Skinfaxi - 01.02.1919, Qupperneq 5
SKINFAXI
13
Fram við oss nú flýta megum,
fram, því tíminn haslar völl.
Landinu’ okkar, ljúfa, kæra,
lítum enn þá granda fár.
pað að klæða, þess að græða
þúsund mörgu blóðgu sár,
Eiða systkyn unnið höfum,
ckki megum gleyma þeim.
pessi vcrkin, það oss geldiir
þúsundfalt, með gullnum seim.
Yið getum svo margt, en við gerum svo
fátt,
cn gætum að vinir, oss skortir ei mátt,
ef vildum nú allir mcð einum.
]?ví er það svo grátlegt að sjá okkar
sveit
á sundrungarskerinu rjúfa sin heit.
pað getur ei guð liðið neinum.
X.
Smágreinar um tóbak.
Eftir Jón Dúason.
ósamræmi.
Eilt af því, sem skólarnir eiga að inn-
ræta börnum, er hreinlæti. En þrátt
fyrir það, að uppeldisfræðingarnir
reyna að berja þetta inn í meðvitund
fólksins, stimpast menn i móti, og blóta
óhreinlætið lcynt og ljst.
Meðan kennarinn er að útlista her-
virki tæringarinnar fyrir börnunum og
hvernig hægt sé að verjast henni með
hreinlæti, heldur tóbakstuggan „hringa-
ball“ milli tannanna á honum, oft til
mikillar ánægju fyrir áhcyrendurna.
Hvernig er hægt að búast við árangri
af hvatningarorðum kennarans um að
útbreiða ekki tæringuna með hrákum,
þegar hann undirstrikar þessi orð með
að senda stóreflis tóbakshráka frá sér
tíundu hverja sekúndu?
Hvaða árangurs er hægt að vænta af
uppörfun kennarans til barnanna, um
að reykja ekki, þegar hann annaðhvort
fyllir sjálfur skólastofuna með reyk, eða
kvcikir í pípunni strax og hann er kom-
inn út á tröppurnar.
Foreldrar banna börnum sínum að
neyta tóbaks, af því það sé alt annað en
lieilsusamlegt, það sé óhreinlegt og reyk-
urinn eitri loftið. En samtímis og fað-
irinn útlistar allar þær hættur, sem af
tóbakinu geli stafað, hin eyðileggjandi
álirif þess á taugakerfið o. s. frv., biður
hann Karl eða Ástu litlu að sækja píp-
una sína og tóbaksbaukinn, hann sé orð-
inn „þurfandi fyrir hressandi reyk“.
Hvað gagnar það, að foreldrar og
yfirboðaðar uppörvi, prédiki og banni,
þegar þeir samtímis með dæmi sínu
hvetja æskulýðinn til að fótumtroða
bannið.
Sólskin og hreint loft eru talin bestu
bandamenn hcilbrigðinnar. En hvernig
á sólin að geta skinið til blessunar, þeg-
hún þarf að skína gegnum þykt tóbaks-
ský. Og hvernig á loftið að verða til
gagns fyrir heilsuna, þegar það cr
þrungið af tóbakseitri!
Fyrst og fremst verður að útrýma
tóbakinu með öllu úr skólunum.
pað ætti ekki að líðast þeim, sem
kenna börnum, að nota tóbak við þú
vinnu sína. Alment banna vinnuveitend-
ur tóbaksnautn við vinnu. Hví skyldu
skólanefndirnar ekki eins gcta heimt-
að það sama af sinum starfsmönnum?
]?að er þvi meiri ástæða til þess, sem
hér er í húfi lieilsa og' hreinleiki barna,
sem eiga að verða starfandi menn í
þjóðfélaginu eftir nokkur ár, — ísland
framtíðarinnar.