins og eftir einni línu).
Hlaupari, sem er fljótur af stað, en á ilt
með að halda sprettinum þegar líður á
hlaupið, verður að æfa sig talsvert mikið
á lengri vegalengdum (400—1000 m.) með
hálfri ferð. Auðvitað verður hann að æfa
líka viðbrögð og stutta spretti. Hinn, sem
er seinn af stað og fyrri helming hlaups-
ins verður aftur að leggja mesta áherslu á
viðbragðið og stuttu sprettina. Annars
þurfa allir aö leggja mjög mikla áherslu
á við bragðið og þaulæfa það. 1 útlendum
íþróttabókum er mönnum ráðlagt að æfa
viðbragðið eftir skoti, — sem líka er best,
— en það niun fáir hér hafa ráð á „viö-
bragðs-byssu“ til slíks. Má þá líka alveg
eins nota eitthvert annað snögt hljóð, sem
auðvelt er að fá með ])ví t. d., að slá ein-
hverju saman. Þá skal viðhafa skipunar-
orð ræsis, eins og á leikmóti, og hljóðið
haft í stað skotsins.
Viðbragðið er, eins og áður er sagt, það
sem einna mesta þýðingu hefir fyrir sprett-
hlaupamann, og varla liægt að gefa ])ví
of mikinn gaum. Mörg þrautahlaup (fin-
als) eru einmitt unnin með viðbragðinu, því
oft eru þeir, sem mætast þar, mjög líkir