Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1919, Page 1

Skinfaxi - 01.08.1919, Page 1
Bókasöín Bandarikjanna. V. Einhver merkasíi þátturinn í starfi alþýÖubókasafnanna er þaö verk, sem þau vinna fyrir yngri kynslóðina. Hef- ir þar orðið allmikil stefnubreyting í starfseminni síðasta aldarfjórðunginn. Sjötíu af hverju hundraði bönnuðu börnum, sem voru yngri en 13 ára, að- gang, árið 1894. pá voru mjög fá söfn mcð sérstökum barnadeildum. En nú orðið má svo hcita, að hverju einasta ahnennings bókasafni, sem nokkuð kveður að, fylgi sérstök barnadeild með sérstökum bókaverði og aldurstakmörk fyrir afnotaréttinum eru öll úr gildi numin. Milcil áhersla cr lögð á alt úllit barna- deildanna, utan og innan húss. peim er valinn staður móti sólu, myndir á veggjunum, plöntur í gluggum og stofurnar auk þess tíðum skreyttar lif- andi blómum. Að vetrinum gerir opinn arinn með blossandi eldi húsakynnin þægilegri og áhrifameiri. All er gert, sem í mann- legu valdi stendur, til þess að vinna hug æskunnar, láta börnin finna, að þarna sé þcirra annað heimili. Að því miðar alt útlit og öll starfræksla stofnunar- innar, alt frá útliti skósköfunnar og ar- insins til bókavarðarins, sem með óbil- andi elju og ótakmarkaðri samúð gagnvart gestum sínum, leitast við að greiða þekkingu og siðþroska vcg lil þeirra, og stuðla að því með öllum ráðum, að stofnunin verði að sem mest- um notum. Hlutverk barnabókasafnanna er tvenns lconar. Að gera börnin að gagn- mentuðum og andlega sjálfstæðum borgurum. í öðru lagi að útvega börn- um góðan samastað þcgar heimilinu sleppir, cn með því að bókasöfnin tiafa ckki stuðning neinna lagaboða, sem „þrýsti mönnum til að koma“, þá cr öll áhersla lögð á, að 1 a ð a æskuna að söfnunum. pað er gert með smekk- legu og prýðilegu útliti, með þvi að leyfa öllum aðgang beint að hillunum og sýna hverjum einum takmarkalitla tiltrú. pannig eru eldri börnin oft lát- in hjálpa til að halda uppi reglu á „heimilinu“, og færa bælcur í samt lag aftur. Mjög keppa bókaverðir að þvi, að ná samvinnu við foreldra og eink- um vegna þess, er heimtuð undirskrifv þeirra undir lántölcubeiðnir barnanna, sem fyr var getið. Fyrir barnabóka- söfnunum standa venjulega konur. ]?að er engin tilviljun. pær þykja fyrst og fremst móðurlegri og er enn sýnna um að sýna ungu kynslóðinni meira af vel- vild og hlíðlcgri samúð en karlmönn- um. peim er eðlilega sýnna um sam- vinnu við mæðurnar, scm bera börn sín þcgar á ómálga aldri til safnanna, jafnskjótt sem þau vitkast svo, að þau hafi yndi af litfögru spjaldi og mynda- bók.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.