Skinfaxi - 01.02.1918, Qupperneq 6
14
SKiNFAXI
Verk að vinna.
Þekkingin er Mjölnir mannkynsins. Meö
þvi kjörvopni einu, fá menn vegiö Mökk-
urkálfa heimsku og hleypidóma, og variö
jötnum berg hjarta sins. Og meb þvi rota
menn einnig fjandsamlegu náttúruöflin, en
drepa hin hagnýtu úr dróma, og hræSa þau
til hlýðni, sem óstýrilát eru. Þetta vopn
er því harla nauðsynlegt öllum, og ham-
ingjunni sé lof, að það getur verið í flestra
höndum samstundis. Skólar og bóklestur
heimta mönnum hamar þennan, og kenna
Jieim að beita honum.
Skólarnir eiga að leggja grundvöll þekk-
ingarinnar, og fremja svo vit manna, að
þeir geti síðan haft full not bóka og blaða.
Það munu þeir og gera, óðar en þjóðin
viðurkennir lífsrétt þeirra í raun. Hitt vita
allir, sem nokkurt skyn bera á skólamál,
að barnaskólar geta aldrei veitt svo full-
nægjandi þekkingu, að óþarft sé við aS
bæta, — þótt nú sé þess ranglega krafist
— Það geta unglingaskólar ekki heldur,
og eg held engir skólar.
Bækurnar taka viS af skólunum, og veita
hverjum fróðleik þann, sem hann er fær viS
aS taka. Er þvímikils um vert, aS alþýSa
hafi nægan kost góSra bóka, enda skól-
arnir ónýtir án þess.
Þetta hefir alþingi líklega séS — eSa
grilt, —• og þvi lagt fé nokkuS til bóka-
útgáfu og styrktar bókasöfnum.
Sumir bóksalarnir hafa gefiS út, — og
gefa út, — rnargar ágætar bækui^ En þær
eru dýrar aS vonum, því alþýSa kaupir
fátt annaS en sorpritin, sem farandbóksal-
ar færa henni. Á hún því fáar bækur góSar,
enda komin á þaS lagiS aS lesa helst furSu-
rit skáldfífla, og kaupa þaS sem ódýrast
er, ef í bókabúö er komiS.
Á þessu má ráSa bót meS því aö gefa
út góSar bækur fyrir almenning, 5—10
króna viröi árlega, og hafa fasta kaup-
endur.
Væri vel aS samband ungmennafélaga
tæki þessa útgáfu aS sér, og fengi styrk
til hennar úr landssjóSi. Standa erigir aSrir
jafn vel aS vígi, aS afla bókum sínum út-
breiSslu, og þá ekki heldur aö hafa þær
ódýrar.
Mér þætti ráSlegt, ef þetta kæmist í
framkvæmd, aS sambandsþing kysi 7
manna nefnd, til 3 ára í senn, til þess aS
útvega bækur — frumsamdar á íslensku
eSa þýddar — og sjá um búning þeirra
undir prentun. Þessar nefndir yrSu auS-
vitaS aS haga bókavalinu eftir stefnuskrá
þeirri, er sambandsþingið setti, og ætti aS
kjósa þær 2—3 árum áður en starfstími
þeirra byrjaSi. Eg héldi hollast aö hefja
framkvæmdir fyr en styrkbænir.
*
Þótt bækur séu til góSar, hefir alþýða
hvorkivit aövelja þær, né féaö k.aupa.Hafa
því bókasöfn veriö stofnuS, og lestrarfé-
lög; en ríkust hafa þau flest veriö af rusl-
inu, og skaSinn því smár, þótt lítt séu þau
notuS.
Sambandsstjórn ungmennafélága ætti aS
fá bókfróöa menn til aS skrásetja góSar
bækur íslenskar, þær sem nú eru falar, og
þyrfti aS skifta þeim í 3—5 flokka, eftir
verSleikum, auk sjálfsagSrar efnisskifting-
ar. Síst mætti og lasta, þótt birtur yrði
„svarti listi“, meS nöfnum bóka þeirra,
sem betur væru ólesnar. Ekki er þaS þó
tillaga mín.
Þá vil eg aö öll ungmennafélög innan
sambandsins stofni bókasöfn, og hagi
bókavali eftir fyrgreindri skrá. Sambands-
stjórnin hefSi eftirlit meö söfnum þessum,
og birti viS og viö yfirlit hags þeirra og
starfs. Væri ekki örvænt, aö alþing rétti
hjálparhönd, til aukningar söfnunum, ef
vel væri af staS fariS.
*
Þetta er beinlínis stefnuskrármál ung-