Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.07.1919, Blaðsíða 5
SKINFAXI 53 af eiturnautnaþrá, sem ekki er hægt aö slökkva. Eg ætla nú ekki aö fara aö hræöa neinn á hegningu annars heiins, enda vil eg ekki, aö þess þurfi, en þaö lítur út fyrir, aö kvalir nautnasýkinnar veki hjá mönnum hugmyndina um hegningu þá, sem kent hefir veriö aö illir menn ættu í vændum eftir dauöann. Þeir, sem þekkja hitakvalir, halda, aö sálir fordæmdra kveljist í eilif- um eldi. Þeir, sem þekkja kuldakvalirnar betur, t. d. Grænlendingar, halda, aö þær kveljist af kulda, og þeir sem þekkja hvort- tveggja segja: „Alt í helvíti brennur og frýs“. Og þeir, sem þekkja þorStakvalir nautnsýkinnar, hyggja sig þar hafa fundiö forsmekk hegningarinnar annars heims. I fyrstu veita eiturnautnir enga svölun, en þær vekja þorsta, og framhakl nautn- arinnar eykur þorstann. Þá er nautnin venjulega aukin, en því meira vex þorstinn og því meira sem þorstinn vex, þess rneira er nautnin aukin. Þar til eitrið vinnur bug á heilsu og lífi. Þessi er gangur sýkinnar. Þá rtienn kalla eg nautnsjúka, sem spilt hafa heilsu sinni meö eiturnautnum, svo aÖ þeir sækjast eftir þeirn, og geta varla án þeirra veriö. Ef svo tekur fyrir, aö þeir geti veitt sér nautnina, fá þeir aö kenna a þorstakvölum nautnsýkinnar í algleymingi. Þetta kemur oít fyrir, og þarf ekki heims- styrjöld til, enda getur þorstinn oröiö nógu oþægilegur, þegar fram í sækir fyrir því, þó aö sjórinn sé við hendina, til að svala sér á. Og svo bætist þar á ofan ýniis konar óregla á störfum líffæranna, sem eitriö veldur, og þarf af leiðandi þrautir, hrörn- un og dauði fyr en ella. Hve nautnsýkin er almenn, má rneðal annars nokkuð marka á því, aö sumir lærö- ii læknar hafa haldið því fram, að mann- kyniö i heild sinni væri oröið svo spilt af eiturnautnum, aö það gæti ekki án þeirra verið héöan í frá. Þeir hafa kallað mann- inn „nautnsjúka dýriö“. Þetta virðist nú vera þrota-uppgjöf. Það er sarna sem að segja, að mannkynið sé á glötunarvegi, og eigi ekki framar viðreisn- ar von. Öfgar eru ýktur sannleikur, og því ter nú betur, að þetta eru öfgar. Þær hafa líklegast myndast í borgunum. í sveitum er fólkið nokkru heilbrigöara. Fjölda marg- ir menn hafa sýnt og sýna enn, að þeir komast af, án eiturnautna (narkose), og að menn fæðist nautnsjúkir, hygg eg sé fá- gætt, aö minsta kosti i sveitum. En þótt þessi kenning um „sjúka dýrið“ sé nokkuð öfgakend, er hún bending um, að hverju defnir, ef eiturnautnir fá að spilla mann- kyninu í næði. Nú á tímum er háö látlaus barátta gegn eiturnautnum. Útrýming þeirra er sigur lífsins yfir dauöanutn. Hver ungur maöur stendur á krossgötum. Fyrir hann er lögð þessi spurning: Hvoru viltu veita, lífinu eða dauðanum? Viltu afneita eiturnautn- ttm, eða láta eftir þeim? Til hvers höfum viö myndað tóbaksbind- indisflokk? Til þess fyrst og fremst, að vinna að útrýmingu tóbaksnautnarinnar, af því við teljum hana í flokki þeirra eitur- nautna, sem spilla heilsu manna, og auk þess svo sóðalega, að varla sé samboðið siðuðum mönnum. Hiö síðara ætlast eg til að ekki þurfi röksemda viö, og hvað hið íyrra snertir, þá eru víst fáir, sem líöa sannkallaðar ,,Tantalonskvalir“, ef ekki gamlir tóbaksmenn, sem vantar tóbak. Enda er tóbakseitrun vel þektur sjúkdóm- ur, svo að ekki dugar að neita því, að to- baksnautn spillir heilsunni, að minsta kosti stundum. Rökrétt ályktun af þeirri stað- reynd er sú, að eitrið spilli að vísu ])ví minna, sem minna er neytt, en verði þó jafnan til ills, þótt ekki séu heilsuspjöllin ætíö svo mikil, að þau veröi hverjum manni augljós.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.