Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.07.1919, Side 7

Skinfaxi - 01.07.1919, Side 7
SKINFAXI 55 2nna á andans auöi sínum. Þá vitiö þiö hvaö til ykkar friöar heyrir! — — Þið þurfið umfrarn alt, að vera samtaka; samtaka í því aö sækja sem mest af gulli í greipar Ægis, og samtaka í því, aö gæta fengins fjár, sem oft er talinn ekki minni vandi. Samtaka i þvi að breyta nokkru af því í auö andans, þegar tírni er til á vetrum, þann dýrmætasta auö, sem til er og mölur og ryð fær ekki grandaö. „Ó- brigöra vin fær aldrigi, en mannvit mikit“. segja Hávamál, og þar segir líka: — Auðr es valtastr vina. — Samtaka í því aö láta jafnan huga og hönd vera upptekið af þörfum störfum, því engin verri fjáreyðslu- tegund er til, en iöjuleysiö. Samtaka í fé- lagsskapnum um eigin velferðarmál. Þið munið hve ljúft og fljótt þungu blágrýtis- 1)jörgin runnu í grunn þessa stórmyndar- lega húss, er nú skýlir okkur, þessa veg- lega minnisvaröa, er þegar er reistur. Þau björg bifðust létt, vegna þess að hugur og hendur voru samtaka, og sé það ímynd þess, hve mikið má, ef vel vill. Verðiö samtaka um þaö, aö eignast sjálfir fleyt- urnar, er þiö fiskið á, útgerð og verslun. En svo þurfa þessar samfcáka félags- heildir að verða samtaka við aðrar um sameiginlega velferð lands og þjóðar. Sjó- mannastéttin rná ekki hefjast á kostnað annarar. Þaö sæmir aldrei góöum dreng aö hefja sig upp meö því að draga aðra niöur. Sjómenn og bændur þurfa og eiga aö haldast í hendur um velfarnan landsins. I Ivorug stéttin má án annarar vera, og þær eiga aö vinna hvor annari gagn. Bræö^ ur erum vér allir, og íslendingar viljum vér allir vera. — Samtaka um heimsbót þá, „sem hæst er sett á tímans stefnuskrá og byrji hver i sínum heimahögum, aö hjálpa rööli aö fjölga sólskinsdögum“, aö vinna aö því aö ókomni tíminn veröi enn bjartari en nútíöin. Eg treysti sjómannastétt íslands til þess að leggja drjúgan skerf til þess. — Þér rnunið, aö Jesús Ivristur kjöri fyrstu og fremstu lærisveina sína úr fiskimannahópn • um! — Þaö er trúa mín, að réttlætið velji leiðtoga þessarar þjóöar úr þeim stjettum hennar, er besta þekkingu liafa á lífinu og kröfum þess, því þá er þess frekar von aö birti yfir bygðunum, eftir því sem tímar liöa — að leiðtogar leiöi ekki í freistni. Takmarkiö er aö verða gagnmentuð þjóö — já, gagnmentaðasta þjóðin af Noröur- landaþjóðuuum — eöa þó víðar sé farið. Takmarkið setjum vér ekki lægra en það; skilyrði til þess höfum vér mörg góö. Vér höfum þegar sýnt nokkur merki þess, aö vér skörum fram úr. Fornbókmentir vorar skara fram úr bókmentumannaraþjóða.Vér vorum fyrsta þjóð heimsins,ervar svoskyn- söm,aö hafna allri áfengisnautn, og vérvor- um víst fyrsta þjóðin, er fengiö hefir viður- kenningu fyrir hlutleysi í ófriöi um aldur og æfi. — Verðum fyrsta þjóð í heimi í fleiri fyrirmyndum. — Vér heyrurn sagt, úö meö öðrum þjóðum sé hópur manna, er nefnist s k r í 11. Vér vorkennum þeim, aö ala þá vanskapninga guöseðlisins og treyst- um þvi, aö vér eignumst aldrei slíka vesa- linga, treystum svo á metnaö og siögæðis- þrótt íslendingsins, aö hann geti ávalt sagt hvar senr leið hans liggur: „Hvaö sem þú, föðurland fréttir um mig, sé frægö þinni aö veg, því eg elska þig!-------- (Framh.) Staka. Ándstæður. Væru engir dalir, þá væru engin fjöll, og væru cngir smámcnni, þá engir sýndust tröll. Væri ekki frostið, þá vermdu ekki glóðir, og væru engir illir, þá fyndust engir góðir. Iv a k a 1 i.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.